Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þær upplýs-ingar, semVíglundur Þorsteinsson sendi forseta Alþingis og öllum þingmönnum á fimmtudag ásamt greinargerð sinni, krefjast rækilegr- ar skoðunar. Víglundur hefur lagt fram stofnúrskurði Fjármálaeftir- litsins frá því í október 2008 fyrir nýju bankana, sem stofn- aðir voru með heimild í neyðar- lögum í sama mánuði. Stofnúrskurðina leggur hann fram til stuðnings þeirri fullyrðingu sinni að nýju bank- arnir hafi eignast nettókröfur að lánum, sem að jafnaði voru afskrifuð um 50%. Þeir sem skulduðu lánin hafi hins vegar ekki verið látnir njóta góðs af þessum afskriftum. Með stofnúrskurðunum höfðu lánin, sem fóru yfir í nýju bankana, verið aðskilin frá gömlu bönkunum og sett utan seilingar þrotabúa þeirra og þar með kröfuhafa. Í greinargerð Víglundar seg- ir síðan að ríkisstjórnin, sem tók við völdum í febrúar 2009, hafi fljótlega eftir að hún tók til starfa byrjað að leita leiða til að breyta stofnúrskurðunum. Um þetta vitnar hann í fundar- gerðir svokallaðrar stýri- nefndar um samninga við er- lendu kröfuhafana. Niðurstaðan hafi verið sú að Steingrímur J. Sigfússon, þá- verandi fjármálaráðherra, hafi árið 2009 „gert samninga við skilanefndir gömlu bankanna um að hleypa þeim inn í nýju bankana í þeim tilgangi að taka upp stofn- úrskurði FME frá haustinu 2008 til ábata fyrir kröfu- hafa gömlu bankanna“. Í bréfi sínu til þingheims er Víglundur ómyrkur í máli og segir að sér sýnist hugsanlegt að „ólögmætur hagnaður skila- nefnda/slitastjórna af meintum fjársvikum og auðgunarbrotum kunni að nema á bilinu 300-400 milljörðum króna í bönkunum þremur“. Þetta megi sjá af samanburði á stofnefnahag bankanna þriggja og skoðun á ársreikningum þeirra til liðins árs. Þetta mál er ekki að koma upp núna og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra einn af þeim, sem tóku það upp. „Þessi gögn virð- ast staðfesta það sem okkur grunaði áður og varð að mjög heitu pólitísku máli á sínum tíma,“ sagði hann í Morgun- blaðinu á laugardag. „Það er líka rétt hjá Víglundi að það var gengið mjög hart fram við að þagga málið niður.“ Það er óskiljanlegt að það hafi orðið forgangsmál hjá ríkisstjórn landsins að koma sér í mjúkinn hjá kröfuhöfum á kostnað íslenskra skattborgara og fyrirtækja. Því þarf að fara rækilega ofan í þetta mál og svara þeim spurningum, sem nú hafa vaknað. Það þarf að upplýsa hvort beinlínis var farið framhjá neyð- arlögunum til að þóknast kröfuhöfum} Alvarlegar ásakanir Endanleg úrslití grísku þing- kosningunum lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun en þó var strax ljóst við fyrstu út- gönguspár að mikil tíðindi væru að verða í grískum stjórnmálum. Og tíðindin ein- skorðast raunar ekki við Grikkland, því að úrslitin þar gætu haft verulega þýðingu fyrir ESB í heild sinni. Grískir kjósendur hafa setið undir miklum hótunum um af- leiðingar þess að kjósa Syriza- flokkinn, róttækan vinstriflokk sem ekki hefur átt upp á pall- borðið hjá ráðamönnum í Evr- ópusambandinu. Og af því að Evrópusambandið gefur ekki mikið fyrir fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétt minni þjóða, þá var þrýst á gríska kjósendur að kjósa óbreytt ástand. Íslendingar hafa kynnst slík- um þrýstingi í þjóðaratkvæða- greiðslu, bæði frá löndum sín- um, sem svo vill til að eru sumir í syst- urflokki Syriza, og utan frá. Íslend- ingar létu ekki segja sér fyrir verkum og nú hafa Grikkir sýnt að þeir gefa lítið fyrir slíkan þrýsting. Óvíst er þegar þetta er skrif- að hvort Alexis Tsipras, for- maður flokksins, verði for- sætisráðherra, en líklegast er að svo fari. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort haldið verð- ur fast við hótanirnar sem leg- ið hafa í loftinu um að Grikk- land muni þurfa að hrökklast út úr evrusamstarfinu sigri Syriza. Og þá verður ekki síður áhugavert að fylgjast með hvernig evrusamstarfinu í heild vegnar. Margir munu fylgjast með því hvort ESB gefur sig eða hvort Tsipras verður fljótlega farinn að bukka sig og beygja í Brussel eins og einn íslenskur flokks- bróðir hans gerði. Sigur Syriza setur evrópsk stjórn- og efnahagsmál í uppnám} Grikkir neituðu að hlýða Þ egar ég var í tólf ára bekk í Laugarnesskóla var okkur einn daginn smalað saman upp á sal. Þar vildu nokkrir menn frá ein- hverju „Gítarjóns-félagi“ gefa okkur Nýja Testamentið, og við fengum þessa bláu innbundnu bók með gullbryddum kili. Þó að við værum fegin því að þurfa ekki að vera í tíma á meðan á þessari skrítnu samkomu stóð verður að segjast eins og er að um leið og heim var komið var bókin komin upp í hillu, og er þar líklegast enn, rykfallin og ólesin. Ég veit ekki hvort ég hef beðið varanlegan skaða af þessari gjöf, en finnst það eiginlega líklegt, svona miðað við umræðuna upp á síðkastið um gjafir handa skólabörnum í Reykjavík. Sko, vandinn var nefnilega sá að það þurfti nefnilega bráðnauðsynlega að koma í veg fyrir að blessuð börnin myndu fá bók að gjöf sem þau myndu aldrei lesa, því að einhver gæti slysast til að lesa hana, án þess að það liti út fyrir að það væri verið að banna það sérstaklega að bókin sem enginn las yrði gefin. Lausnin við svona sértæku vandamáli varð því að vera almenn: „Engar gjafir fyrir ykkur!“ Og það getur alveg verið sjónarmið. En er ekki frekar langt seilst þegar „gjafareglan“ er orðin það almenn að ekki má láta börnin fá tannbursta eða öryggishjálma? Í fyrra tilfellinu virðist það vera vegna þess að tann- burstar detta ekki af himnum ofan, heldur eru þeir fram- leiddir af einhverjum vondum kapítalistum í útlöndum sem setja vörumerkið sitt á tannburstana. Í því síðara virðist það vera af því að Kiwanis- hreyfingin þáði aðstoð frá Eimskip til þess að geta fjármagnað gjöfina, en Eimskip fékk á móti að setja merkið sitt á hjálmana, enda kosta slíkir hjálmar meira en margan grun- ar. Ætli við getum þó ekki þakkað fyrir það að það var nýja en ekki gamla Eimskips- merkið sem endaði á hjálmunum? Ein af þeim mótbárum sem heyrst hafa frá meirihlutanum í borginni er að hann vilji ekki að börnin séu sett í „erfiðar aðstæður“, eins og ein fyrirsögnin orðaði það, því að það sé svo erfitt að börnin fái gjafir frá fyrir- tækjum. Ég sé alveg fyrir mér hinar hræði- legu afleiðingar þessara „erfiðu aðstæðna“, þegar börnin vita ekki hvort þau eiga frekar að bursta tennurnar með Colgate eða Reach, eða þegar þau þurfa að velja á milli þess að fá gat á haus- inn eða vera hjólandi auglýsing fyrir gámafyrirtæki, svona ef ske kynni að börnin vildu frekar notast við Sam- skip næst þegar þau flytja leikföngin sín á milli staða. Ég get alveg tekið undir það sjónarmið að það sé nú betra að fyrirtæki séu ekki að auglýsa í skólunum, hvað þá að verið sé að dreifa þar trúarritum sem eiga betur heima annars staðar. En þegar reglur sem eiga að „vernda“ börnin leiða til þess að þau fá ekki vörur sem gætu haft mikla þýðingu fyrir líf þeirra og heilsu, er þá ekki kominn tími til þess að breyta reglunum eða beygja fyrir almennri skynsemi? sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Colgate-vindmyllurnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Áframhaldandi starfsemiADHD-teymis Landspít-alans, þar sem fullorðnirfá greiningu og meðferð við ADHD hefur verið tryggð, en ekki hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til teymisins í fjárlaga- frumvarpi og því óvíst um fram- haldið fyrr en nú. Á fimmta hundrað fullorðnir einstaklingar frá 18 ára og fram á áttræðisaldur bíða nú eftir greiningu hjá teym- inu. Páll Magnússon sálfræðingur sem veitir teyminu forstöðu segir gríðarmikinn kostnað hljótast af því þegar ADHD sé ekki með- höndlað. Um miðjan desember biðu 477 einstaklingar eftir greiningu ADHD-teymisins. Meðalaldurinn er 30 ár, en fólkið er frá 18 ára og fram yfir sjötugt. Meðalbiðtíminn er 14-15 mánuðir. „Við höfum ver- ið í óvissu um framhaldið, hvort fjármagn fengist til að halda áfram, en nú stefnir í að gerður verði þjónustu- samningur á milli Landspít- ala og Sjúkratrygginga Ís- lands. Mér er ekki kunnugt um hversu mikið fjármagn fylgir og þar af leiðandi ekki hversu miklu teymið getur afkastað í greiningu og með- ferð,“ segir Páll. María Einisdóttir er framkvæmdastjóri geðsviðs Land- spítalans. Hún segir að Sjúkra- tryggingar Íslands vinni nú að kostnaðargreiningu fyrir teymið og greitt verði eftir afköstum þess. Margvísleg áhrif Páll segir að oft sé það stórt skref fyrir fullorðið fólk að leita sér aðstoðar teymisins. Það geti skipt sköpum fyrir daglegt líf við- komandi að fá aðstoð; margir haldist illa í vinnu og eigi í erf- iðleikum í einkalífi. Stundum er um að ræða ungt fólk sem er að komast í þrot í námi vegna erf- iðleika sem tengjast ADHD. Greiningarferlið felst fyrst og fremst í viðtölum, matslistum og upplýsingaöflun og þegar þau gögn liggja fyrir fara þau fyrir fund teymisins þar sem komist er að niðurstöðu um hvort viðkom- andi reynist vera með ADHD. Teymið býður tvenns konar með- ferðarúrræði; lyfjameðferð og hópmeðferð sem byggist á aðferð- um hugrænnar atferlismeðferðar. Sumir nýta sér þau bæði, segir Páll. Um 50% þeirra sem leita til teymisins reynast vera með ADHD. Umræðan á villigötum Páll segir umræðu um ADHD-greiningar hér á landi vera á nokkrum villigötum. Hún snúist að miklu leyti um lyfjanotkun, en sjónum sé minna beint að því hversu þjóðhagslega hagkvæmt það sé að fólk fái greiningu á röskuninni og viðeigandi meðferð í kjölfarið. Í þessu sambandi bendir hann á rannsókn, sem gerð var í Danmörku í fyrra þar sem reiknað var út hversu mikið það kostaði þjóðfélagið að meðhöndla ekki ADHD hjá fullorðnum. Hver og einn Dani, sem hafði verið greind- ur með ADHD en naut ekki með- ferðar af neinu tagi, kostaði sam- félagið að meðaltali um 150.000 danskar krónur á ári, eða rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. Við útreikningana var m.a. lagt til grundvallar að fólk með ADHD, sem ekki fær meðhöndlun er að meðaltali með lægri laun en aðrir, lægra hlutfall þeirra er á vinnu- markaði og fleiri á framfæri hins opinbera. Þá eru hlutfallslega fleiri í þessum hópi í fangelsi en meðaltal segir til um. Framtíð ADHD- teymisins er tryggð Morgunblaðið/Golli ADHD-teymið Páll Magnússon sálfræðingur veitir því forstöðu. Hann segir stefna í að nýr þjónustusamningur verði gerður um starfsemina. Engin greiningartæki eða sálfræðipróf eru til sem hægt er að nota til að staðfesta með vissu hvort ADHD sé til staðar. Í grein Grétars Sigurbergssonar á vefsíðu ADHD-samtakanna segir að til séu ýmis próf, sem gefið geti vísbendingar um að ADHD sé til staðar. „En greiningin byggist fyrst og fremst á sögu ein- staklingsins, hegðun og líðan allt frá barnæsku og fram á þenn- an dag,“ segir í grein Grétars. Þar segir ennfremur að margvísleg einkenni verði að vera til staðar til að hægt sé að greina ADHD hjá fullorðnum. Útiloka þurfi að einkennin stafi af öðrum sjúkdómum, því einkenni sem minni um margt á ADHD geti fylgt ýmsum öðrum kvillum. Margvísleg einkenni SAGA, HEGÐUN OG LÍÐAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.