Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
Í lausu lofti Dómararnir virtust harla ánægðir þar sem þeir fylgdust með Jóni Sigurði Gunnarssyni svífa í loftinu þar sem hann sýndi fimleikaatriði á Reykjavíkurleikunum í Ármannsheimilinu.
Ómar
Plötu Bjarkar,
Vulnicura, var lekið á
netið sunnudaginn 18.
janúar. Hún kom út
formlega tveimur dög-
um síðar. Helstu er-
lendu miðlar voru bún-
ir að birta dóma fyrir
þessa helgi. Morgun-
blaðið birti dóm nú á
laugardaginn og
Víðsjá og Síðdegis-
útvarpið brugðust við
með úttektum. Hingað til hef ég ekki
séð neitt mat lagt á plötuna annars
staðar, en þetta er
skrifað á sunnudags-
morgni, 25. janúar.
Illa brugðist við
Miðað við virknina í
tónlistarlífinu hérna
heima, áhugann o.s.frv.
finnst mér þessi vöntun
hið undarlegasta mál.
Sérstaklega í ljósi þess
að fljótt er hægt að
bregðast við á tækniöld
og ekki vantar vitneskj-
una hér eða skriffærn-
ina. Nú erum við með
(auk þess sem ég nefndi í upphafi)
DV, Fréttablaðið og Fréttatímann
og allir miðlarnir með vefsíður eðli-
lega. Fjöldi útvarpsrása og ein-
hverjar sjónvarpsstöðvar meira að
segja. Kjarninn og Nútíminn eru í
gangi (og Stundin brátt) og svo eru
tónlistarvefsíður eins og Rjóminn,
straum.is og albumm.is, Blær og
Kvennablaðið. Og og og hýsingar-
aðila vantar ekki. Mér liggur við að
segja að þögnin sé ærandi. Enda-
laust er skrifað um bankamál sem
enginn skilur og enginn hefur áhuga
á, rýnt er af krafti í íþróttirnar og
lagt mat á stöðuna allan sólarhring-
inn þar. En ekki í þessu tilfelli. Er
mikilvægasti tónlistarmaður Íslands
fyrr og síðar gefur út nýja plötu,
sem er ekkert venjuleg þar að auki
(sjá erlenda dóma), hafa landar
hennar, sem búa yfir mikilvægu
innsæi í list Bjarkar, ekki brugðist
við.
Hvar eru menningarrýnarnir?
Ég er ekki að tala um fréttir af
plötunni. Og ég hef átt gefandi skoð-
anaskipti um plötuna á Fésbók, bæði
á veggnum mínum og í sértækum
tónlistarhópum en það er ekki held-
ur það sem ég er að tala um. Það eitt
og sér nægir ekki. Ég er að tala um
dóma/pistla/greiningu, þar sem stig-
ið er fram og gagnrýnið mat lagt á
gripinn. Og þetta þarf ekkert að
vera langhundur eður torf. Bara
rökstuddar skoðanir, í einhverju
formi. Er hægt að kenna smæð
landsins um í þessu tilfelli? Varla,
því að smæðina tiltökum við gjarnan
til að hampa því hversu æðisleg við
séum! Mér þætti vænt um ef einhver
gæti hjálpað mér, því að ég skil þetta
ekki. Er virkilega ekki vettvangur
fyrir menningarrýna að stíga fram
og taka púlsinn á svona viðburði eins
og öðrum? Ég kalla eftir meiri
grósku, meiri skrifum og meiri
virkni hvað þetta varðar. Að þetta
fólk sýni af sér sama dugnaðinn og
listamennirnir sjálfir.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen »Er virkilega ekki
vettvangur fyrir
menningarrýna að stíga
fram og taka púlsinn á
svona viðburði eins og
öðrum?
Arnar Eggert
Thoroddsen
Höfundur er doktorsnemi í tónlistar-
fræðum við Edinborgarháskóla og
tónlistarblaðamaður.
Björk og þögnin ærandi
Nýverið var tilkynnt
að ríkið hygðist hefja
framkvæmdir við
sjúkrahótel á lóð Land-
spítalans (Lsp) við
Hringbraut á vordögum
og yrði það tilbúið eftir
þrjú ár. Af þessu tilefni
er haft eftir Stefáni B.
Veturliðasyni fram-
kvæmdastjóra hluta-
félagsins um nýbygg-
ingar spítalans, að þessu hóteli verði
komið fyrir á bílastæðum við hlið
kvennadeildarinnar … „þetta er ein-
faldasta byggingin og ein sú minnsta
sem til stendur að byggja á lóðinni“.
Af fréttinni að dæma væri það ekki
tiltökumál að byrja á þessu litla verk-
efni í framtíðaruppbyggingu spít-
alans sem væri nánast handan við
hornið.
Umgjörð þessarar fréttar vekur
athygli, ekki síst í ljósi þess að látið
er í veðri vaka að hér sé um sjálfsagt
forgangsmál að ræða og mikið fram-
faraspor fyrir alla hlutaðeigandi. Af
þessu tilefni er haft eftir heilbrigðis-
ráðherra að mikil hag-
ræðing verði af fram-
kvæmdinni sem spari
spítalanum mikla fjár-
muni: „Þetta er flókið
og stórt verk og hag-
ræðingin sem reiknuð
er inn af sjúkrahótelinu
er verulegur hluti
þeirra 2,3 milljarða
króna sem ætlað er að
spara við að sameina
sjúkrahúsið, starfsemi
þess, undir einum
hatti …“
Til að halda því til haga þá verður
þetta hótel ekkert smotterí. Fjög-
urra hæða með 77 herbergjum og
fjögur þúsund fermetrar að stærð.
Byggingakostnaður 1,5-2 milljarðar.
Til að setja þetta í samhengi við
þekktar stærðir þá er allur barna-
spítalinn rúmir 6.000 fermetrar og
Hótel Saga t.a.m. með um 200 her-
bergi. Í allri framkvæmdinni sem
fyrirhuguð er á lóð Lsp kannski ekki
svo stór hluti eða um 6% áætlaðs
byggingamagns. En á hins vegar að
standa undir 35% af meintri hagræð-
ingu við byggingu nýs Lsp að sagt er!
Nú er það svo að sjúkrahótel er
ekkert nýtt fyrirbæri. Hefur verið til
staðar um árabil. Nú rekið skv. út-
boði og á fjárreiðum Sjúkratrygg-
inga Íslands (SÍ). Heildarverðmiðinn
árið 2014 var um 102 miljónir fyrir 57
herbergi, sem talið var fullnægjandi
og Lsp nýtti um 40 herbergjanna að
jafnaði fyrir skjólstæðinga sína en
30-40% á annarra vegum. Í þessari
tölu er heildarkostnaður, þ.e. hús-
næði, fæði og þjónusta gesta hótels-
ins. Er þá eitthvað að því fyrir-
komulagi sem nú er við lýði sem
kallar á bráðar breytingar og aukin
útgjöld? Ýtarleg viðhorfskönnun sem
bráðasvið Lsp gerði á afstöðu gesta
til þjónustu sjúkrahótelsins sýnir að
97% eru ánægðir eða mjög ánægðir
og 3% eru hlutlaus en enginn er
óánægður. Jafnframt er talið að dvöl
gesta á hlýlegu hóteli utan hefðbund-
ins sjúkrahúsumhverfis geti hraðað
bata og aukið virkni sjúklinga.
Að ofansögðu er nokkuð ljóst að
bygging sjúkrahótels verður að telj-
ast hæpin yfir höfuð þó ekki nema á
fjárhagslegum forsendum einum
saman. Verið er að fara í mjög dýra
framkvæmd og stækka hótelið um 20
herbergi frá því sem nú er og nokkuð
ljóst að rekstrarkostnaður mun
aukast til muna. En hafa ber í huga
að hann er allur á forræði SÍ en ekki
Lsp.
Á þetta að vera slíkt forgangsmál
sem af er látið? Hvernig á þessi
bygging að geta skilað 35% af hag-
ræðinu við nýjan Lsp?
Ýmis þjónusta Lsp er í dag ekki
ásættanleg eða er einfaldlega ekki til
staðar. Þar er af ýmsu að taka. Nú
ber að halda því til haga að stjórnvöld
hafa nú hafið endurnýjun fyrirliggj-
andi tækja skv. áætlun þar um og er
það vel. En „nýjungar“ sem í ná-
grannalöndum okkar þykja sjálf-
sagðar og raunar hversdagslegar
hafa setið á hakanum og er ekki ætl-
að að gagnast íslenskum sjúklingum
á næstunni. Hér má nefna dæmi af
handahófi. Krabbameinssjúklingar
mega t.d. búa við þá staðreynd að
ekki er til á landinu, og verður ekki á
næstu árum, jáeindaskanni (pet-
skann) sem bætir greiningu krabba-
meina og eftirfylgni krabbameins-
meðferða til muna. Útvaldir fá þó að
fara til Köben í þetta skann. Jáeinda-
skanni greinir mun betur en venjuleg
sneiðmynd úrbreiðslu krabbameina
og stuðlar þannig að markvissari
meðferð en ella (skurðaðgerð, geislar
eða lyfjameðferð), sjúklingum til
ómældra hagsbóta. Slíkt tæki með
húsakosti er talið kosta svipaða fjár-
hæð og fyrirhugað sjúkrahótel og
mætti auðveldlega koma fyrir við K-
byggingu Lsp á skömmum tíma, ef
vilji er til, í stað nýrrar innkeyrslu á
svæðið eins og nú er unnið að.
Væri nú ekki nær að að nýta fjár-
muni skynsamlegar en með nýju
sjúkrahóteli. Til að mynda með jáein-
daskanna? Þannig væri hægt að
koma fjármagni fljótt og vel til vinnu
með miklum ábata þeirra sem í hlut
eiga. Það þarf ekki að bíða eftir nýj-
um Lsp til að koma þessu á koppinn.
Núverandi áætlun er í raun ólíðandi
og engum til framdráttar.
Eftir Stefán E. Matt-
híasson » Væri nú ekki nær að
að nýta fjármuni
skynsamlegar en með
nýju sjúkrahóteli, til að
mynda með jáeinda-
skanna?
Stefán E. Matthíasson
Höfundur er læknir og formaður
Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.
Sjúkrahótel – skynsamleg forgangsröðun?