Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
Á liðnu ári fékk
Íþrótta- og ólympíu-
samband Íslands Nor-
rænu lýðheilsuverð-
launin. Norræna
ráðherranefndin og
Norræni lýðheilsuhá-
skólinn veita verðlaunin
og markmiðið með
þeim er að vekja athygli
á mikilvægu starfi í
þágu heilbrigðis og vel-
líðunar á Norður-
löndum. Þetta er viðurkenning fyrir
hvatningu til hreyfingar og mörg
verkefni til að auka hreyfingu ung-
menna og almennings og má í því
sambandi t.d. nefna starf sér-
sambandanna og íþróttafélaga,
Kvennahlaupið, Lífshlaupið, Hjólað í
vinnuna, Ísland á iði, Hjólað í skólann
og Gengið í skólann.
Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands hefur unnið ötullega að því að fá
unga sem aldna til þess að hreyfa sig.
Með því móti hefur ÍSÍ unnið gegn
vandamálum sem sækja að nútíma-
mönnum vegna breytinga á störfum
og lifnaðarháttum. T.d. þaulsetu í
skóla, við vinnuborð, á fundum, við
tölvur og síðast en ekki síst í sófanum
við sjónvarpið.
Starf ÍSÍ, sérsambanda þess og
íþróttafélaga, hvetur til átaka og
hreyfingar, sérstaklega
þá sem yngri eru. Al-
menningsíþróttasvið
ÍSÍ hefur séð til þess að
sú hvatning nái til ann-
arra aldurshópa.
Ábendingin: „Hreyfðu
þig hálftíma á dag heils-
unnar vegna“ á fullan
rétt á sér. Með auknum
rannsóknum hefur ótví-
rætt komið í ljós hve
hreyfing er mikilvæg og
að henni fylgir oft
heilsubót og langlífi.
Full ástæða er því til að
hvetja menn og konur til að hreyfa
sig. Afstaða landsmanna til þeirra
sem hreyfa sig hefur einnig mikið
breyst á undanförnum árum og ára-
tugum og á ÍSÍ ríkan þátt í þeirri við-
horfsbreytingu.
Ég minnist þess, þegar ég fyrir
hálfri öld var ungur maður, að þá var
viðhorfið á annan veg. Ég starfaði þá
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur á
efstu hæð í Hafnarhúsinu í Reykja-
vík. Dag nokkurn mætti ég hlaupandi
manni í íþróttagalla í Tryggvagöt-
unni, sem varla þætti frásagnarvert í
dag. Ég var að furða mig á þessum
hlaupara þegar ég fór inn í lyftuna í
Hafnarhúsinu. Í sama mund kom inn
í lyftuna góðborgari nokkur, sem ég
kannaðist vel við. Á leiðinni upp lét
hann dæluna ganga: „Á ýmsu getur
maður átt von. Að æfa hlaup í
Tryggvagötunni, ekki nema það þó.
Geta þessir íþróttamenn ekki skilið
að gangstéttir eru til að ganga á? Af
hverju geta þeir ekki notað Melavöll-
inn til æfinga? Hann var byggður til
þess að æfa hlaup og aðrar íþróttir.
Að leggja Tryggvagötuna undir sig
fyrir íþróttaæfingar, ekki nema það
þó.“ Að svo búnu opnuðust lyftudyrn-
ar og við stigum út. Hann að sinna er-
indi sínu hjá heimtaugaafgreiðslu RR
en ég hélt á minn vinnustað. Mér
gafst því aldrei tækifæri til að svara
þessum ágæta manni. Ef til vill er það
þess vegna sem ræða hans er mér
minnisstæð. En í hreinskilni sagt
vissi ég ekki hvernig ætti að svara.
Viðhorfin voru önnur þá.
Sem fyrrv. sjálfboðaliði í íþrótta-
starfi hjá ÍA og ÍSÍ gleðst ég yfir
þessari viðurkenningu. Ég óska
Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands
til hamingju með að hafa fengið Nor-
rænu lýðheilsuverðlaunin. Jafnframt
vona ég að ÍSÍ haldi áfram að fá bæði
unga og aldna til að hreyfa sig.
Hamingjuóskir til Íþrótta-
og ólympíusambands Íslands
Eftir Magnús
Oddsson » Ábendingin:
„Hreyfðu þig
hálftíma á dag heils-
unnar vegna“ á fullan
rétt á sér.
Magnús Oddsson
Höfundur er fyrrv. formaður ÍA og
fyrrv. varaforseti ÍSÍ.
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar?
Leyfðu okkur að aðstoða!
S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is
Tengjum heimabíóið
Setjum upp þráðlaust net
Standsetjum nýju tölvuna
Tengjum saman ólíkar græjur
Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin
Lagnavinna á heimilinu
...og margt, margt fleira!
Hvað gerum við?
TÆKNISVEITIN
til þjónustu reiðubúin!
Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin
upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin
saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.
Athyglisvert viðtal
við Odd Sigurðsson
birtist í Mbl. 23.1. Þar
fjallar jöklafræðingur-
inn um jökla og lofts-
lag. Ef borið er saman
við grein eftir bóndann
Pétur Guðvarsson 15.1.
þá er grein Péturs rök-
fastari, en grein Odds
með réttari forsendur.
Raunar eiga mælingar
jöklafræðinga okkar mikið hrós skil-
ið. Villan í forsendum Péturs er að
geislar sólar hafi ekki áhrif á hita
loftsins og að jörðin sendi ekki frá
sér hitageisla. Villa í forsendum þarf
ekki að trufla rökfærslu, en getur
vissulega skemmt niðurstöður. Sjón-
armið Péturs má þó skilja. Þótt mæl-
ingar eðlisfræðinga á geislun séu
aðdáunarverðar, þá er þekking
þeirra á geislun mjög léleg. Skiln-
ingur á því hvernig (ekki hvort) efnið
gleypir geisla eða sendir þá frá sér er
nánast enginn. Þetta hangir saman
við það að við vitum ekkert um hreyf-
ingu öreindanna í frumeindinni né
heldur hvernig rafsegulsvið þeirra er
og breytist. Við mælum hitastig og
látum það nægja til að meta gróflega
hreyfingu eindanna í
efninu. Hiti og varma-
orka eru hinsvegar
gölluð hugtök almennt
séð, þótt þau séu mjög
nytsöm við venjulegar
aðstæður.
Hugmynd Odds um
að hæð snælínu ákvarði
magn jökuls, það aukist
þegar snælínan færist
neðar, þarf ekki að vera
rétt. Ef meðalhiti
eykst, þá eykst úr-
koma, sem fellur mest sem snjór ofan
við snælínu og jökull þykknar, en
snælínan gæti jafnvel hækkað vegna
meiri bráðnunar á jaðrinum. Þetta
útskýrir einkennilega hegðun
Drangajökuls. Svo er það annað mál
á hvaða svæði úrkoman fellur á
hverjum tíma, þá værum við komin í
verulega flókið umræðuefni.
Eftir Halldór I.
Elíasson
» Villa í forsendum
þarf ekki að trufla
rökfærslu, en getur
vissulega skemmt
niðurstöður.
Halldór I. Elíasson
Höfundur er stærðfræðingur.
Loftslagið
Margt bendir til að
raforkuvinnsla með
jarðhita muni eiga í
vaxandi erfiðleikum.
Orsökin er að orku-
forðinn í háhitakerf-
unum hefur oftar en
ekki reynst minni en
vonast var til. Orsakir
þessa eru æði flóknar
og þeirra virðist þurfa
að leita dýpra í iðrum
jarðar en núverandi borholur ná.
Flestar jarðhitavirkjanir sækja
orkuna á 1-3 kílómetra dýpi. Margir
fagmenn eru þeirrar skoðunar að
hagkvæmt muni verða að sækja
orkuna dýpra, jafnvel á 5 km dýpi.
Um þetta snýst rannsóknarverk-
efnið IDDP1) , ein slík hola hefur ver-
ið boruð í Kröflu og nær hún niður í
kviku á um 2 km dýpi. Holan gefur
mikla gufuorku en ekki hefur tekist
að virkja hana vegna óhreininda í
gufunni.
Fram að þessu hefur verið talið að
háhitakerfin væru stór, nokkrir fer-
kílómetrar að flatarmáli og inni-
héldu ógrynni vatns. Fyrir 6-10 ár-
um voru um fjórar virkjanir í bígerð
á svæðum sem hugmyndir voru um
meðal bjartsýnismanna, að stæðu
léttilega undir allt að 600 MW raf-
orkuvinnslu í 25-40 ár. Í dag setja
menn markið mun lægra, enda ýms-
um spurningum ósvarað um hvernig
útvega skuli gufu til raforkuvinnslu
úr háhitasvæðum þannig að hag-
kvæmt geti talist. IDDP-rannsókn-
arverkefnið er liður í þessari við-
leitni.
Virkjaðar jarðhita-
holur standa í vatni eða
gufupúða, en sameig-
inlegt með þeim flest-
um er að orka þeirra
dalar vegna þrýsti-
minnkunar. Ef ástæðan
er útfelling kísils í hol-
unni má bora nýjar hol-
ur, en ef þrýstingurinn í
jarðhitakerfinu dalar
niður fyrir það sem vél-
arnar krefjast og þá
verður svæðið ónothæft um þó nokk-
urn tíma. Stundum eru boraðar nið-
urdælingarholur sem eiga að bæta
jarðlögunum upp það vatn sem hinar
borholurnar blása upp, en það
bregst ef ekki er nægt innstreymi
varma annars staðar frá.
Vandamálið virðist vera það, að
orkuforði þeirra vatnsgeyma sem
borað er í er hreinlega minni en áður
var talið. Hinn raunverulegi orku-
forði sem getur staðið undir áratuga
framleiðslu í stórvirkjun er ekki í
þessum vatnsgeymum, heldu dýpra í
rótum jarðhitakerfanna þar sem
kvikan mætir fasta berginu, en þar
er bara hiti, nánast ekkert vatn.
Þessi mál voru til umræðu hjá ís-
lenska jarðhitaklasanum GEORG2),
en þar kom fram að flöskuhálsinn í
jarðhitavinnslunni væri mjög líklega
flutningur orkunnar frá rótunum
upp í vatnsforðann þar sem afla má
svo hreinnar gufu, að henni megi
hleypa beint inn á vélar þegar vatnið
hefur verið skilið frá.
Skýringarmyndin sýnir þetta að
hluta. Borholur eru ekki sýndar, en
þær mundu enda einhverstaðar þar
sem bláu örvarnar eru. Ef einhver
tregða er á orkuflutningnum frá rót-
unum (rauðar) gerist annað af
tvennu, vatnið kólnar eða forðinn
tæmist og orkuforðinn dalar með
tímanum. Að forðinn dalar eru engin
ný sannindi, en það gerist hraðar en
vonir stóðu til. Það aftur á móti þýð-
ir væntanlega að orkuflutningurinn
er meira bundinn sprungukerfi
bergsins en eiginlegri holrýmd
geymisins. Örugg aðferð til að bæta
úr þessu liggur ekki fyrir.
Þessi staða er hugsanlega farin að
hafa áhrif á raforkuvinnsluna. Þann
12.1. 2015 birtist í Morgunblaðinu
grein um að raforkan væri að verða
uppseld. Talið er að aukningu á al-
mennum markaði sé um að kenna.
Breyting á framleiðslutölum 2012-
2013 sýnir hinsvegar að stóriðjan er
að aukast, ekki almenni markaður-
inn. Á sama tíma eykst raforkufram-
leiðsla með jarðhita nánast ekki
neitt. Spurningin er þá, eru raforku-
framleiðendur sem ekkert vatnsafl
hafa, að draga úr framleiðslu á al-
mennan markað til að framleiða upp
í stóriðjusamninga? Landsvirkjun
þarf þá að taka þetta álag í staðinn.
Slíkt kemur fram sem aukning á al-
mennum markaði hjá Landsvirkjun.
En burtséð frá þessu þá er áhætt-
an við öflun raforku úr jarðhita
meiri en talið var og mun það óhjá-
kvæmilega leiða til verulegs kostn-
aðarauka við raforkuvinnslu með
jarðhita umfram það sem ætlað var
þegar 600 MW vonin sem áður var
minnst á var uppi. En hvaða orkuöfl-
unartækni skal beita og hver kostn-
aðaraukinn verður liggur ekki fyrir.
1) http://en.wikipedia.org/wiki/Ice-
land_Deep_Drilling_Project,
2) http://georg.hi.is/efni/geothermal-deep-
roots
Raforkuvinnsla með jarðhita
Eftir Jónas
Elíasson
Jónas Elíasson
» Vandamálið virðist
vera það, að orku-
forði þeirra vatnsgeyma
sem borað er í, er hrein-
lega minni en áður
var talið.
Höfundur er prófessor.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Aukablað
alla þriðjudaga