Morgunblaðið - 26.01.2015, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
hegðun þeirra. Þetta hefur færist
meira yfir á samfélagsgerðina, stofn-
anirnar, við reiðum okkur því minna á
ágæti einstaklinganna.“
Minnkar þannig samkennd milli
fólks?
„Á því er ákveðin hætta og brýnt að
leggja áherslu á slíkt í uppeldi og
menntun. Samkennd og samhjálp er
almennt sterkari í smærri sam-
félögum þar sem fólk þekkist. Í borg-
um er samkennd og samskipti fólks
ópersónulegri. Það hefur bæði kosti
og galla. Að vera útundan í þéttu sam-
félagi er erfiðara og einnig að eiga
einkalíf í friði fyrir öðrum. Hin þéttu
tengsl geta aftur á móti verið ánægju-
leg og gefandi. Borgarsamfélagið er
ópersónulegra en þar ríkir oft meira
umburðarlyndi og fjölhyggja. Um
samkenndina vitum oft ekki fyrr en
eitthvað gerist. Í snjóflóðum upplifum
við til dæmis samkennd þjóðarinnar
mjög sterkt.“
Hvað finnst þér um trúarbragða-
deilur sem nú örlar á?
„Ýmis ágreiningsefni koma upp í
fjölmenningarsamfélagi, sem er mikil
áskorun í okkar samtíma og við þurf-
um auðvitað að læra að takast á við.
Þar vil ég nefna til samræðusiðfræði
og leikreglur. Við komum úr ólíkum
áttum með ólíkan menningarlegan og
trúarlegan bakgrunn. Hvernig getum
við mæst og sameinast um grundvall-
arleikreglur sem við öllu virðum? –
Og jafnframt staðið vörð um ólíka
menningarlega þætti sem við þurfum
að læra að lifa sameiginlega með.“
Umbrotatímar hafa verið undan-
farin ár. Hefur lýðræðið styrkst eða
veikst?
„Svarið er bæði já og nei. Ég tók
þátt í rannsókninni á orsökum hruns-
ins. Í áttunda bindi siðfræðihópsins
segir að þó að við verðum að muna að
tilteknir einstaklingar hafi brugðist
illilega, þá sé mun mikilvægara að
horfa á það sem við köllum lýðræðis-
lega innviði. Í lýðræðislegu samfélagi
okkar hefði mátt vænta viðnáms við
því sem gerðist. Svo sem auðsöfnun á
hendur fárra og stórra fyrirtækja-
samsteypa, miðað við smæð sam-
félagsins. En það var hvergi raun-
verulegt viðnám við þessari þróun.
Er við ræddum við ritstjóra og fjöl-
miðlamenn sögðu þeir: „Við kunnum
á samskiptin við stjórnmálamenn en
ekki á viðskiptavaldið. Það kom að
okkur úr allt öðrum áttum og með allt
öðrum hætti, svo sem boðum, styrkj-
um og vinsemd. Mikið áhyggjuefni er
að menn hafa ekki verið á varðbergi
gegn valdi fjármála- og viðskiptalífs-
ins. Ekki aðeins hvernig allt gerðist
heldur hvernig því var leyft að gerast.
Þar var ekki pólitískt viðnám.“
Bankamenn fengu
nánast frítt spil
Áttu svör við af hverju fór sem fór?
„Ég held að þetta eigi sér rætur í
pólitískri hugmyndafræði, sem ekki
var bara hér heldur víða um lönd.
Tala má um afskiptaleysi. Til eru
athyglisverðar skýrslur frá Við-
skiptaráði þar sem gert er verulega
lítið úr ríkinu og fram kemur að láta
þyrfti sem mest í hendur einkaaðila.
Þar ríkti ákveðin trú á að það myndi
skila okkur betra samfélagi. En það
gekk ekki. Þarna voru auðvitað líka
ákveðnar hagfræðilegar hugmyndir.
Þetta var flókið samspil. Gerð var
ákveðin tilraun, og sums staðar höfðu
menn meiri burði til þess að gera
þessar tilraunir en annars staðar.
Íslenskt samfélag er mjög lítið og
engin reynsla var af bankastarfsemi
af þessu tagi. Reynslulitlir banka-
menn fengu nánast frítt spil. Lausn-
arorðið var frelsi – frelsi í mjög sér-
stakri merkingu – frelsi sem afskipta-
leysi. Ekki var hugað að því sem þarf
að gera þegar frelsi er til umræðu –
samspilinu við ábyrgð og eftirlit.
Eftirlit mátti ekki vera íþyngjandi,
Guðrún Guðlaugsdóttir
gudrunsg@gmail.com
Í Hannesarholti við Grundarstíg
verður í kvöld málþing í tilefni af út-
gáfu bókarinnar Hugsmíðar eftir Vil-
hjálm Árnason, prófessor í heim-
speki. Erindi um efni bókarinnar
flytja Bryndís Valsdóttir, Geir Sig-
urðsson og Þorgeir Tryggvason og
lagðar verða spurningar fyrir Vil-
hjálm um vanda og verkefni íslensks
lýðræðis og helstu siðferðilegu úr-
lausnarefna samtímans.
„Þetta er í rauninni ritgerðasafn,
úrval þess sem að ég hef fengist við
eftir að ég varð prófessor við Háskóla
Íslands,“ segir Vilhjálmur Árnason.
„Umfjöllunarefnin eru viðfangs-
efni úr íslensku samfélagi. Í fyrsta
hluta bókarinnar er fjallað um sið-
fræði og félagslega heimspeki,
áherslur sem eru mikilvægastar út
frá fræðilegu sjónarmiði. Í öðrum
hlutanum um lýðræðismál, hvaða
skilning sé vænlegast að leggja í lýð-
ræði og lýðræðistilraunir okkar í
samfélaginu á síðustu áratugum. Í
síðasta hlutanum eru svo ýmis mál
sem hafa verið áberandi í íslenskri
umræðu.
Í ástundun heimspeki á Íslandi vill
maður ekki loka sig af í sínum fræð-
um. Þegar fengist er við siðfræði, fé-
lagslega heimspeki og stjórnmála-
heimspeki er gagnlegt að láta reyna á
hugmyndir sínar í glímu við þau mál
sem veruleikinn færir manni. Ég hef
haft þessa löngun og áhuga á siðfræði
frá unga aldri. Ég er úr sjávarplássi,
Neskaupstað. Þar ólst ég upp, byrj-
aði átta ára að beita og um árabil var
ég á handfærum með föður mínum.
Eftir stúdentspróf á Laugarvatni
fór ég í bókmenntir og heimspeki.
Kristján Árnason kennari vakti
áhugann en ég fann fljótlega að
heimspekin átti betur við mig. Ég féll
fyrst fyrir tilvistarheimspeki en síðar
fór ég að hugsa meira um félagsleg
og þjóðpólitísk málefni. Þegar ég
kom hingað til Íslands eftir nokkurra
ára nám í Bandaríkjunum fór ég að
kenna og hef sinnt því síðan ásamt
fræðistörfum.“
Telur þú að siðferði á Íslandi hafi
hrakað?
„Ég tel, án þess að styðjast við
rannsóknir, að það séu ákveðnar sið-
ferðilegar framfarir í samfélaginu,
þ.e. við erum stöðugt að verða með-
vitaðri um aukinn rétt minnihluta-
hópa. Minni áhersla er nú t.d. en áður
á dyggðir einstaklinga og ábyrga
talað var um eftirlitsiðnað og gegn
þeim mikilvægu stofnunum sem í
raun þjónuðu almannahagsmunum.
Svo sem Fjármálaeftirliti og Sam-
keppnisstofnun. Þær þóttu fyrir í
svona andrúmslofti.
Eftir hrun skapaðist mikið van-
traust á stjórnmál og á lýðræðis-
skipulagið eins og það hafði verið. Við
höfum löngum iðkað lýðræðið þannig
að borgararnir séu virkir á fjögurra
ára fresti í kosningaþátttöku.
Við glatað traust kom áhersla á
beina lýðræðið, þátttökulýðræðið.
Mitt mat er að þessar lýðræðis-
tilraunir hafi að verulegu leyti mis-
tekist. Lýðræðisáhugi íslensks al-
mennings er ánæguleg auðlind sem
vel þarf að fara með. Þess vegna er
að vissu leyti sorglegt hvað lítið hefur
komið út úr þessum tilraunum.
Meginskýringin er að beint lýð-
ræði er mjög vandmeðfarið. Auðvitað
er hægt að hópast saman en við erum
með fulltrúalýðræði og viljum ekki
leggja það af. Huga þarf vel að
tengslunum þarna á milli. Ég tel
þroskavænlegra að þátttökulýðræði
sé ekki of atkvæðamiðað. Of mikil
áhersla er nú á að við verðum að
kjósa oftar og vera með þjóðar-
atkvæðisgreiðslur.
Margar leiðir eru til að þroska
ákvarðanir. Oft er talað um borgara-
ráð, sem eru þá skipuð borgurum og
fagfólki. Ýmsar leiðir eru til þess að
hugsa mál í samráði við borgaranna.
Aðalmarkmiðið er þá að auka sáttina
og vitið hjá mönnum og virkja borgar-
ana betur til þess að hugsa málin.
Einnig hvernig við getum betur dreg-
ið hina kjörnu fulltrúa til ábyrgðar.“
Erum við stödd á mótunartímum?
„Já, og það er mjög stutt frá hruni.
Náttúrlega er þekktur frasi að
kreppa feli í sér tækifæri. Gagnlegt
getur verið fyrir einstaklinga að lenda
í lífskreppu og ná að vinna sig út úr
henni. Einstaklingur getur fundið
ýmsar leiðir, en þegar heilt þjóðfélag
upplifir kreppu þá er afskaplega erfitt
að nýta tækifærin sem skapast. Meðal
annars vegna þess að hinir andstæðu
hagsmunir skerpast líka.“
Er mismunun fólks hér verulegt
áhyggjuefni?
„Já, og dæmi um slíkt er kvótakerf-
ið, sem að mínu mati er ranglátt. Ég
kem að vísu úr sjávarplássi, sem kom
vel út úr kvótamálunum eins og það
stendur núna. En skoðum málið nán-
ar. Hvað gerðist við upptöku kvóta-
kerfisins? Skipseigandinn, útgerðar-
maðurinn einangraðist frá því
þéttriðna neti sem skapað hafði hon-
um skilyrði til atvinnureksturs. Að
vissu leyti skapað hann atvinnuskil-
yrði en það var heilt samfélag sem
gerði honum kleift að stunda sína út-
gerð. Með tilkomu kvótakerfisins var
eigandinn aðskilinn þessu neti og gat
meira að segja flutt sína starfsemi
burt og skilið sitt gamla samfélag eft-
ir. Þarna er hróplegt ranglæti út frá
klassískum kenningum um eignar-
rétt. Það er; fólk hefur lagt vinnu sína
í eitthvað sem það á svo réttmætt til-
kall til. Sjávarsamfélögin í heild skapa
þann grundvöll sem til þarf og það er
Þurfum að byggja traust
Ef við segjum ófarir okkar öðrum að kenna erum
við nánast sem pólitísk heild að laumast undan ábyrgð
»Ég er úr sjávar-plássi, Neskaupstað.
Þar ólst ég upp, byrjaði
átta ára að beita og um
árabil var ég á hand-
færum með föður mín-
um.
Glamox Luxo
er leiðandi framleiðandi
LED lýsingarbúnaðar
og býður heildarlausnir fyrir
skrifstofuhúsnæði
Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum,
lýsingahönnuðum og arkitektum
Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta
meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi.
www.reykjafell.is