Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 32
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 26. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Fyrirsæta olli usla stuttu eftir ...
2. Nýir tímar undir stjórn ...
3. Stormur stefnir á landið
4. Íslendingar ótrúlega indælir
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Myndlistarmaðurinn Bjarki Braga-
son heldur fyrirlestur í dag kl.12:30 í
myndlistardeild Listaháskóla Íslands,
Laugarnesvegi 91. Hann mun fjalla
um verk sín og vinnuaðferðir, en í
verkum sínum skoðar Bjarki hug-
myndir um tíma, breytingar, tungu-
mál, fornleifafræði og byggð rými.
Hann hefur rannsakað ímyndir í
gegnum sögur einstaklinga, staða og
bygginga sem á einhverjum tíma-
punkti verða lýsandi fyrir pólitískar
breytingar og sviptingar. Undanfarið
hefur hann skoðað tímabilarugling í
rústum módernískra bygginga, út-
dauðra plantna og náttúrulegra
fyrirbæra.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku,
aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Rannsakar ímyndir
í gegnum sögur
Rýmið milli gamalla
bréfa og bókar
Erla Hulda Halldórsdóttir sagn-
fræðingur heldur fyrirlestur á
morgun, þriðjudag, kl. 12.05 í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Í fyrirlestrinum verður rætt um
ferð sagnfræðingsins til fortíðar og
stöðu hennar sjálfrar í rannsókn-
inni, um samtvinnun tilfinninga og
fræða, fortíðar og samtíðar. Um það
sem gerist í rýminu milli
gamalla bréfa í kassa og
bókar, ævisögunnar. Ein
kenning er sú að ævi-
söguritarar verði ást-
fangnir af viðfangsefni
sínu sem fellur svo
oft af stallinum
þegar á rannsókn
líður, því aðdáun-
in getur breyst í
óbeit.
Á þriðjudag Suðlæg átt, 5-13 m/s með skúrum og síðar éljum, en
hægari og þurrt NA- og A-lands. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag Norðaustan hvassviðri og snjókoma á Vestfjörðum,
en mun hægari breytileg átt og él annars staðar. Frost 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 8-15 og lítilsháttar él, en suðlægari
síðdegis með slyddu og síðar rigningu á S- og V-landi og hlýnar.
VEÐUR
„Það er mjög gott að vera
þarna, en það er mikil bar-
átta við liðin þarna í kring
enda hef ég aldrei spilað í
deildinni svona jafnri þann-
ig að maður leyfir sér ekk-
ert að slaka á. Það eru það
mörg lið sem eru að berjast
um þessi sæti og allt getur
gerst,“ segir Íris Björk Sím-
onardóttir markvörður
Gróttu um hnífjafna barátt-
una á Íslandsmóti kvenna í
handknattleik. »7
Deildin aldrei
verið svona jöfn
Um helgina lauk áttundu Reykjavík-
urleikunum, en þeir hafa staðið síð-
ustu tíu daga og keppni í hinum ýmsu
íþróttagreinum farið fram víðs vegar
um borgina. Viðmælendur Morgun-
blaðsins eru á einu máli um að vel
hafi til tekist og áhugi á einstökum
greinum aukist. »8
Viðburðaríkir Reykja-
víkurleikar að baki
„Við erum fyrirfram taldir líklegri til
þess að vinna, en gegn íslenska
landsliðinu er ekkert gefið fyrirfram.
Við verðum að hitta á okkar besta
leik til þess að vinna. Liðið sem hittir
á betri dag vinnur. Liðin þekkja hvort
annað mjög vel, bæði veikleika og
kosti hvors annars,“ segir Hans Lind-
berg, Íslendingurinn í danska lands-
liðinu í handknattleik. »2
Ekkert gefið gegn
Íslandi fyrirfram
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Við erum fyrst og fremst að vinna
í því að láta knattspyrnufólk nota
fæturna rétt,“ segja Þór Hinriks-
son og Jón Karlsson knattspyrnu-
þjálfarar og eigendur Batta sem
bjóða knattspyrnumönnum og kon-
um upp á einkaþjálfun í knatt-
spyrnu. Hjá Böttum er sérstök
áhersla lögð á sendingar og mót-
töku á bolta og notast er við sér-
smíðaða sendingabatta.
Í nútíma knattspyrnu eru gerðar
meiri kröfur um að leikmenn, hvort
sem þeir eru varnar-, miðju- eða
sóknarmenn, búi yfir mikilli tækni,
fyrsta snerting þeirra sé góð og að
sendingar séu fastar og nákvæmar.
Þór, sem hefur reynslu af þjálf-
un í Hollandi, segir einmitt að
mestu viðbrigðin sem íslenskir
leikmenn verða fyrir í atvinnu-
mennsku séu móttaka boltans og
sendingar.
„Kosturinn við battana er að því
fastar sem þú sendir á þá því fast-
ari sendingu færðu til baka. Þá er
móttakan meira krefjandi.“
Ekki hægt að vera úti
Þór og Jón segja að aðstaðan í
Engihjallanum sé fyrsta flokks og
það hafi verið staðfest þegar
Bjarki Gunnlaugsson, fyrrum
landsliðs- og atvinnumaður og nú
umboðsmaður, kom með þrjá hol-
lenska umboðsmenn frá PSV, AZ
Alkmaar og Groningen í heimsókn.
Urðu Hollendingarnir dolfallnir
yfir aðstöðunni.
„Við fórum í fyrra með annan
flokk kvenna Vals til Spánar og
æfðum við toppaðstæður. Þegar
við komum heim voru fyrstu
fimm dagarnir í júní frábærir og
engin plön um að hafa þetta
inni. En síðan rigndi rest-
ina af sumrinu og á
endanum sögðum við:
„Þetta er ekki hægt,“ og fórum að
leita að hentugu húsnæði sem við
fundum hér í Engihjalla. Hér líður
okkur vel í hitanum,“ segja þeir fé-
lagar.
Hugmyndin að einstaklingsmið-
aðri knattspyrnuþjálfun er ekki ný
af nálinni hjá Þór.
„Hugmyndin fæðist fyrir löngu.
Fyrir nokkrum árum settist ég svo
niður með Jóni og þá tókum við
spjall. Veltum því fyrir okkur hvað
fótboltamenn væru að gera mestan
hluta af leiknum. Niðurstaðan var
að þeir eru að senda bolta og taka
á móti boltanum. Þetta vantar
uppá hjá mörgum og við erum að
taka við strákum og stelpum frá
níu ára aldri og upp í þrautreynda
úrvalsdeildarleikmenn.“
Rigningin færði okkur inn
Vilja að knatt-
spyrnumenn noti
fæturna rétt
Morgunblaðið/Þórður
Fjórir góðir Þór Hinriksson knattspyrnuþjálfari með Einari Karli leikmanni úr Val sem var á æfingu þegar
Morgunblaðið bar að garði, Jón Karlsson og Hörður Sveinsson leikmaður Keflavíkur í borgaralegum klæðum.
Einn af fyrstu viðskiptavinum
Þórs og Jóns var Hólmbert Aron
Friðjónsson sem skoraði sitt
fyrsta landsliðsmark gegn
Kanada í síðustu viku.
Hólmbert hefur tekið gríð-
arlegum framförum og bætt
sig með hverju árinu. Saga
Hólmberts er í raun merkileg
því hann var ungur efni-
legur leikmaður HK,
skipti yfir í Fram
og fór þaðan í atvinnumennsku til
Glasgow Celtic í Skotlandi. „Ég
byrjaði að vinna með Þór og Jóni
í upphafi árs 2013 og allt þangað
til ég gerðist atvinnumaður.
Battaæfingarnar hjálpuðu mér
mjög mikið, fótavinnan varð
hraðari og fyrsta snertingin betri.
Allt leiddi þetta til þess að ég átti
gott tímabil og draumurinn um
atvinnumennsku varð að veru-
leika.“
Sá fyrsti nú landsliðsmaður
HÓLMBERT ARON FRIÐJÓNSSON
Hólmbert Aron
Friðjónsson