Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur 7.900 kr. Str. 40-56 Áform eru um uppbyggingu ferða- mannaaðstöðu við Reykholtslaug í Þjórsárdal í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Um er að ræða veitinga- aðstöðu og gistingu og auk þess yrði sund- og baðaðstaða bætt sem þar er fyrir. Þetta kemur fram í fundar- gerð hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Reykholtslaug er í eigu Skeiða- og Gnúpverjahrepps en félagið Þjórs- árdalslaug ehf. er með leigusamning um Reykholtslaug til ársins 2022. Fulltrúar Þjórsárdalslaugar ehf., þau Reynir Hjálmarsson og Ragn- heiður Björk Sigurðardóttir, hafa óskað eftir að fá að leigja meira land á svæðinu í kring en það er forsenda fyrir fyrirhuguðum rekstri. Svæðið líka þjóðlenda „Við munum gera leigusamning um landið. Það þarf einnig að eiga við forsætisráðuneytið um tilskilin leyfi því svæðið er líka þjóðlenda,“ segir Kristófer A. Tómasson, sveit- arstjóri Skeiða- og Gnúpverja- hrepps. „Við fögnum því að unnið er að uppbyggingu á svæðinu. Ef við töl- um um laugina sérstaklega þá er þetta einstakt gullegg sem hefur ekkert verið nýtt. Þarna er nóg af heitu vatni, rafmagn er komið að svæðinu og við viljum að einhverjir fari að nýta þetta. En fjöldamargar náttúruperlur eru þarna í kring,“ segir Kristófer. „Það er vilji hjá sveitarfélaginu að hrinda þessu í framkvæmd en samt mun sveitarfélagið gera ákveðnar kröfur um að þetta verði byggt upp af metnaði,“ segir Kristófer. Hann segir boltann vera í höndum leigutakanna um að útfæra hug- myndina betur, senda tilskilin gögn og leggja þau fyrir skipulagsnefnd og sveitarstjórn þegar búið er að fullvinna þau. Það er viðbúið að þetta taki þónokkurn tíma. Byggð í kringum 1970 Reykholtslaug var byggð í kring- um 1970 af starfsmönnum Búrfells- virkjunar. Landsvirkjun átti hana fram til ársins 2010 en þá eignaðist sveitarfélagið hana. Laugin hefur ekki verið opin reglulega frá því sumarið 2012 og hefur henni ekkert verið haldið við síðan, að sögn sveit- arstjórans. thorunn@mbl.is Reykholtslaug Reykholtslaug Grunnkort/Loftmyndir ehf. Uppbygging við Reykholtslaug  Laugin byggð árið 1970 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í Þjórsárdal Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal að vetrarlagi. Atli Vigfússon Laxamýri „Kúabúskapur er ögrandi verkefni og auðvitað er vinnudagurinn oft langur, eða frá því kl. 7 á morgnana og fram yfir kl. 10 á kvöldin. En þetta er skapandi og skemmtilegt starf sem ég verð í áfram og það er alltaf gaman að framkvæma.“ Þetta segir Sigurður Ingólfur Arnarson, bóndi á Lækjamóti í Kinn í Þingeyjarsveit, en þessa dagana er hann að taka í notkun glænýtt geld- neytafjós sem hann hóf byggingu á sl. haust og nú er allt að verða tilbúið. Árið 2003 var fjósi og hlöðu á Lækjamóti breytt í lausagöngufjós fyrir 50 kýr en þar sem aðstaða fyrir geldneytin var ekki nægileg fannst Sigurði að tími væri kominn á að laga til enda hugur í kúabændum. Nýja álman er á fjórða hundrað fermetrar og mun rúma 120-140 kálfa, kvígur og naut, en Sigurður setur á alla gripi og framleiðir ungn- eytakjöt samhliða mjólkurfram- leiðslunni. Hollenskt hús Húsið er hollenskt og er keypt frá Landstólpa ehf. sem hefur sérhæft sig í landbúnaðarbyggingum. Bæði innréttingar og steinbitar eru frá því fyrirtæki og segir Sigurður að það sé mjög gott að skipta við sama aðilann þegar um svo stóra byggingu sé að ræða. Nýja geldneytafjósið kemur mjög vel út á jörðinni og fellur vel inn í um- hverfi þeirra bygginga sem þegar eru fyrir. Sigurður hefur látið gera tengibyggingu við kúafjósið og nú verða allir gripir á sama gólfi og er að því mikið hagræði. Á Lækjamóti er mjaltabás og mjólkar Sigurður 10 kýr í einu og tekur það ekki mjög langan tíma að mjólka allt að 50 kýr. Hann segir að því fleiri sem kýrnar verða, fari menn að hugsa til þess að laga enn meira fyrir sér. Hann hefur því leitt hugann að því hvort það væri ekki að verða grundvöllur fyrir því að fá sér mjaltaþjón þó ekkert sé ákveðið. Mikið af kúm í Kinn Það er hugur í þingeyskum kúa- bændum um þessar mundir og ný- lega var tekinn mjaltaþjónn í notkun á bænum Dæli í Fnjóskadal og geng- ur það mjög vel. Þá eru ábúendur á Hrafnsstöðum í Kinn búnir að panta einn slíkan og verður hann settur upp á næstunni. Nokkrir mjaltaþjón- ar eru fyrir og virðist þeim nú fara fjölgandi. Kúabúskapur í Kinn, áður Ljósa- vatnshreppi, hefur haldist stöðugur og þar eru fleiri kúabú en í öðrum sveitum sýslunnar. Segja má að kúabúin séu 15 í þessum gamla hreppi meðan þau eru einungis tvö á Tjörnesi og þrjú þar sem áður var Reykjahreppur. Á Lækjamóti eru gripirnir rólegir og vel fóðraðir, enda hefur Sigurður ræktað mikið land austur af bænum og verið mjög duglegur að endur- rækta til þess að hafa sem best hey handa kúnum, en gott fóður kemur fram á skepnunum, bæði í útliti og afurðum. Þrátt fyrir langa daga segist Sig- urður gefa sér tíma til þess að fara á búnaðafélagsfundi og hann gefi því tíma að klappa kálfunum sem skilar sér í gæfari gripum. Hann er að öllu leyti himinsæll með nýju aðstöðuna. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Í fjósinu Það er bjart og vistlegt í nýja fjósinu á Lækjamóti. Hér er Sigurður Ingólfur Arnarson hjá kálfunum. Hugur í kúabændum  Byggir geldneytafjós fyrir 140 gripi  Bóndinn segist him- insæll með nýju aðstöðuna  Skapandi og skemmtilegt starf Morgunblaðið/Atli Vigfússon Byggt við Viðbyggingin fellur vel inn í umhverfið. Nýja álman er lengst t.h. – með morgunkaffinu Aukablað alla þriðjudaga Fjórir unglingspiltar á aldrinum 15-17 ára voru handteknir í Smáralind í Kópavogi í gær eftir að hafa verið með ógnandi tilburði gagnvart öryggisvörðum. Einn drengurinn ógnaði öryggisvörðum með hníf og annar brá fæti fyrir öryggisvörð sem féll við. Öryggisverðir höfðu reynt að vísa drengjunum út úr versl- unarmiðstöðinni þar sem þeir voru ekki taldir æskilegir gestir vegna fyrri hegðunar, þegar þeir brugðust við með þessum hætti. Drengirnir reyndu að komast und- an, en voru loks handteknir af lögreglu. Voru þeir síðan yf- irheyrðir að viðstöddum for- eldrum og fulltrúa barnaverndar. Að sögn lögregluvarðstjóra í Kópavogi verða drengirnir kærðir fyrir athæfi sitt. Tveir þeirra eru klárlega taldir sakborningar í málinu. Unglingspiltar ógnuðu öryggisvörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.