Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Er kominn tími á að smyrja bílinn? Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15 með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Að smyrja bílinn reglulega er hagkvæm og ódýr leið til þess að tryggja betri og lengri endingu vélarinnar. 564 5520 bilajoa.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný álma Icelandair Hotel Reykjavik Marina við Slippsvæðið í Reykja- víkurhöfn verður opnuð í byrjun júní og eru horfur með bókanir fyrir sumarið mjög góðar, að sögn Birgis Guðmundssonar hótelstjóra. Hann segir að með nýju álmunni bætist við 40 her- bergi við þau 108 sem fyrir voru. Til viðbótar verða sjö herbergi í tveimur endur- byggðum húsum vestur af nýju álmunni en þau voru áður íbúðar- hús. Verða her- bergin því alls 155. Til saman- burðar eru 220 herbergi á Icelandair Hotel Reykjavik Natura, stærsta hóteli keðjunnar. Bæta þjónustu og gæði Spurður hvernig nýja álman verð- ur innréttuð segir Birgir að áhersla sé lögð á að bæta þjónustu og gæði með því að auka framboð gistirýmis í hærri verðflokki. Þá verði framboðið á veitingum á hótelinu aukið en þó ekki þannig að farið verði í sam- keppni við Slippbarinn. Hönnun innanrýmis er nú á lokastigi. „Uppleggið hjá Icelandair Hotels er að vinna markvisst að uppbygg- ingu gistirýmis í hærri verðflokki fremur en að fjölga eingöngu her- bergjum í miklu magni. Spurður hversu margra stjörnu Marina-hótelið verður eftir stækk- unina segir Birgir að hefðbundin stjörnugjöf hótela sé að víkja fyrir einkunnagjöf gesta á netinu. Birgir segir það skapa hótelinu sérstöðu að það er staðsett við Slipp- inn. Gestir hafi gaman af því að fylgjast með því þegar skip eru dregin upp eða sjósett. Myndavélar fari þá gjarnan á loft. Hafnarsvæðið sé að lifna við og bendir Birgir þar m.a. á nýtt hvalasafn á Granda. Hann segir góð sóknarfæri á markaði þótt samkeppnin sé mikil. „Það er alltaf samkeppni á þess- um markaði. Maður finnur ef til vill minna fyrir henni í dag þegar upp- sveiflan er svona mikil og nýtingar- tölur á hótelum þetta háar. Stefna okkar er að byggja á gæðum hótela og að hvert hótel hafi sína sérstöðu. Það mun skila okkur samkeppnis- forskoti til framtíðar,“ segir Birgir Guðmundsson hótelstjóri. Fjölga dýrari hótelherbergjum  47 ný herbergi á Icelandair Hotel Reykjavik Marina verða tekin í notkun í byrjun júní  Framboð á veitingum verður aukið  Markmið Icelandair-keðjunnar að bæta við herbergjum í dýrari flokki Morgunblaðið/Júlíus Bárujárn á efstu hæð Icelandair Hotel Reykjavik Marina er á Mýrargötu. Birgir Guðmundsson Á efstu hæð nýja hótelsins eru út- veggir klæddir með bárujárni. Fjöldi húsa í gömlu Reykjavík er klæddur með sama efni en notkun þess fór síðan minnkandi, nema hvað á stöku stað var bárujárnið látið snúa lárétt. Nú eru vísbendingar um að bárujárnið sé að snúa aftur. Freyr Frostason, arkitekt hjá THG Arkitektum, segir upp- runalegt hús á Mýrargötu 2-8 standa í eldri byggð, umkringt bárujárnsklæddum húsum. „Hluti af því að reyna að halda í gamla tímann er að nota bygg- ingarefni sem eru í gömlum húsum í hverfinu. Mýrargötuhúsið hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið iðn- aðarhúsnæði og kannski stórt miðað við nálæg hús. Það var því tekin ákvörðun um að hafa báru- járn á fyrstu hæð hússins sem nú er norðurhlið hótelsins, hliðin sem snýr að Slippnum, og á inndreginni fjórðu hæð hússins. Sú hæð var upprunalega ekki á húsinu. Við horfðum á það sem viðbót með sögulega tengingu við gamla hverfið. Við er- um að reyna að halda í sögu svæðisins og hússins. Það færist í vöxt að hönnun ný- bygginga í mið- bænum hafi sögulega teng- ingu við um- hverfið og þá koma gömlu bygg- ingarefnin fram.“ Er bárujárnið að snúa aftur sem vinsælt byggingarefni? „Já, það má segja það. Sú þróun á sér reyndar langan aðdraganda. Fyrir um áratug var bárujárnið mikið notað lárétt. Þá var tekið gamalt byggingarefni og reynt að gera það nútímalegt. Litavalið var líka oft óvenjulegt. Oft var báru- járnið látið vera grátt með állit. Í gamla daga var það alltaf málað. Síðan finnst mér þróunin vera sú að við séum að færast nær hinni sögulegu notkun. Bárujárnið felur í sér sögulega tengingu við gömlu Reykjavík,“ segir Freyr. Bárujárnið snýr aftur sem byggingarefni í Reykjavík FELUR Í SÉR SÖGULEGA TENGINGU Freyr Frostason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.