Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn fólk sem ég þekkti lítið sem ekkert persónulega og það var mjög áhugavert að taka þessi persónulegu viðtöl við fólk sem ég var að hitta í fyrsta sinn, að reyna á ör- stuttum tíma að mynda mér ákveðna hugmynd um þau sem persónur. Þetta var sérlega ánægjulegt ferli og ég er afar þakklát þeim sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt,“ segir Laufey og bætir við að suma í hópnum hafi hún þekkt lít- illega. „Ég veit öll leyndar- mál þessarar borgar“ „Þau sögðu mér meðal annars frá minningum sem hafa að þeirra mati mótað þau, og þannig máluðu þau sína eigin mynd fyrir mér í samtalinu. Dæmi um setningar sem féllu í samtöl- unum eru: „Það skiptir öllu máli að þykja vænt um fólk.“ „Ég veit öll leyndarmál þessarar borgar.“ „Ég er svo fljúgandi – ég bý þarna uppi.“ Þetta var æðislegt, og ótrú- lega gaman hvað allir voru tilbúnir að opna sig og tala opinskátt um líf sitt og tilveru. Ég er ekki vön því að kynnast fólki á þennan hátt, að það veiti svona mikla inn- sýn á skömmum tíma.“ Laufey segir að þegar viðmælendur hennar hafi lýst að- stæðum sínum hafi hún séð það allt myndrænt fyrir sér. „Síðan fór ég ýmist og tók myndir af einhverju sem þau sýndu mér og tengd- ist minningum sem þau sögðu mér frá, eða ég fór og myndaði það sem ég sá fyrir mér út frá því sem við töluðum um. Síðan notaði ég ljósmyndirnar til að skapa áferðina á portrettinu. Ég teiknaði líka andlit þessa fólks og þær teikningar eru hluti af portrettunum. Þetta var mikið ferli og tók tíma, að skera þetta allt út og setja saman, en niður- staðan er áhugaverð.“ Verk í vinnslu Verkin eru marglaga, klippt og sett saman. Þetta var æðislegt og ótrúlega gaman hvað allir voru tilbúnir að opna sig og tala opin- skátt um líf sitt og tilveru. PERSONA Laufey segir það hafa verið sérlega ánægjulegt að kynnast fólkinu sem hún gerir portrett-verk af. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Á sýningunni kannar Laufey nýj- ar slóðir og teflir saman miðlum í tilraunakenndum þrívíðum klippimyndaverkum sem sýna ólíkar persónur á áhugaverðan hátt. Verkin eru byggð á per- sónulegum viðtölum Laufeyjar við viðfangsefni sín um ævi og minningar. Verkin vinnur hún úr áferðum sem sóttar eru í innri og ytri heim viðfangsefnisins í gegnum ljósmyndun og sker út í mörgum lögum eftir teikn- ingum. Sýningunni er ætlað að velta upp spurningum um mann- veruna og ímyndir í víðu sam- hengi með áleitnum hætti og af- gerandi stílfærslu. Einstaklingarnir sem Laufey tekur fyrir sem viðfangsefni í sýningu sinni eru ólíkir inn- byrðis og skapa áhugaverða heild en á sýningunni verður leitast við að skapa upplifun af því margþætta ferli sem að baki verkunum stendur. Fólkið sem Laufey vann port- rettin út frá:  Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri  Birkir Snær Mánason upplýsingatækniráðgjafi  Darius Aleksandravicius strætóbílstjóri  Ingi Þór Kjartansson, kosmískur kjaftavöðull  Pálína Björk Matthíasdóttir, sérfræðingur á sviði þróun- armála  Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkis- ráðuneytis  Sveinbjörn Thorarensen tónlistarmaður  Sævar Karl Ólason myndlistamaður  Þórunn Elísabet Sveins- dóttir búningahönnuður Mannveran og ímyndir PERSONA – MINNINGAR OG HIÐ MARGÞÆTTA SJÁLF Þrívídd Verkin hennar Laufeyjar eru fjölbreytt, hér er hluti af potretti af Sveinbirni. : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 23. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Páskablaðið Stórglæsilegt páskablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 27. mars Matur, ferðalög, skreytingar og viðburðir um páskana verðameðal efnis í blaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.