Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 41
AF TÓNLIST Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Tónleikar Bubba og Dimmu íHörpu sl. laugardagskvöldvoru dásamlegir og nánast óaðfinnanlegir. Maður hálfpartinn vorkennir þeim sem fóru ekki – þetta var þannig viðburður. Tónleikarnir byrjuðu ögn yfir átta og þá var talið í. Það var ljóst frá fyrsta tóni að þeir sem staddir voru uppi á sviðinu voru ekki að fara að slá eitthvað af. Þungarokk hljómar ótrúlega vel í Hörpu. Nú vill svo til að einu tónleikarnir sem ég hef farið á í þessu húsi eru þungarokks- tónleikar – og þeir hafa allir hljóm- að stórkostlega. Þessir gerðu það líka. Bubbi hoppaði um sviðið og tók nokkur vel valin dansspor. Hann er reyndar frekar dapur dansari. Þessir tónleikar flokkast sem þriggja bola tónleikar því hann byrjaði í ljósgrárri skyrtu sem fljót- lega var orðin gegnsósa af svita. Þá fór hann í bláa sem fór sömu leið og að lokum endaði hann í bol af Rúna Júl. Bubbi er í stórkostlegu formi og hoppaði, trallaði, söng, tjúttaði, sippaði og tók einhverjar dýpstu hnébeygjur sem ég hef séð á sviði. En hann skilaði sínu í míkrófóninn og gott betur en það. Bubbi var í stuði þetta laugardagskvöld og það skilaði sér út í sal. Ef hann brosti brosti maður líka. Sett í framhaldsskóla Fyrri hlutinn á tónleikunum var frábær enda var þar að finna þekktustu lögin af þessum tveimur plötum sem var verið að spila, Lily Marlene og Geislavirkir. „Leynd- armál frægðarinnar“ var frábært í þessari málmútsetningu en reyndar hljómuðu öll lögin miklu betur í þessum útsetningum. Það var búið að taka þessi lög úr grunnskóla og setja þau í framhaldsskóla, sum alla leið í háskóla. Sum laganna þekkti ég ekki vel því þótt þessar tvær plötur séu magnaðar er alveg ástæða fyrir að lög lifa ekki. „Bönnum verkföll“, sem Bubbi tileinkaði Sigmundi Davíð og Bjarna Ben., er til að mynda mjög vont lag og maður taldi niður í að það myndi klárast. Langt frá því að vera kyrrlátt kvöld Morgunblaðið/Eggert Frábærir Bubbi Morthens og Ingó Geirdal í faðmlögum. Þeir félagar voru frábærir á tónleikum Bubba og Dimmu. Algjörlega frábærir. Maradona í hægri bakverði Í seinni hlutanum voru ögn fleiri lög sem maður þekkti minna til og stuðið datt aðeins niður í saln- um. En það var fljótt að koma aftur þegar kunnuglegir hljómar fóru að heyrast. Þónokkrir hápunktar voru á þessum tónleikum. „Blindsker“ var frábært, „Poppstjarnan“ skein skært, „It’s A Shame“ hljómaði sem silki í höndunum á Stefáni Jakobs- syni, „Hiroshima“ með Mikka Poll- ock var magnað og svona mætti lengi telja. Góðu lögin urðu miklu betri og það var alveg hægt að hlusta á flestöll þau sem eru síðri. Ég er Dimmu-maður. Ég hlusta á bandið og finnst tónleikar með þeim alveg magnaðir. Bandið skilaði sínu með bravúr. Birgir, sem lemur húðir, lamdi oft á tíðum svo fast að manni fannst merkilegt að trommusettið héldi tónleikana út. Geirdalsbræður eru frábærir sviðsmenn og stjarna þeirra skein skært. Stefán, sem er trúlega einhver allra besti rokk- söngvari landsins, var í öðru hlut- verki en hann á að venjast. Hann var falinn á bak við gítar og bak- rödd. Það er svipað eins og að vera með Maradona í hægri bakverði. Heilt yfir var þetta frábær skemmtun. Þó svo að Harpa sé ein- hver ömurlegasti staður landsins, þar sem allt er dýrt og húsið um- lukt ísköldu gleri, gekk ég þaðan burt með bros á vör og mikið suð í eyrum. Þá held ég að tilganginum sé náð. » „Leyndarmálfrægðarinnar“ var frábært í þessari metal- útsetningu en reyndar hljómuðu öll lögin miklu betur í þessum útsetn- ingum. Það var búið að taka þessi lög úr grunn- skóla og setja þau í framhaldsskóla. Morgunblaðið/Eggert Fjörugir Stefán Jak- obsson og Silli Geir- dal úr Dimmu voru í góðum gír og skemmtu sér vel á sviðinu. Fjör þeirra skilaði sér út í sal. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Besta leikkona í aðalhlutverki Ertu Duff eða ertu töff? Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð www.laugarasbio.is Sími: 553-2075 Þriðjudagstilboð Þri ðjudagstilboð SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxusKvartett gítarleikarans ÁsgeirsÁsgeirssonar leikur á djasskvöldi KEX hostels í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Auk Ás- geirs eru í kvartettinum Sunna Gunnlaugsdóttir sem leikur á pí- anó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Kvartettinn mun flytja þekkta djassstandarda í bland við frumsamið efni og verða tónleikarnir um tveggja klukkustunda langir með hléi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kvartett Ásgeirs á djasskvöldi KEX hostels Djassar Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari. Örmyndahátíð Örvarpsins var haldin í Bíó Paradís 7. mars sl. í samstarfi við RÚV og Nýherja og voru 12 örmyndir sýndar sem valdar höfðu verið á hátíðina. Ör- varpann, verðlaun fyrir bestu ör- myndina, hlaut Ari Alexander Erg- is Magnússon fyrir örmynd sína Urna og sérstaka tilnefningu dóm- nefndar hlaut Tarantúlfur, Úlfur Úlfur eftir Magnús Leifsson. Áhorf- endaverðlaunin hlaut Blik eftir Þórunni Ylfu Brynjólfsdóttur en hún hlaut 13 atkvæði af 87 atkvæð- um áhorfenda. Verðlauna- mynd örmynda- námskeiðs Ný- herja hlaut Hversu pikkí get- ur maður verið eftir Gunnar Jón- atansson. Dómnefnd skipuðu Davíð Óskar Ólafsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Örmyndin Urna hlaut Örvarpann Ari Alexander Ergis Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.