Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Áslaug Sigvaldadóttir myndlistarkona kennir í Laugargerðis-skóla á Snæfellsnesi, þá aðallega myndmennt og náttúru-fræði. „Þetta er svo lítill skóli að ég kenni öllum nemendum í þrem hollum. Á sumrin er ég í garðyrkjunni með eiginmanninum Þórði I. Runólfssyni en við rekum Ræktunarstöðina Lágafelli. Þar ræktum við salöt fyrir veitinga- og ferðaþjónustuaðila á Snæfells- nesi. Við erum líka að byggja kaffihús við ræktunarstöðina og stefnum á að opna í sumar en svo kemur í ljós hvort það tekst. Við vonum að það fari að hætta að blása, það er búið að vera svo leið- inlegt að byggja í þessu veðri.“ Áslaug sinnir myndlistinni alltaf reglulega. „Ég hef ekki sýnt tvö undanfarin ár en þar á undan var ég með sýningar á hverju ári og verður maður ekki að gera eitthvað í tilefni af fimmtugsafmælinu? Ég stefni á að sýna í haust og kannski verð ég með sýninguna á kaffihúsinu.“ Áslaug málar með olíu- og vatnslitum, mest fígúratíf- ar myndir. „Ég mála mest í skorpum og tek svo hlé þess á milli, ef ég væri að þessu allan daginn væri allt troðfullt hérna af myndum.“ Áslaug bauð systkinum sínum og fjölskyldum þeirra í mat síðast- liðinn laugardag, alls 25 manns. „Við maðurinn minn ætlum svo að halda stórt sumarpartí fyrir vini og vandamenn, en hann varð fimmtugur í febrúar. Það er auðveldara að fólk fá út á land á sumrin.“ Áslaug og Þórður eiga þrjár dætur. „Elst er Silja Ósk, vöruhönn- uður og í þjóðfræðinámi, Sólrún er í náttúrufræði í Landbúnaðar- háskólanum og Helga er nemandi í Laugargerðisskóla og ætlar sér í myndlistina og svo á ég þrjú barnabörn, unglingurinn ég.“ Áslaug Sigvaldadóttir er fimmtug í dag Fimmtug Áslaug og Þórður eru bæði nýorðin fimmtug. Er að byggja kaffihús Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. G arðar fæddist á Hofsósi 10.3. 1955, en ólst upp í foreldrahúsum á Böð- móðsstöðum í Laugar- dal: „Æskuárin fólust í leik og almennum sveitastörfum eft- ir því sem aldur og þroski gáfu til- efni til. Á Böðmóðsstöðum var rek- inn blandaður búskapur og stunduð garðyrkja. Þó svo að það hafi ekki alltaf verið gaman að liggja á hnján- um og reyta illgresi, hneigðist hug- urinn að ræktun og umhirðu marg- víslegra plantna.“ Garðar lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni, lauk stúdentsprófi frá ML, lauk prófi sem garðyrkjufræðingur frá Garðyrkju- skóla ríkisins 1978, af ylræktar- og garðplöntubraut, stundaði síðan nám í garðyrkjudeild Landbún- aðarháskóla Noregs og útskrifaðist þaðan með Cand.agric-gráðu í garð- yrkjufræðum eftir fjögurra ára nám. Garðar kom heim frá Noregi 1982 og hóf þá kennslu og tilraunir við Garðyrkjuskóla ríkisins. Hann varð garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðar- félagi Íslands sumarið 1987 og sinnti því starfi hjá Búnaðarfélaginu og síðar Bændasamtökum Íslands til 2003. Þá lá leiðin aftur á Garðyrkju- skóla ríkisins og nú sem verkefnis- stjóri við tilraunir og kennslu og varð síðan lektor við Landbúnaðar- háskóla Íslands til 2006. Þá hóf Garðar kennslu við Grunn- skólann í Hveragerði að loknu 30 eininga námi í uppeldis- og kennslu- fræðum við KHÍ, fyrst og fremst sem stærðfræði- og náttúrufræði- kennari og sinnir enn þeirri kennslu. Garðar Rúnar Árnason grunnskólakennari – 60 ára Fjöskyldan heima í Hveragerði Gunnvör, Reynir Þór, Harpa Rún, afmælisbarnið og loks Steinar Rafn. Ræktun lýðs og lands Í sumarbústaðnum Kristín Ósk frænka, Dagur Orri hjá stóra bróður, Mika- el Máni, Reynir Þór, Harpa Rún, Atli Steinn og Garðar. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU- OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Verð 19.995 SMÁRALIND • 2 HÆÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.