Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 ✝ Hjördís Sig-urjónsdóttir fæddist í Reykja- vík 20. maí 1933. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 26. febrúar 2015. Foreldrar Hjör- dísar voru Kristín Guðnadóttir frá Skarði í Landsveit, f. 11. desember 1904, d. 30. ágúst 1970, og Sig- urjón Sigurjónsson vélgæslu- maður, f. 16. október 1903, d. 22. júní 1971. Systkini Hjördís- ar voru Svanhildur, f. 16. apríl 1932, d. 20. september 2012, og Guðni f. 26. maí 1935. Hjördís giftist 6. janúar 1962 Markúsi Þórhallssyni raf- magnsverkfræðingi, f. 8. maí 1931, d. 25. janúar 1988, for- Pálsson, f. 8. janúar 1968, og eiga þau þrjú börn, Hjördísi Ylfu, Markús og Kristjón. Örn tölvunarfræðingur, f. 3. febr- úar 1971, maki Margunn Rau- set, f. 26. október 1976. Hjördís ólst upp í Vest- urbænum, á Ásvallagötu 37, en á sumrin dvaldi hún á Skarði í Landsveit hjá afa sínum og ömmu. Hjördís útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Eftir skólagöngu fór Hjördís að vinna í Kron, fyrst á Skóla- vörðustíg og síðar á Bræðra- borgarstíg þar til hún hóf bú- skap. Um 1980 fór Hjördís að vinna aftur og þá sem með- ferðarfulltrúi á geðdeild Land- spítalans og vann þar til sjö- tugs. Hjördís og Markús fluttu á Seltjarnarnes 1967 og bjó hún þar þangað til hún fór á Hjúkrunarheimilið Grund. Hjördís var mikil hann- yrðakona og þótti gaman að spila og ferðaðist mikið. Útför Hjördísar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 10. mars 2015, kl. 13. eldrar hans voru Þórhallur Jón- asson stýrimaður, f. 9. ágúst 1893, d. 15. maí 1956, og Kristín Jóhann- esdóttir frá Flatey í Breiðafirði, f. 28. september 1901, d. 26. júní 1963. Börn þeirra eru: Sig- urjón hagfræð- ingur, f. 12. ágúst 1961, d. 22. febrúar 2011, maki Elvira Ziyatdinova, f. 18. ágúst 1975, og eiga þau tvö börn, Stefaniu Ingu og Alexander Markus. Egill Már flugumferð- arstjóri, f. 25. október 1964, maki Fanney Pétursdóttir, f. 17. maí 1968, og eiga þau þrjú börn Jason, Sunnu og Tómas. Kristín þjónustufulltrúi, f. 19. nóvember 1968, maki Þórður Elsku fallega amma mín. Þegar ég hugsa um ömmu er margt sem kemur upp í hugann, þessi fyndna og skemmtilega kona sem hún var. Alltaf þegar ég var lítil og gisti hjá henni gat ég verið viss um nokkra hluti. Það voru annaðhvort sænskar kjötbollur eða lamið kjöt í mat- inn, M&M-skálarnar voru á sín- um stað, kjallarabollur í morg- unmat og reglur um háttatíma fuku út um gluggann, mér nátt- hrafninum til mikillar gleði. Því þannig var amma, hún var ekk- ert að flækja hlutina. Hún sagði ávallt sínar skoðanir og lét aldr- ei vaða yfir sig. Hún var snögg að koma með svörin og lét ekk- ert ósagt. Kona að mínu skapi. Það er erfitt að finna orðheppn- ari konu en ömmu. Það er hægt að sitja tímunum saman og hlæja yfir gullmolunum sem hún hefur komið með. Ein af mínum uppáhaldsminningum um ömmu eftir að hún veiktist var viðtal sem ég tók við hana fyrir skóla- verkefni. Þá töluðum við saman um uppvaxtarárin hennar, hvernig var að alast upp á stríðsárunum og upplifun henn- ar á þeim. Hún þurfti að ganga í gegnum erfiða hluti en stóð allt- af eftir upprétt og stolt. Hún er með þeim sterkustu sem ég þekki og ég er stolt nafna henn- ar. Sofðu rótt, elsku amma mín, og takk fyrir öll árin. Þín Hjördís Ylfa. Amma er sennilega ein fyndn- asta manneskja sem ég hef kynnst. Meira að segja þegar ég heimsótti hana eftir að hún flutti á Grund þá gat hún fengið mig til að tárast af hlátri, án þess þó að reyna að vera fyndin heldur bara með hnyttnum athuga- semdum sínum um lífið og til- veruna. Ég heimsótti gjarnan ömmu með mömmu, Alexander, Agli og stundum Jasoni. Það var alltaf gaman að spjalla við ömmu, við sögðum frá lífi okkar erlendis og hún hlustaði á. Það brást ekki að í hverri heimsókn kom amma Hjördís með eitt- hvert gullkorn sem var svo snið- ugt og líkast til svo viturlegt að það mun lifa með fjölskyldunni um ókomna tíð. Þegar ég var yngri passaði amma mig alltaf þegar ég var á landinu og í bernskuminning- unni var það alltaf besti tími dagsins. Á sumrin fór ég alltaf á leikjanámskeið og amma kom síðan að sækja mig sem þýddi aðeins eitt: kók, M&M og Disn- eymyndir, sannkallað draumalíf krakka. Og jafnvel þótt ég væri niðursokkin í Disney, þá leið mér alltaf vel að geta talað við ömmu. Ég get ekki komið orðum að því hvers vegna svo var en það var alltaf eitthvað í fasi hennar sem fékk mig til að brosa og gerir það enn þegar ég hugsa til hennar. Amma Hjördís var klár, glað- lynd og skemmtileg kona sem náði að halda fjölskyldu okkar vel saman jafnvel þótt við búum öll í mismunandi heimshlutum. Hvíldu í friði, elsku amma Hjördís, og takk fyrir öll árin. Þín Stefania Inga. Dísa frænka mín á Nesinu hefur einhvern veginn fylgt mér alla tíð. Hún og mamma voru systkinabörn og alltaf miklar vinkonur. Þær stofnuðu fjöl- skyldur á svipuðum tíma og stóðu vaktina heimavinnandi eins og þá tíðkaðist. Við systur minnumst ferða þar sem krakka- skarinn var í aftursætinu á Volkswagenbjöllu og þær vin- konur frammi í á leið í berjamó. Dísa hafði góða kímnigáfu og tilgerð átti hún ekki til. Við átt- um það sameiginlegt að fara seint að sofa og finnast gott að drekka Coca-Cola. Eftir að mamma dó hringdi ég stundum í hana seint að kvöldi og gat alltaf verið viss um að frú Hjördís væri vakandi og til í spjall. Stundum þurfti hún meira að segja að hætta símtali því vin- kona var komin í heimsókn þótt komið væri undir miðnætti. Síðustu árin dvaldi hún á Grund og þar hitti ég hana nokkrum sinnum, þó alltof sjald- an. Líklega ómeðvitað langaði mig að halda í minninguna um hnyttnu frænku mína á Nesinu. Hvíldu í friði Dísa mín. Sigríður Einarsdóttir. Nú er komið að kveðjustund elsku Dísu vinkonu. Við stofn- uðum fyrir meira en 65 árum saumaklúbb, sjö ungar stúlkur sem voru fullar af fjöri. Við byrj- uðum heima hjá Dísu og hennar yndislegu móður Kristínu. Já, það var mikill áhugi á handa- vinnu í þá daga, það var alltaf saumaklúbbur einu sinni í viku. Alltaf vel mætt og mikið talað og mikið prjónað og saumað út. Svo tók lífið við hjá okkur, við giftum okkur um sama leyti og svo komu börnin, en aldrei var saumaklúbburinn sleginn af. Það var gaman að hittast og hafa börnin sem voru svo spennt að vera með og fá góðu kökurnar sem mömmurnar voru búnar að baka, þetta voru líka þeirra gleðistundir. Já, lífið var dásam- legt. Dísa bjó við þau forréttindi að vera heimavinnandi húsmóðir meðan börnin voru að alast upp og ganga í skóla. En við lifum í heimi forgengileikans. Dísa missir eiginmann sinn fyrir um 27 árum og son sinn Sigurjón 2011. Dísa tók á móti sorginni með miklu æðruleysi og sinni hæglátu ró, börnin hennar voru hennar guðsgjafir sem gáfu henni tilgang í lífinu. Dísa var vel gefin kona og var trygg sín- um vinum. Þegar maður reynir að lýsa mannkostum látinnar vinkonu verða öll orð máttlaus og lítils megnug en minningarn- ar varðveitast. Nú erum við þrjár eftir af saumaklúbbnum, nú kveðjum við yndislega góða vinkonu í hinsta sinn með þakk- læti fyrir að hafa átt samfylgd með henni í lífinu. Elsku Egill, Kristín og Örn. Innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Jónína, Jóna og Súsanna. Sæmdarkonan og skörungur- inn Hjördís Sigurjónsdóttir, ekkja vinar míns og skólabróður, Markúsar heitins Þórhallssonar rafeindaverkfræðings, er látin tæplega 82 ára að aldri. Við frá- fall hennar er mikill harmur að okkur öllum kveðinn, ættingjum hennar og vinum. Hjördís var ákaflega vel gerð og heilsteypt kona, bæði til orðs og æðis, og voru þessi ár, sem við áttum með henni og Markúsi og börnum þeirra, ár yndislegra minninga um vináttu og tryggð. Vinátta okkar og þeirra hjóna, Markúsar og Hjördísar, var mjög náin, og varði frá upphafi hjúskapar okkar hvorra tveggja og allt til ótímabærs andláts Markúsar snemma árs 1988. Við höfðum þá um langa hríð átt tíða og eftirminnilega samfundi og voru þau ófá heimboðin sem við þáðum á Seltjarnarnesið en Markús og Hjördís voru ætíð höfðingjar heim að sækja. Hjónaband þeirra Hjördísar og Markúsar var hamingju- og auðnuríkt. Þau hjónin voru mjög heimakær og ráðdeildarsöm. Markús byggði þeim hús, að mestu með eigin hendi, á Nes- bala á Seltjarnarnesi. Barnaláns nutu þau og eign- uðust fjögur börn. Elstur var Sigurjón, f. 1961, skipstjóri, sem lézt í blóma lífsins árið 2011, næstelstur er Egill Már, f. 1964, flugumferðarstjóri, þriðja elzt er Kristín, f. 1968, bankastarfsmað- ur og yngstur er Örn, f. 1971, tölvunarfræðingur hjá norsku vegagerðinni. Eftir lát Markúsar, í ársbyrj- un 1988, fækkaði fundum okkar og Hjördísar, en í hvert sinn, sem við hittum Hjördísi á förn- um vegi, urðu fagnaðarfundir og fyrri samfundir rifjaðir upp og hlegið dátt. Blessuð sé minning sómakon- unnar Hjördísar Sigurjónsdótt- ur. Í guðs friði. Ása Hanna og Gylfi. Hjördís Sigurjónsdóttir ✝ Guðrún fædd-ist í Reykjavík 11. júní 1963. Hún lést á heimili sínu 24. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Páll Guðmundsson skip- stjóri, f. 3.11. 1927, frá Hjarðardal í Önundarfirði, og Helga Guðrún Bergmannía Pét- ursdóttir, f. 20.9. 1934, d, 8.12. 1997, húsmóðir frá Oddgeirsbæ (sem stóð við Framnesveg í Reykjavík) og síðar Ægisíðu 98, Reykjavík. Núverandi sambýlis- kona Páls er Svana Svanþórs- dóttir, f, 26.3. 1934. Systkini Guðrúnar eru Sigríður, f. 9.9. 1958, Einar, f. 16.11. 1961, og Guðmundur Pétur, f. 13.2. 1973. Guðrún giftist 19. september 1987 Kristbirni Rafnssyni, f. 8.5. 1959, sjómanni frá Grund- arfirði. Foreldrar hans eru Rafn Ólafsson múrari, f. 7.5. 1937, og Hrafn- hildur Lilla Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 24.8. 1942, Gröf III í Grund- arfirði. Guðrún og Krist- björn áttu alla tíð sinn búskap í Grundarfirði. Börn Kristbjörns og Guð- rúnar eru: 1) Agnes Ýr Berg- mannía, f. 26.7. 1989, gift Tóm- asi Loga Hallgrímssyni. 2) Arna Rún, f. 16.8. 1993, í sambúð með Elí Jóni Jóhannesen. Barn þeirra er Kristbjörn Helgi, f. 26.9. 2014. 3) Helgi Rafn, f. 23.4. 1996, sem býr enn í foreldra- húsum. Útför Guðrúnar fer fram frá Neskirkju í dag, 10. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Guðrún systir var einstök kona, hún var alltaf til í að hjálpa öllum og gera allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa, hvort heldur að henda upp veislu, passa börn eða heimilis- dýrin. Ég er svo heppinn að hafa fengið að vera litli bróðir henn- ar, hún var að verða tíu ára þegar ég kom í heiminn. Þegar ég var orðinn 5-6 ára þá vorum við Guðrún ein eftir af börn- unum sem bjuggum heima, Sigga orðin gift og búin að eignast börn, Einar farinn í nám til Danmerkur. Með okkur á Ægisíðunni bjó amma okkar hún Guðrún, alveg frá því við fluttum þangað 1974 þangað til hún lést 1981. Ég hef sennilega ekki verið skemmtilegasti bróðirinn fyrstu árin því þegar Guðrún var á táningsaldri og vinir hennar voru að koma í heimsókn, þá átti ég það til að fela mig undir rúmi eða annars staðar í her- berginu hennar til að vera með og hlusta á allt það sem ég mátti ekki heyra. Guðrún var fljót að finna lausn á þessu ein- faldlega með því að byrja að tala um eitthvað sem vakti það mikla forvitni hjá mér að það dró mig út úr felustaðnum. Það var svo haustið 1986 að Guðrún kynnist Kibba, eða réttar sagt labbaði hún hann niður á Hlemmi, hún var að koma út úr stætó og gekk beint á hann. Sumarið eftir var ég svo heppinn að fá að vera hjá þeim í Grundarfirði, ég fékk meira að segja að vera vitni að trúlofuninni. Ég var alltaf vel- kominn til þeirra og ég var hjá þeim nokkur sumur og hluta úr vetri meðan ég vann í Grund- arfirði. Seinna meir fékk dóttir mín að njóta þess að vera hjá henni, hluta úr sumri. Það var alltaf hægt að koma fleirum fyr- ir í gistingu eða mat, það voru allir alltaf velkomnir. Þannig hefur það verið alla þeirra sam- búðartíð, bæði í góðæri og þeg- ar harðnaði á dalnum. Guðrún var okkur hjónum mikil stoð og stytta þegar við misstum tví- buradætur okkar, hún kom suð- ur og var okkur ómetanleg hjálp í gegnum allt það ferli og munaði ekki um að henda upp erfidrykkjunni fyrir okkur. Þannig var hún alltaf. Þegar Guðrún var 45 ára fór hún með okkur hjónum til Flór- ída. Hún kallaði það sitt hús- mæðraorlof. Hún naut þess að vera úti í hitanum og fylgjast með „jógakallinum“, það var maður úti við sundlaug sem stundaði ansi furðulegar æfing- ar á hverjum degi, s.s. að standa á höndum undir sturt- unni svo eitthvað sé nefnt. Svo fannst henni gaman að fara í skoðunar- og verslunarferðir. Það var svo rosalega stolt amma sem hringdi í mig í sept- ember síðastliðnum og tilkynnti mér um ömmustrákinn, hann Kristbjörn Helga sem var al- gjör himnasending og gullið í augum ömmu sinnar og ekki minnkaði gleðin þegar Guðrún frétti af því að Agnes Ýr ætti von á sér. Elsku Guðrún, takk fyrir all- ar yndislegu minningarnar sem þú skilur eftir og alla hjálpina í gegnum árin. Takk fyrir að vera mér og mínum ávallt svona góð. Elsku Kibbi, Agnes, Arna og Helgi, þær eru margar minn- ingarnar og ánægjustundirnar sem við getum hlýjað okkur við um ókomna tíð, ég veit og vona að við höldum áfram að bæta við þær á komandi árum. Guðmundur Pétur, Ingi- björg og Sunna Mjöll. Elsku litla systir mín. Brott- för þín var óvænt, fyrirvaralaus og alltof fljót – enginn tími fyrir kveðjur. Það er sárt. Ömmulíf þitt rétt að byrja, kraftmikill ömmustrákur kom- inn í heiminn, stolt þitt og gleði síðustu mánuði og annað ömmubarn væntanlegt. Í Kristbirni fannst þú lífs- förunaut sem var þín stoð og stytta alla tíð og þú bjóst við ástríkt hjónaband. Börnin eru að vaxa úr grasi og byrjuð að feta sínar slóðir. Börnin voru ávallt þitt stolt og yndi. Það er svo stutt síðan við vorum börn – minning þín lifir í gleði uppvaxtaráranna. Elsku systir, hvíl í friði. Einar. Elsku Guðrún systir. Ekki átti ég von á því að ég myndi skrifa minningarorð um þig, mín litla systir. Ég sakna þín mikið en veit að mamma hefur tekið vel á móti þér. Þú fæddist að sumri til árið 1963, þegar pabbi var nýlega farinn á sjóinn og mamma var heima með okkur Einar, þá voru tím- arnir þannig að ekkert fæðing- arorlof var gefið þegar barn fæddist og sá pabbi þig ekki fyrr en þú varst orðin þriggja mánaða. Þú varst afskaplega fallegt og líflegt barn og það var ætíð mikil gleði og birta í kringum þig. Þú fórst oft þínar leiðir og lést ekkert aftra þér. Þú áttir það til mjög ung að árum að skipuleggja ferð út í Gróttu til að heimsækja frænda þinn með nokkrum krökkum úr nágrenni okkar. Þá var ekkert verið að velta fyrir sér hvort þú kæmist út í eyjuna, því þar gætti flóðs og fjöru. Þið lögðuð af stað og björgunarsveitin Albert bjarg- aði ykkur. Þú áttir ætíð auð- velt með að eignast vini og yf- irleitt var mjög fjölmennt í kringum þig. Eftir að ég eign- aðist mínar dætur hjálpaðir þú mér oft með þær bæði heima hjá mér og síðar eftir að þú fórst að búa í Grund- arfirðinum og eiga þær mjög góðar minningar um það. Fljótlega eftir að þú kynnt- ist eiginmanni þínum, Krist- birni, fluttir þú vestur í Grundarfjörð. Þið áttuð sam- an einstaklega hlýtt og gott samband. Með honum eignað- ist þú þrjú yndisleg börn, þau Agnesi Ýri, Örnu Rún og Helga Rafn. Ung að árum þurfa þau nú að sjá eftir góðri móður sem ætíð bar hag þeirra fyrir brjósti. Systir mín átti seinni ár við mikla van- heilsu að stríða og vildi ég að hún hefði hugað betur að sjálfri sér, en hún setti ávallt aðra í fyrsta sæti. Í septem- ber síðastliðnum eignaðist Guðrún sitt fyrsta barnabarn, hann Kristbjörn Helga sem er sonur Örnu og Elís. Hann var mikill ömmustrákur og gull- moli og veitti henni mikla gleði. Alltaf þegar við töluðum saman var hún að segja sögur af honum og hvað hún hlakk- aði mikið til að eignast sitt annað barnabarn sem vænt- anlegt er í júní nk. Elsku Kibbi minn, Agnes, Arna, Helgi, tengdasynir, barnabarn og pabbi, missir ykkar er mikill og bið ég góð- an guð um að styrkja ykkur í framtíðinni og gefa okkur styrk til að halda vel utan um fjölskylduna og kæra systir, ég skal reyna að gera mitt í þeim efnum. Hvíl þú í friði. Þín systir, Sigríður. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um Guðrúnu frænku okkar, sem kvaddi okkur alltof snemma. Það eru margar góðar minn- ingar sem fara í gegnum hug- ann á þessari stundu. Við syst- ur erum elstu barnabörn ömmu og afa á Ægisíðunni og vorum svo heppnar að fá að umgang- ast Guðrúnu yngri systur mömmu mikið. Guðrún passaði okkur systur mikið á okkar yngri árum og eftir að hún flutti vestur á Grundó var mikið sport að fá að fara með rútunni að heimsækja frænku. Alltaf var nóg um að vera í „sveitinni“ og fyrir okkur borgarbörnin var sérstaklega skemmtilegt að fá að vera á sjó- mannadögum fyrir vestan. Sem unglingar fengum við vinnu í fiski tvö sumur á Grundarfirði og bjuggum hjá þeim, þá voru Agnes og Arna fæddar og fannst okkur mjög skemmtilegt að fá að vera í kringum þær. Við hugsum til baka til þessara heimsókna með gleði í hjarta. Við systur fengum þann heið- ur að vera brúðarmeyjar í brúð- kaupi Guðrúnar og Kibba, þá 7 og 8 ára. Það var algjört æv- intýri að fá að taka þátt í þess- um degi með þeim, enda draumur flestra stúlkna á þess- um aldri að fá að vera prins- essur í einn dag. Guðrún var einstök kona, það var alltaf auðvelt að leita til hennar og tala við hana um allt, hún hafði einstakan húmor og oft var stutt í stríðnina og bros- ið. Hennar verður sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Kibbi, Agnes, Arna, Helgi, afi og fjölskyldur, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Helga og Vigdís. Guðrún Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.