Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . .. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mig langaði að vinna aðverkefni og sýninguþar sem markmiðiðværi að þróa tækni og ákveðna fagurfræði og leyfa hug- myndinni að ráða hver niður- staðan yrði, alveg óáreitt. Þetta er hugmynd sem hefur setið lengi í mér, en ég hef alltaf starfað sem teiknari meðfram fatahönnuninni. Þessi tækni sem ég nota við gerð þessara portretta er tækni sem ég hef unnið lítillega með áður og mig langaði til að fara með þetta lengra. Það er frekar sjaldgæft að hönnuður fái tækifæri til að vinna svona persónulegt verkefni,“ segir Laufey Jónsdóttir hönnuður, um einkasýningu sína, PERSÓNA- minningar og hið margþætta sjálf. „Þetta eru tilraunakennd portrett-verk þar sem gefur að líta ólíka einstaklinga út frá sér- stöku sjónarhorni í þrívíðum klippiverkum unnum úr mörgum lögum af ljósmyndum.“ Fólk á öllum aldri og úr ýmskum stéttum Fólkið sem Laufey valdi til að gera portrett af, kemur úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins. „Við vildum leggja áherslu á að fá fjölbreytt samfélag inn í sýn- ingarsalinn og völdum því úr breiðum hópi fólks. Þau eru á öll- um aldri og úr ýmsum stéttum. Þarna er meðal annars strætóbíl- stjóri, ráðuneytisstjóri og kosm- ískur kjaftavöðull. Við vildum fólk með ólíkan bakgrunn, ólíka sögu og minningar. Ég vildi líka hafa Sjálfið, mannlegt eðli og minningar Laufey Jónsdóttir fatahönnuður vann þrívíð portrettverk sem hún byggir á per- sónulegum viðtölum við nokkra mjög ólíka einstaklinga um ævi þeirra og minn- ingar. Strætóbílstjóri, ráðuneytisstjóri og kosmískur kjaftavöðull eru í þeim hópi. Henni finnst áhugavert að skoða mannlegt eðli og hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann. Sýningin heitir PERSÓNA og er hluti af Hönnunarmars. Morgunblaðið/Kristinn Portrett Eitt af verkum Laufeyjar sem verður á sýningunni á morgun. Svavar Pétur Eysteinsson, kenndur við Prins Póló, og Berglind Häsler ventu kvæði sínu í kross og gerðust bændur fyrir ári með það að mark- miði að nálgast greinina með nýsköp- un að leiðarljósi. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju. Sveitasnakk, snakk úr heimaræktuðum gulrófum, kemur á markað í vor ef fjármögnun gengur eftir. Nú sér fyrir endann á verkefn- inu en enn vantar upp á fjármögnun. Þau brugðu því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund: kar- olinafund.com/project/view/759. Fær fólk sem leggur verkefninu lið ýmislegt fyrir peninginn. Allt frá því að fá nafn sitt ritað á þakkartöflu í snakkverksmiðjunni upp í gistingu, tónleika með Prins Póló og Bulsu- veislu. Allt eftir því hversu háa upp- æð fólk leggur til. Vefsíðan www.karolinafund.com/project/view/759 Sæla Svavar og Berglind í sveitinni heima, á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Breyta fjósi í snakkverksmiðju Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum býður reglulega upp á áhugaverða fyrirlestra fyrir almenning og í hádeginu í dag, kl. 12-13 verður einn slíkur. Þar ætlar Carrie Anker- stein, dósent í ensku við Saarland-háskóla í Þýskalandi, að halda fyrirlestur um það hvort hægt sé að ná valdi á öðru tungumáli en móð- urmálinu og skilningi, þannig að sé eins og hjá innfæddum: „Can a non-native speaker ever und- erstand a language as well as a native speaker?“ Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 131 í Öskju í Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir. Endilega … … farið á fyrirlestur hjá Carrie Carrie Hún ætlar að spjalla um tungumál. Nú þegar Mottu-mars stendur sem hæst er ekki úr vegi að vekja athygli á fyrirlestrum sem tengjast heilsu- málum. Næringarfræðingurinn Vicki Griffin er komin til Íslands til að ausa af viskubrunni sínum og byrjaði hún í gær að flytja fyrsta af fjórum fyrir- lestrum sínum en þeir fjalla um hvað sé ráðlagt að borða til að forðast til dæmis ristilkrabbamein og marga aðra lífsstílstengda sjúkdóma. Þrjá fyrirelstra á hún eftir að flytja, í kvöld undir yfirskriftinni: Tími til að skipta um olíu. Þar fjallar hún um áhrif fitu á hjartað, heilann og heil- brigð efnaskipti. Á morgun miðviku- dag er yfirskriftin: Þökk sé vilja- styrknum, en þar fjallar hún um það að temja sér hjartvænt viðhorf mitt í hringiðu lífsins. Á fimmtudeginum verður lokafyrirlesturinn: Batnandi hjarta er best að lifa, en þar verður litið vandlega á umbreytt líf. Erindi sín flytur Vicki í Loftsalnum hjá Aðventkirkjunni, Hólshrauni 3 í Hafnarfirði, og hefjast þeir allir kl. 20. Skráning fer fram á netfanginu heilsunamskeid@outlook.com Til að forðast lífsstílstengda sjúkdóma Fyrirlestrar um áhrif fitu á hjartað, heilann og efnaskipti Morgunblaðið/RAX Heili Gott er að huga að heilsu heila og hjarta og þá skipta forvarnir máli. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.