Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Elsku amma, ég trúi því ekki enn að að þú sért farin. Mér þykir svo erfitt að sætta mig við þá staðreynd en ég reyni að hugga mig við það að þú ert komin á betri stað þar sem veikindin munu ekki hrjá þig. Þrátt fyrir það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur, spjalla við þig eða knúsa þig. Þú varst alltaf svo jákvæð og yndis- leg, sást aðeins það góða í fólki og varst alltaf að hrósa. Þér fannst yfirleitt allt svo frábært og æð- islegt og það er einstakur eigin- leiki sem ég hef alltaf dáðst að. Ég man svo vel eftir því þegar ég kom með Aron til þín í eitt sinn og þú táraðist yfir því hvað þér fannst hann fallegur, þú varst svo stolt af litla langömmubarninu þínu og mér þótti svo vænt um það. Þú varst líka alltaf að segja mér hvað þú varst stolt af mér og þú varst alltaf til staðar til að hug- hreysta mig. Þú varst alltaf til í spjall um allt og ekkert. Ég á eftir að sakna þess að heyra hláturinn þinn og hlæja að því þegar þú ert að reyna að segja frá en getur það ekki því þú hlærð svo mikið sjálf. Ég á eftir að sakna þess að fá sím- hringingu snemma á afmælisdag- inn frá þér og heyra þig syngja af- mælissönginn. Ég á eftir að sakna svo ótal margs og það mun vanta stóran þátt í ýmsa atburði í fram- tíðinni en ég veit að þú verður samt með okkur á þeim stundum. Lífið er svo sannarlega hverfult, ég bjóst ekki við að þurfa að kveðja þig svona snemma, svona jákvæða og dásamlega mann- eskju eins og þig. Þú með þitt stóra hjarta. Þú snertir líf svo margra og það er ómetanlegt að fá að sjá og heyra hvað fólk úr öll- um áttum hefur um þig að segja. Þín verður sárt saknað, elsku amma mín. Við hittumst seinna. Kveðja, þín Þóra. Elsku besta Þóra. Lífið er svo óréttlátt þessa dag- ana. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért búin að kveðja svona fljótt eftir stutta baráttu við veikindi. Þessi sjúkdómur er svo hræðilegur og óútreiknanleg- ur. Ég er búin að þekkja þig í 30 ár, ég var heimalningur hjá þér í mörg ár og fannst þér nú ekki mikið mál að bæta einum unglingi við á heimilið þar sem við Tanja vorum óaðskiljanlegar og varst þú eins og önnur mamma mín. Það var alveg sama hvað kom upp á hjá mér, hvort sem það voru erf- iðleikar eða eitthvað annað, alltaf gat maður talað við þig, það var hægt að segja þér leyndarmál og spyrja þig að öllu, þú áttir ráð og svör við því. Það eru ófáar stund- irnar sem við sátum í eldhúsinu uppi í Rjúpufelli og gátum talað um alla heima og geima. Og tala nú ekki um þá tíma þegar þú varst alltaf að biðja mig um að nudda á þér axlirnar, þú sagðir alltaf við mig þegar ég byrjaði: „Linda, finnurðu ekki kúluna þarna?“ Þrátt fyrir að ég fyndi svo sem ekki neitt þá sagði ég allt- af: „Jú, og hún er sko þvílíkt stór,“ en mér fannst nú ekki mikið mál að nudda þig aðeins. Það var alltaf gott að koma til ykkar í Rjúpufellið og er ég mjög þakklát fyrir þann tíma, hann er mér svo ómetanlegur. Þú varst svo yndisleg, góð- Þóra Haraldsdóttir ✝ Þóra Haralds-dóttir fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1947. Hún lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á Landspítalanum við Hringbraut 28. febrúar 2015. Útför Þóru fór fram frá Fella- og Hólakirkju 9. mars 2015. hjörtuð, skemmti- leg, falleg að utan sem innan og munt þú alltaf eiga stað í hjarta mér. Elsku Kaj, Lilja, Finnur, Anna, Tanja og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan guð að vernda ykkur á þessum erf- iða tíma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Linda Mjöll Bjarnadóttir. Elsku systir, mágkona og frænka. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur hvort sem var í sorg eða gleði! Við hittumst aftur í blóma- brekkunni. Kveðja, Hörður og fjölskylda. Hinn 28. febrúar síðastliðinn kvaddi stóra systir mín, Þóra Haraldsdóttir Larsen, þennan heim eftir illvíg veikindi. Þóra fæddist 26.9. 1947 í Barmahlíð 55, Reykjavík, en ólst upp á Háteigs- vegi 48 fyrri part ævinnar. Um 12 ára aldur fór hún að vinna í versl- un sem var staðsett neðar á Há- teigsvegi og var kölluð Jóabúð. 1962 kynntist hún eftirlifandi maka sínum Kaj Anton Larsen. 1963 fluttum við af Háteigsveg- inum og inn á Langholtsveg 98. 1967 Giftu Kaj og Þóra sig og skírðu frumburðinn og var því orðið ansi stutt í gullbrúðkaupið. En stundum fara hlutirnir öðru- vísi en að maður á von á. Dags- daglega var Þóra mjög hress og ein af þeim sem ekkert aumt máttu sjá án þess að reyna að gera gott úr. 1974 fluttu Þóra og Kaj í Efra Breiðholtið og vann hún hin ýmsu störf þar til hún fór að vinna í Fellaskóla 1985, fyrst við Athvarfið og svo sem gang- avörður og leit til með börnunum úti í frímínútunum. Kaj og Þóra eignuðust fjögur börn, þau Lilju, Finn, Önnu og Tönju. Finnur son- ur þeirra býr í Noregi með fjöl- skylduna sína og eru þau búin að koma sér vel þar fyrir. Þóra og Kaj heimsóttu þau nokkrum sinn- um og fannst það mjög gaman, í þessum heimsóknum var oft keyrt um og skoðaðir sögufrægir staðir. Þau voru síðast úti hjá þeim síðasta sumar og voru þá hjá þeim í nokkrar vikur. Fljótlega eftir heimkomuna fór að bera á sjúkdómi sem reyndist vera ill- vígari en við varð ráðið og sigraði hann að lokum. Síðustu jarðnesku dögum sínum eyddi Þóra á krabbameinsdeild Landspítalans, 11E, við Hringbraut. Á starfs- fólkið þar hrós skilið því þegar ég kom og sá hana í síðasta sinn blasti við mér þvílík rósemi og fegurð, átti ég ekki von á að upp- lifa það þegar ég var að fara að sjá stóru systur í síðasta sinn. Þá fór í gegnum huga minn hvað við átt- um góð samskipti og fjölskyldan öll. Það gefur auga leið að oft var mikið að gera hjá Þóru, eiga fjög- ur börn og svo orðin amma og langamma og sinnti hún barna- börnunum mjög vel og leituðu þau mikið til hennar. Amma var sú sem oftast var leitað til ef þurfti að leysa mál því að hún var stórkostlegur sáttasemjari og náði yfirleitt að jafna öll mál og greiða úr flækjum. Nú, þar sem þinni jarðnesku veru er lokið, þá vona ég að þér gangi vel þar sem þú ert núna. Það er ekkert leyndarmál að ég naut þinnar verndar og margt hefði farið öðruvísi annars. Nú kveð ég þig að sinni og sendi Kaj og öllum börnunum þínum, barnabörnum og barnabarna- börnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, lífið gengur áfram og enginn veit hver er næstur. Kveðja, litli bróðir, Bjarni. Það voru váleg tíðindi sem bár- ust okkur í haust er leið, reyndar enn válegri en maður gerði sér grein fyrir þá. Þóra frænka hafði greinst með krabbamein. Fyrstu viðbrögð okkar voru þau að það hlyti að vera á byrjunarstigi þar sem hún var allaf hreystin upp- máluð og lækning hlyti að vera einhvers staðar í sjónmáli. Því miður reyndist svo ekki vera. Þóra frænka mín var dóttir Lilju systur mömmu, þeirrar yndislegu konu. Við fæddumst og uxum úr grasi svo að segja á sömu torfunni þegar Hlíðahverfið í Reykjavík var í byggingu langt úti í buskanum, Klambrar voru á Klambratúni og Kringlumýrin ævintýraland þar sem allaf skein sól í kálgörðum bæjarbúa. Hún var árinu eldri en ég en svo miklu stærri, þroskaðri og ábyrgðar- fyllri og hélt því forskoti langt fram á fullorðinsárin og kannski alla tíð. Móðursysturnar fjórar voru samhentar og samskipti mikil og náin milli þeirra og okkar barna þeirra og líf okkar allra svo sam- ofið á þessum árum að mynd for- tíðarinnar verður ekki heil nema allir séu taldir með. Það er farið að kvarnast úr hópnum. Þóra er fjórða af systrabörnunum sem fellur frá, fyrir aldur fram. Þóra frænka mín var falleg kona og hún erfði hina ljúfu lund og létta skap móður sinnar þó að hún gæti líka verið ákveðin og skorinorð og lagt fólki lífsregl- urnar og sagt því til syndanna ef henni þurfa þótti. Hafði hún gam- an af að segja frá slíkum sam- skiptum og var þá oft stutt í hlát- urinn því að hún Þóra frænka mín var glaðsinna og hláturmild. Skartkona var hún og hafði yndi af að farða sig og klæða sig fal- lega. Hún var stór í sniðum, gjaf- mild og örlát, aldrei naum, aldrei skorið við nögl hvort sem það voru fingurgullin á höndum henn- ar eða hlýjan, ástin og umhyggjan sem henni var svo eðlilegt að sýna samferðafólki sínu. Ég er þakklát fyrir þá stund sem við áttum saman stuttu áður en hún dó. Hárið var farið en túrbaninn fór henni vel, smekk- lega klædd og snyrt eins og alltaf. Hún bar sig vel, var full af bar- áttuhug og ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hún hafði svo mikið að lifa fyrir, var hætt að vinna og tilbúin til að njóta efri áranna með Kaj sínum sem var hennar tryggi lífsföru- nautur frá unga aldri, sem yfirgaf ættjörð sína, Danmörku, fyrir Þóru sína. Hún var svo ánægð með börnin þeirra, sem voru henni svo góð og afkomendur alla sem ég held að megi telja í tugum. Við ræddum lífið og tilveruna, stöldruðum við bernsku- og æskuárin okkar, þann óþrjótandi sjóð minninga, ljúfra og sárra. Nú er enn einn þráðurinn slitinn í þeim vef. Eftir situr maður hníp- inn og saknar. Guð blessi Þóru frænku mína og gefi Kaj og fjölskyldunni allri styrk í þessari miklu sorg. Ragnhildur I. Guðmundsdóttir. Nemendur Fellaskóla koma margir langt að, þótt þeir eigi heima í grenndinni, sumir kannski nýfluttir til landsins. Þeir eiga sitt móðurmál sem getur ver- ið okkur innfæddum framandi en í skólanum kynnast börn úr ólík- um menningarheimum og það sem sameinar þau er gleði og ein- lægni bernskunnar; hjörtun slá með sama takti þótt tungutakið sé breytilegt. Í slíkum skóla er afar brýnt að starfsfólk hugsi í lausn- um og temji sér sveigjanleg vinnubrögð sem einkennast af víðsýni og umburðarlyndi. Öll börn eru með sínum hætti varkár og spyrjandi við upphaf skóla- göngu, ekki síst þau sem ekki geta tjáð sig á því tungumáli sem er ríkjandi í umhverfi þeirra utan heimilis. Þá þarf gæðafólk til að hlúa að litlum sálum og búa til öruggan vettvang daganna þar sem allir njóta sín um leið og þeir tileinka sér nýtt tungumál, nýja siði, opna glugga í sólarátt. Þóra Haraldsdóttir kunni þá list. Hún starfaði lengst af sem gangavörður og skildi vel mikil- vægi þess að allir fyndu sig heima í skólanum, lagði sig fram um að sýna nemendum skilning, náði vel til barnanna, þekkti þau með nafni og ávann sér fljótt traust þeirra. Þau báru virðingu fyrir henni og störfum hennar, vissu sem var að Þóra var haukur í horni sem gott var að leita til. Þóra var glæsileg kona, já- kvæð, glaðvær og hláturmild, björt yfirlitum og ekki leyndi sér hvar hún var: það geislaði af henni glaðværðin – og umhyggj- an fyrir skjólstæðingum var ós- víkin. Á morgnana urðu þær Þóra og Kolbrún samstarfskona hennar samferða til vinnu, reiðubúnar að takast á við verkefni dagsins. Saman áttu þær ríkan þátt í að móta hefðir sem höfðu jákvæð áhrif á skólabrag og skapa nota- legt námsumhverfi fyrir nemend- ur. Voru báðar sér meðvitaðar um mikilvægi þess að tryggja öryggi nemenda og taka ávallt fallega á móti þeim, ekki síst í upphafi skóladags. Þóra Haraldsdóttir átti langan og farsælan starfsferil í Fella- skóla og nemendur, foreldrar og starfsmenn munu sakna hennar. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hennar. Sorgin er skuggi gleðinn- ar, enginn syrgir nema átt hafi gefandi líf með hinum látna. Sá sem farinn er lifir í minni þeirra sem hann muna. Nemendur og starfsmenn Fellaskóla senda öll- um ástvinum Þóru Haraldsdóttur hugheilar samúðarkveðjur. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Fellaskóla. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN HULDA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Grenigrund 25, Selfossi, lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sunnudaginn 1. mars. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 14. . Árni Sigursteinsson, Kristín Árnadóttir, Brynjólfur Tryggvi Árnason, Hreindís E. Sigurðardóttir, Gunnar Þór Árnason, Anna Sigurðardóttir, Árni Árnason, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Sveinbjörn Friðjónsson, Sólrún Árnadóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Hafsteinn Már Matthíasson og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KATRÍNAR R. MAGNÚSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis að Lynghaga 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir alúð og góða umönnun. . Jón M. Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir, Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Inga Hanna Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Yndislegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, HERMANN NORÐFJÖRÐ, lést 5. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. mars kl. 13. . Stella A. Norðfjörð, Leifur Magnússon, Lilja María Norðfjörð, Sigurður Ingi Einarsson, Skúli Þ. Norðfjörð, Ásta María Sverrisdóttir, Axel Finnur Norðfjörð, Eva Rós Tómasdóttir, Rakel Dögg Norðfjörð, Daníel Karl Pétursson, Kristín Margrét Norðfjörð, Jóhannes Norðfjörð, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Ingibjörg Norðfjörð og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, ÓLÍNU K. JÓNASDÓTTUR, Brunngötu 20, Ísafirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki í heimahjúkrun á Ísafirði og starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir alúð og góða umönnun. . Kristján Hilmar Lyngmo, Guðmundur Óli K. Lyngmo, Anette Hansen, Sveinn Daníel K. Lyngmo, Þórdís Steinþórsdóttir, Jón Alberts K. Lyngmo, Sigrún Ingadóttir, Kristinn Gunnar K. Lyngmo, Halldóra Halldórsdóttir, Sigrún K. Lyngmo, Hilmar K. Lyngmo, Sigríður Sigþórsdóttir, Jónas K. Lyngmo, Berglind K. Lyngmo, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.