Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Morgunblaðið/Kristinn Vinnustofan Sigurður Ben Jóhannsson kann best við að mála við eldhúsborðið heima hjá sér. sér fjárumsýslu, samskipti við fjölda fólks og ferðalög til útlanda, og var hæstánægður í starfi. Ekki latti hann heldur að vinnuveitandinn veitti honum ýmsar vegtyllur og við- urkenningar í áranna rás. „Ég lagði af stað í vinnuna klukkan sex alla virka morgna í þrjátíu ár og var ekk- ert farinn að hugleiða starfslok,“ segir hann. Á réttri hillu Þar sem Sigurður er menntaður rafvirkjameistari og hafði starfað sem slíkur í mörg ár að meðtöldum fyrstu árunum hjá hernum íhugaði hann að snúa aftur í sitt gamla fag. Hann dvaldi þó ekki lengi við þá hugsun, of mikill tími hefði farið í endurmenntun því efni og aðferðir voru orðin allt öðruvísi en í hans meistaratíð. Þess í stað hóf hann að sækja kúrsa í Myndlistaskólanum í Reykjavík og fann strax að hann var kominn á rétta hillu í lífinu. „Ég hef alltaf haft gaman af að teikna og mála og dundað svolítið við það gegnum tíðina. Teikning var eina námsgreinin sem ég fékk mjög góða einkunn í þegar ég var í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar á sjötta áratugnum, annars var ég tossi eins og lesblindir voru kallaðir í þá daga. Teiknikennarinn minn, Jóhann Briem listmálari, hvatti mig til að fara í listnám, en foreldrar mínir voru ekki hrifnir, listnám þótti ekki gæfulegt í þá daga. Úr varð að ég komst á samning í rafvirkjun hjá mági móður minnar,“ rifjar Sig- urður upp. Hann segist vera svo fastur í rútínunni að hann vakni ævinlega fyrir allar aldir, byrji að mála og sé að til kvölds, rétt eins og í vinnunni áður fyrr. Margrét kærir sig kollótta þótt sumir botni ekkert í hvernig hún líði Sigurði að leggja íbúðina svona undir sig eins og einhver hafði á orði við hana. „Að vísu minni ég hann stundum á hvað hann eigi um- burðarlynda eiginkonu. Ég er búin að elda í fimmtíu ár og nenni ekki lengur að vera með mikið umstang í eldhúsinu, þetta dót er ekkert fyrir mér,“ segir hún brosandi. Litagleðin allsráðandi Sigurður sækir sér víða inn- blástur. Stundum fer hann niður að höfn eða keyrir út að Gróttu og myndar það sem fyrir augu ber; báta, skip, hús, bíla, fólk, náttúruna, fjöllin í fjarska og hvaðeina. „Nema blóm, ég er lítið fyrir að mála blóm,“ upplýsir hann. Síðan hleður hann ljósmyndunum niður í tölvuna sína með skipulögðum hætti til að grípa kannski í síðar. „Mér finnst skemmtilegast að búa til mín eigin þorp þar sem húsin, fólkið og umhverfið eru eftir mínu höfði. Einnig abstrakt og fígúratív verk í sterkum litum með einföldum línum eins og ég er mikið að mála þessa dagana. Það fer svolítið eftir skapinu hvaða stíll hentar mér hverju sinni. Einnig mála ég töluvert eftir gömlum myndum og ljós- myndum sem ég tek sjálfur, eða reyni að stæla Picasso sem er minn uppáhaldslistamaður, og kannski aðra góða. Litagleðin einkennir verk mín öðru fremur,“ segir Sigurður og bætir við að líkast til sé hann maður margra stíla, Rammpólitískur Áður en hann hefst handa við málverkin kveðst hann jafnan vera búinn að sjá myndirnar fyrir sér. Hann rissar útlínurnar gróflega upp á striga áður en hann byrjar að olíu- mála. „Ég gef öllum myndunum mínum nafn og læt stundum fylgja með nokkra punkta um þýðingu þeirra fyrir mig. Mig langar til að fólk sjái eitthvað út úr verkum mín- um – að einhver hugsun búi að baki hverju þeirra. Sjálfur er ég ramm- pólitískur eins og sumar myndirnar bera með sér,“ segir Sigurður og vís- ar til dæmis í verkin Fjárlagagatið og Lögfræðinginn. Eftir rafvirkjanámið lærði hann tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann þurfti að kunna að lesa teikningar til að geta boðið í verk. „Þessi kunnátta kom mér síð- an til góða þegar ég fór að mála myndir af húsum og heilu götu- myndirnar,“ útskýrir hann. Sjö einkasýningar Frá því Sigurður tók upp þráð- inn við listagyðjuna hefur hann mál- að hátt í þúsund myndir, haldið sjö einkasýningar og sýnir um þessar mundir í Restaurant Reykjavík. Hann kveðst selja svolítið gegnum vefsíðu sína, siggi-ben.tumblr.com, og einnig á sýningunum en verkin virðist falla vel í kramið hjá erlend- um ferðamönnum. „Ég fæ annað slagið tölvupósta frá útlendingum sem ég kann engin deili á en keypt hafa verk mín á þessum sýningum. Nýverið fékk ég til dæmis boð um að halda einkasýningu í galleríi í Þýskalandi,“ segir Sigurður, sem hafnaði góðu boði. Spurður hvort hann sé ekki far- inn að græða á tá og fingri hristir hann bara höfuðið og segir að til þess sé leikurinn heldur ekki gerður. „Ég á alveg nóg og hef ekkert með meiri peninga að gera. Eins og verð- miðarnir á myndunum bera vitni um nægir mér að fá fyrir kostnaði; verk- færum, olíulitum, striga, römmum og þvíumlíku.“ Stundum er enginn verðmiði því Sigurði finnst gaman að gefa málverk þeim sem hann veit að kunna að meta þau. Hann segist vakna glaður í bragði á hverjum morgni, ánægður með að hafa eitt- hvað skemmtilegt fyrir stafni. „Ekk- ert stress, ekkert vesen,“ segir Mar- grét. Þau hjónin eru alsæl með lífið. Einhver hús Myndina málaði Sigurður samkvæmt óljósri minningu um einhver hús, einhvers staðar. Bernskuminning Fell á Ísafirði brann 1946 og ungur frændi Sigurðar fórst. Reykjavík Hús á horni Njarðargötu og Freyjugötu. Höfnin Sigurði finnst gaman að mála skip og skapar sér stundum sitt eigið hafnarumhverfi. Kokteilboð Áhrif Picassos uppá- halds málarans, leyna sér ekki. Fjárlagafrumvarpið Ljósi blettur- inn táknar gatið í frumvarpinu. Ársfundur EFÍA 2015 Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 15 í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Í samræmi við samþykktir sjóðsins verður efnt til atkvæðagreiðslu meðal sjóðfélaga um tillögur til breytinga á samþykktum. Gögn verða send sjóð- félögum í framhaldi af ársfundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með umræðu- og tillögurétti. Hægt er að nálgast ársfundargögn á heimasíðu sjóðsins www.efia.is. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur kynntur 3. Tryggingafræðileg úttekt 4. Fjárfestingarstefna 5. Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna 6. Val endurskoðanda 7. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 8. Önnur mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.