Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is JEEP GRAND CHEROKEE LTD OVERLAND árg. 2003, ekinn 84 Þ.M, sjálfskiptur, leður lúga ofl. Verð 1.290.000. Raðnr.253474 TOYOTA LAND CRUISER 150 GX 60TH ANNIVERSARY 05/2012, ekinn 90 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Verð 8.900.000. Raðnr.285705 BMW M3 árg. 2003 ekinn 178 Þ.km. Verulega flottur! Verð 3.990.000. Raðnr.252703 BMW 730D árg. 2004, ekinn 199 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.850.000. Raðnr.252643 BMW 545i árg. 2004, ekinn 180 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 2.890.000. Flott eintak! Raðnr.285338 Leitarvélarisinn Google mun í vik- unni gera breyt- ingar á leitarnið- urstöðum þannig að þær hampi frekar vefsíðum sem eru auðnot- anlegar á snjall- símum. Vefir sem ekki er auðvelt að lesa eða nota í snjallsímum mega vænta þess að færast neðar í niðurstöð- unum, að því er Financial Times greinir frá. Breytingin á aðeins við niðurstöður sem birtar eru á snjallsímum, en ekki verður gerð breyting á algríminu sem stýrir leitarniður- stöðum sem birtast þegar notast er við spjald- tölvu eða einkatölvu. Bendir FT þó á að um helmingur allra leita á Google sé framkvæmdur í gegnum snjall- síma og breytingin því líkleg til að hafa veru- leg áhrif á hvert netumferð beinist. Að sögn FT gæti breytingin bitnað harka- lega á fyrirtækjum sem ekki hafa enn gert vefsíður sínar snjalltækjavænar. Í þeim hópi eru meðal annars tískuveldið Versace og vef- ir sjálfs Evrópusambandsins. ai@mbl.is AFP Google endurraðar niðurstöðum  Leitarvélin hampar farsímavænum vefsíðum Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins var hald- inn 16. apríl og var þar kjörin ný stjórn. Nýir stjórnarmenn eru Árni Stefánsson, Húsa- smiðjunni; Bjarni Bjarnson, Orkuveitu Reykjavíkur; Jens Garðar Helgason, Eskju; Gylfi Gíslason, Jáverki; Jón Ólafur Halldórs- son, Olíuverslun Íslands, og Rannveig Grét- arsdóttir, Hvalaskoðun Reykjavíkur. Út úr stjórn ganga Adolf Guðmundsson, Gullbergi; Arnar Sigurmundsson; Gunnar Sverrisson, ÍAV; Margrét Kristmannsdóttir, Pfaff; Tryggvi Þór Haraldsson, Rarik, og Ey- steinn Helgason, Kaupási. Auk þerra sem taldir voru hér að ofan sitja nú í stjórninni þau Ari Edwald, Eyjólfur Árni Rafnsson, Mannviti; Guðmundur Sæmundsen, Bláa lóninu; Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís; Höskuldur H. Ólafsson, Arion banka; Jens Pétur Jóhannsson, Rafmagnsverkstæði RJR; Kolbeinn Árnason, SFS; Margrét Sanders, Deloitte; Ólafur Rögnvaldsson, Hraðfrystihúsi Hellissands; Rannveig Rist, Rio Tinto Alcan; Sigrún Ragna Ólafsdóttir, VÍS; Sigstein P. Grétarsson, Marel; Þorstein Már Baldvinsson, Samherja og Þórir Garðarsson frá Iceland Excursions. ai@mbl.is Sex nýir í stjórn SA Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Slush-ráðstefnan í Finnlandi er einn af lykilviðburðum tölvu- leikjageirans og laðar uppákoman til sín þúsundir gesta frá öllum heimshornum. Reykjavík verður fyrsta borgin til að hýsa Slush- ráðstefnu utan Finnlands og verð- ur Slush PLAY-ráðstefnan haldin í Gamla bíói dagana 28. og 29. apr- íl. Stefán Þór Helgason er verk- efnastjóri hjá Klak Innovit og einn aðstandenda ráðstefnunar. Hann segir að auk þess að bjóða upp á fjölda áhugaverðra erinda frá leiðandi fólki í tölvuleikja- og sýndarveruleikaheiminum sé við- burðinum ætlað að laða til lands- ins erlenda fjárfesta og kynna þeim blómlegan tölvuleikjaiðn- aðinn á Íslandi. Í hópi fyrirlesara eru Susana Meza Graham hjá Paradox Inter- active, Chet Faliszek hjá Valve, David Gardner hjá London Vent- ure Partners og Davíð Helgason hjá Unity Technologies. „Það stendur til að útvíkka Slush til fleiri borga og verður Reykjavík sú fyrsta til að byrja að mynda þetta ráðstefnunet. Skapast þann- ig tengingar víða út í heim og ekki síst við stöndugan tölvuleikjaiðn- aðinn í Finnlandi,“ segir Stefán. Blómstraði í hruninu Íslenski tölvuleikjageirinn hefur þróast hratt á undanförnum árum og virðist núna vera í miklum blóma. Stefán segir hægt að rekja þróunina allt aftur til OZ og CCP sem síðan varð til í kjölfarið en svo virðist sem sprenging hafi orðið í greininni um og eftir hrun- ið margumtalaða og kraftar losn- að úr læðingi. „Í gegnum fyrirtæki eins og CCP öðlaðist fjöldi fólks mikla reynslu og þekkingu og sumir ákváðu að söðla um og stofna sín eigin fyrirtæki. Hrunið virðist hafa komið ákveðnu róti á at- vinnulífið svo mikið var af hæfi- leikafólki á öllum sviðum í leit að áhugaverðum störfum. Gerist það á sama tíma að uppgangur var í leikjaheiminum almennt og hann stækkaði á alla vegu,“ útskýrir Stefán. Um leið er sennilegt að út- breiðsla snjalltækja hafi breytt landslagi leikjamarkaðarins þann- ig að smærri fyrirtæki fóru að eiga greiðari leið að við- skiptavinum og tekjum. Áður var leikjaútgáfa mikið til bundin við stór útgáfufyrirtæki þar sem hundruð forritara og listamanna streðuðu við gerð hvers tölvu- leiks, en með snjallsímum var hægt að ná til alls heimsins með lítilli yfirbyggingu og slá í gegn með frekar einfaldri leikjasmíði. „Auðveldara varð fyrir þá litlu að koma sér á framfæri og byrja að ná fótfestu, þó á móti hafi komið að með auknu framboði urðu fleiri um hituna og erfitt að standa upp úr hópnum.“ Íslensk áhættusækni Stefán er heldur ekki frá því að sú tilhneiging Íslendinga að vera áhættusæknir og gjarnir á að elt- ast við stóra drauma hafi haft sitt að segja því tölvuleikjasmíði þykir nokkuð áhættusamt svið þar sem sigurvegararnir uppskera ríku- lega en þeir sem ekki ná hylli neytenda sitja iðulega eftir með sárt ennið. „Samlíkingin við kvik- myndageirann á fullan rétt á sér, og margt af því sem íslenskir tölvuleikjafrömuðir hafa gert er keimlíkt því sem Baltasar Kor- mákur er að fást við í dag. Tölvu- leikur er rétt eins og kvikmynd að því leyti að ótalmargt þarf að smella saman til að dæmið gangi upp og aldrei má ástríðuna vanta. Ef það svo gerist að sköp- unarverkið fær ekki náð fyrir augum almennings þarf að harka það af sér og reyna að takast á við næsta verkefni.“ Segir Stefán að margt af því fólki sem beri íslenska tölvu- leikjageirann uppi sé mikið hæfi- leikafólk sem gæti látið að sér kveða á ótal sviðum. „Allt gæti þetta fólk verið á blússandi laun- um við að gera eitthvað annað en velur þess í stað að reyna að gera drauminn að veruleika og er tilbú- ið að leggja á sig ýmsar fórnir á meðan.“ Uppistaða eða aukabúgrein? Hversu miklu máli íslenski tölvu- leikjaiðnaðurinn skiptir fyrir hag- kerfið er erfitt að segja. Í dýpstu lægðum kreppunnar var mál manna að munaði miklu fyrir gjaldeyristekjur þjóðarinnar hversu margir erlendir áskreif- endur greiddu mánaðargjald EVE online. Á síðustu árum hafa svo borist fréttir af landvinn- ingum fyrirtækja eins og Plain Vanilla í Kísildal og núna síðast í Kína. Stefán segir að leikjaiðn- aðurinn geti seint keppt við und- irstöðuatvinnugreinar eins og ferðaþjónustu og sjávarútveg, en sé samt verðmæt viðbótarbúgrein fyrir hagkerfið. Þá geti það gerst eins og hendi sé veifað að leikur slái óvænt í gegn og verði að næsta Angry Birds, en sá leikur reyndist vera margra milljarða dala virði. „En það sem er svo heppilegt við tölvuleikjaiðnaðinn er að jafn- vel þótt hluti fyrirtækjanna fari alveg lóðrétt á hausinn þá verður til svo mikil reynsla og þekking á meðal starfsfólksins, sem fer svo með þetta farteski í önnur verk- efni. Nú er Plain Vanilla til dæmis að markaðssetja Quiz Up-leikinn í Kína, og vel hægt að ímynda sér að sú reynsla sem þar skapast, og innsýn í kínverska markaðinn, sölu og markaðssetningu geti smitað út frá sér og nýst annars staðar í íslensku atvinnulífi.“ Vantar fleira fólk En hvað þarf til að hlúa enn betur að atvinnugreininni og gera Ís- land að aðalaðandi stað til að smíða leiki? Stefán nefnir fyrst af öllu að tölvuleikjafyrirtækin glími við viðvarandi skort á hæfi- leikafólki. Ekki aðeins þurfi að mennta nýjar kynslóðir forritara og leikjahönnuða heldur líka að laða til landsins fólk erlendis frá með reynslu í farteskinu. „Þar er hægt að horfa til fordæmis Kan- ada sem laðar til sín verðmæta starfskrafta með alls kyns fríð- indum, skattalegum og annars konar.“ Stefán segir einnig mikilvægt að fylla í ákveðnar glufur í þekk- ingar- og reynsluforða atvinnu- greinarinnar. Íslensk tölvuleikja- fyrirtæki kunni að gera vandaða vöru en eigi sínar veiku hliðar þegar kemur að dreifingu og markaðssetningu. „Betri teng- ingar við miðstöðvar tölvu- leikjaheimsins vestan- og aust- anhafs myndu koma sér vel.“ Verður næsti Angry Birds íslenskur?  Fyrsta Slush-ráðstefnan utan Finnlands verður haldin í Reykjavík  Leiða saman leiðtoga, fjárfesta og frumkvöðla úr tölvuleikjageiranum Ljósmynd / Anton Brink Hansen Segulstál Stefán segir hægt að læra af Kanada sem hefur reynt að laða til sín hæfileikafólk á hugbúnaðarsviðinu með ýmiss konar fríðindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.