Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Utanríkis-ráðherrahefur lagt fram og mun mæla fyrir á næstu dög- um nýrri þingsályktunar- tillögu, þar sem ný þjóðaröryggisstefna íslenska ríkisins er sett fram í tíu stutt- um og einföldum liðum, sem nánar eru útlistaðir í greinar- gerð með tillögunni. Stefnan byggist á tillögum þingmanna- nefndar sem skipuð var á síð- asta kjörtímabili í viðleitni til þess að skapa víðtæka sátt um stefnu landsins í varnar- og ör- yggismálum sínum. Verði til- lagan að veruleika er meðal annars stefnt að því að stofnað verði sérstakt þjóðaröryggis- ráð, sem hafi það hlutverk að fylgjast með stöðu þessara mikilvægu málaflokka. En þó að nokkur nýmæli fel- ist í því að slík öryggisstefna sé færð í letur er ljóst að hún byggist fyrst og fremst á þeim sömu grunnstoðum og varnar- stefna landsins hefur byggst á í rúmlega 65 ár, aðildinni að Atl- antshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Banda- ríkin. Jafnhliða því er stefnt að því að efla og þróa enn frekar norræna samvinnu um þessi mál, ásamt því sem tillagan leggur áherslu á að mann- virkjamál séu hér í góðu lagi og að hugað verði að auknu net- öryggi, en nýlegar fregnir af tölvuárásum á æðstu ríkis- stofnanir Bandaríkjamanna sýna að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Eitt nýmælið í tillögunni er það, að í henni er skýrt kveðið á um það að stefna beri að frið- lýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnorkuvopn- um í því augnamiði að stuðla að afvopnun og friði af Íslands hálfu, að teknu tilliti til al- þjóðlegra skuldbindinga lands- ins í þessum efnum. Að vissu leyti er hér um að ræða gott og þarft framlag af Íslands hálfu til afvopnunarmála, en þau standa nokkuð höllum fæti í heiminum í dag. Það verður hins vegar að telja líklegt að erfitt verði, ef ekki ómögulegt, að framfylgja slíkri friðlýs- ingu, sér í lagi ef ætlunin er að banna einnig umferð kjarn- orkuknúinna farartækja, líkt og raddir hafa heyrst um. Það að setja þjóðaröryggis- stefnu landsins fram með jafn- skýrum hætti er ákaflega þarft og tímabært, ekki síst í ljósi þess hversu hratt aðstæður í alþjóðamálum hafa og geta breyst. Það er rétt sem Björn Bjarnason sagði í aðsendri grein í blaðinu á föstudaginn, að engan hefði órað fyrir því fá- einum vikum eftir að Eystra- saltslöndin öðluðust sjálfstæði, að full ástæða yrði fyrir Norðurlönd til þess að samein- ast um yfirlýsingu aldarfjórð- ungi síðar til að mótmæla hern- aðarlegum ögrunum Rússa í garð grannríkja sinna. Þær ögranir eru því miður stað- reynd og kalla á viðbrögð við hæfi. Ný þjóðaröryggis- stefna er tímabær}Til varnar landi og þjóð Eftir páskahlésetti stjórnar- andstaðan af stað langdreginn leik- þátt um að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um fram- hald viðræðna um aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. Þegar stjórnarandstaðan var í stjórn hafnaði hún því að hafa þjóðina með í ráðum um að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu, en nú, þegar samn- ingaviðræður hafa fyrir löngu siglt í strand undir stjórn nú- verandi stjórnarandstöðu, á að leita ráða hjá þjóðinni. Þetta er eins ótrúverðugt og hugsast getur og í umræðun- um sem spunnist hafa um þingsályktunartillögu stjórn- arandstöðunnar hefur komið glöggt fram hversu innantóm tillagan er og hversu fjar- stæðukennt væri að sam- þykkja hana. Þetta vita auðvit- að allir, líka kíkja-í-pakkann-liðarnir í stjórnarandstöðunni. En til- lagan er álitin síð- asta hálmstráið í þeirri viðleitni sem staðið hefur yfir í tæp sex ár, að svíkja Ísland inn í Evrópusambandið á fölskum forsendum. Formælendur tillögunnar viðurkenna í raun að engar forsendur eru fyrir því að Ís- land sækist eftir aðild að Evr- ópusambandinu og segjast ým- ist vera andvígir aðild eða fylgjandi undanþágum sem Evrópusambandið hefur þegar hafnað í verki, og lá raunar fyrir áður en sótt var um að væru ekki í boði. En fyrst tíma þingsins er nú enn varið í umræður um Evr- ópusambandsaðild sem fáir hafa áhuga á, væri þá ekki ráð- legra að taka fyrir tillögu um að senda framkvæmdastjórn sambandsins erindi og óska eftir að hún fallist á vilja ís- lenskra stjórnvalda og taki landið af lista yfir umsóknar- ríki. Enn vinnur stjórnar- andstaðan að því að rýra trúverðugleika þingsins} Leikaraskapur á Alþingi N úna á fimmtudaginn verða 100 ár liðin frá upphafi hins hrylli- lega þjóðarmorðs Ottóm- anaveldisins á armenska minnihlutanum í Litlu-Asíu, en talið er að á árunum 1915 til 1921 hafi um ein og hálf milljón manna látið lífið í grimmileg- um ofsóknum, sem í dag yrðu ekki kallaðar annað en þjóðernishreinsanir. Þau sem ekki voru tekin af lífi voru neydd til þess að yf- irgefa heimili sín og eigur og rekin suður á bóginn til þeirra landa sem í dag kallast Sýr- land, Líbanon og Írak. Á þessari dauðagöngu varð fólkið fyrir stöðugu og viðurstyggilegu ofbeldi af hendi Tyrkja og Kúrda. Þegar á leiðarenda var komið var fólkinu smalað sam- an í búðum, þar sem lakar aðstæður drógu enn fleiri til dauða. Örlög Armenanna voru engin leyndarmál á þessum tíma og má meðal annars fletta upp greinum úr göml- um Morgunblöðum frá stríðsárunum þar sem framferði Ottómana var lýst. Var þar jafnvel talað um nauðsyn þess að Armenía tilheyrði Rússlandi eftir styrjöldina, þar sem það væri ekki siðferðilega rétt að skilja þá eft- ir undir stjórn Tyrkjaveldis eftir allt sem gengið hafði á. En styrjöldinni lauk um síðir og Ottómanaveldið heyrði sögunni til. Fljótlega féllu voðaverkin gegn Ar- menum í gleymsku og Tyrkir hafa alla tíð síðan neitað allri ábyrgð á þeim og sagt þau staðleysu. Það þó að ótal gögn, ljósmyndir, vitnisburðir og aðrar skriflegar heimildir sýni hið gagnstæða. Þrátt fyrir hinar hörðu mótbárur Tyrkja hafa ýmis ríki og alþjóðasamtök gengið fram fyrir skjöldu og viðurkennt ódæðið sem þjóð- armorð og tekið afstöðu með því að sagan sé gerð rétt upp. Má þar nefna nokkur af helstu ríkjum Evrópu, auk þess sem Frans páfi ræddi þessi mál í sunnudagsmessu sinni hinn 12. apríl síðastliðinn. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þings- ályktunar, borin fram af fulltrúum allra flokka, þar sem ályktað er um viðurkenningu Íslands á þjóðarmorðinu á aldarafmælinu. Slík tillaga var borin fram tvisvar sinnum á síðasta kjörtímabili en náði ekki fram að ganga þá, þar sem hún var ekki rædd í fyrra skiptið og var svo svæfð í nefnd í seinna skiptið. Því miður verður að teljast líklegt að tillagan muni hljóta sömu örlög nú, þar sem lítið er eftir af þingi, og mörg önnur mál sem njóta forgangs. Það væri þó óskandi að þingið myndi afgreiða þessa tillögu. Líkt og Frans páfi sagði í messu sinni er það að fela eða afneita illsku eins og að leyfa sári að blæða án þess að binda það. Í krafti afneitunarinnar var tónninn sleginn fyrir önnur voðaverk 20. aldarinnar, eins og sést á spurningu Hitlers í aðdraganda helfararinnar: „Hver man eftir Armenunum?“ Viðurkenning á þjóðarmorðinu hundrað árum síðar er því löngu tímabær. Stundin er ávallt rétt til að gjöra hið rétta. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Stundin er ávallt rétt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Vandséð er að þetta frum-varp muni fækka leyfis-lausum aðilum eða dragaúr skattsvikum. Þvert á móti má halda fram að það muni ganga af löglegri heimagistingu og íbúðaleigu dauðri á Íslandi,“ segir í gagnrýnni umsögn sem Ketill Berg Magnússon, rekstrarhagfræðingur, og Einar Kristjánsson, hagfræð- ingur, skrifuðu um frumvarp um heimagistingu og íbúðaleigu, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, lagði fram fyrir páska. Núna eru um 1.500 gistirými í boði á höfuðborgarsvæðinu á gisti- vefnum airbnb og þeim fer fjölgandi með hverjum deginum. Þess hefur gætt í umræðunni um frumvarpið að sumir þingmenn líti á heimagistingu sem vandamál, vegna þess að það tíðkast að hagnaður sé ekki gefinn upp til skatts, en aðrir líta á heima- gistingu sem tækifæri í ferða- mennsku, enda er hún að verða sí- vinsælli kostur hjá ferðamönnum á alþjóðavísu. Markmiðið með frumvarpi iðn- aðarráðherra er að gera einstak- lingum auðveldara að fá leyfi fyrir heimagistingu, m.a. með fækkun umsagna sem nauðsynlegt er að afla svo að rekstrarleyfi fáist gefið út, með það að markmiði að fækka óskráðum og leyfislausum gisti- stöðum. Umsögn Ketils og Einars gagnrýnir frumvarpið og telur það vinna gegn markmiðum sínum, að minnka svarta atvinnustarfsemi, þar sem frumvarpið felur í sér auknaskerðingu á frelsi til útleigu. Vert er að taka fram að þeir reka báðir heimagistingu. Útleigutími 8 vikur á ári Í umsögninni er harkalega gagnrýnt að frumvarpið takmarki heildarútleigutíma á ári við 8 vikur, sem er skerðing í núverandi lögum um 44 vikur eða 85%. „Styttingin er illa rökstudd og hefur verulega íþyngjandi áhrif á heimagistingu og íbúðaleigu,“ segir í umsögninni, en í athugasemdum með frumvarpinu er átta vikna skerðingin rökstudd með tilliti til þess að tímalengdin ráðist af þeim tíma sem almennt er að ein- staklingar nýti sem orlof yfir árið. Er þá sagt að á móti kemur að aðil- um verði nú heimilt að leigja út lög- heimili sitt auk einnar annarrar fasteignar í eigu viðkomandi. Þó má viðkomandi bara leigja út viðkom- andi eignir í átta vikur samtals á ári hverju. Lögaðilar mega ekki bjóða upp á heimagistingu Þá er einnig gagnrýnt í um- sögninni að frumvarpið gerir ein- staklingum ekki lengur mögulegt að reka heimagistingu eða íbúðaleigu sem lögaðila, en ýmsir kostir eru innifaldir í því að bjóða upp á heima- gistingu í lögaðilaformi út frá rekstrarlegu sjónarhorni. Í athuga- semdum með frumvarpinu er bann við heimagistingu lögaðila rökstutt með því að skilja eigi á milli lögaðila sem hafa gististarfsemi sem aðal- starfsemi allt árið og einstaklinga sem leigja heimili sitt hluta úr árinu. Jón Gunnarsson, formaður at- vinnuveganefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tilefni sé til að lengja heildarútleigutímann. „Þau sjónarmið hafa nú þegar komið fram hjá nefndinni og þetta er eitt- hvað sem þarf að meta. Ég held að allir hafi sama markmið í huga í þessu, að láta frumvarpið frekar vinna gegn svartri atvinnustarfsemi í gistingu eins og raun ber vitni. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna með í málsmeðferð frum- varpsins.“ Efast um að dragi úr skattsvikum Morgunblaðið/Ómar Umsögn Frumvarp iðnaðarráðherra um heimagistingu er gagnrýnt fyrir að draga ekki úr skattsvikum, sem er mikið vandamál í heimagistingu. Í athugasemdum við frumvarp iðnaðarráðherra er m.a. fjallað um skattsvik í gistiþjónustu. „Í skýrslu Rannsóknarstofn- unar atvinnulífsins kemur fram að stærsta vandamálið í gisti- þjónustu sé fjöldi óskráðra og leyfislausra gististaða sem lík- lega standi ekki skil á öllum sköttum. Þá hefur Íslandsbanki skoðað fjölda gistinátta á land- inu og nýtingu þeirra. Í sam- antekt bankans kemur m.a. fram að fjöldi gistinátta á hvern ferðamann hefur dregist nokk- uð saman frá árinu 2010 sem bendir til þess að ferðamenn nýti sér í auknum mæli annars konar gistiþjónustu en þá sem skilar inn upplýsingum um fjölda gistinátta. Einnig segir að fjölgun ferðamanna hafi und- anfarin ár verið talsvert yfir fjölgun hótelherbergja og að mismuninum hafi m.a. verið mætt með framboði af gistirými í íbúðum í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í rökstuðningi með frum- varpinu. Standa ekki skil á sköttum ÚR ATHUGASEMDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.