Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 ✝ Pálína AnnaJörgensen fæddist í Reykjavík 9. september 1935. Hún lést á dvalar- heimilinu Grund 5. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Halla Soffía Hjálmsdóttir, f. 12.5. 1910, d. 2.9. 1988, og Lauritz Constantin Jörg- ensen, f. 4.3. 1902, d. 23.7. 1952. Alsystkini Önnu: Erna Guð- finna, f. 1930, Lauritz Hallgeir, f. 1931, stúlka, f. og d. 1933, og Málfríður Guðjóna, f. 1934, d. 1989. Systkini Önnu sammæðra: Eyþór Haukur Stefánsson, f. 1939, og Edda Bernharðs Bern- harðsdóttir, f. 1940. Eftirlifandi systkini Önnu samfeðra: Jóna, f. 1939, Svandís Ingibjörg, f. 1940, Guðrún Björk, f. 1940, Dagmar Vilhelmína, f. 1945, og Margrét Sigríður, f. 1949. Anna átti einn- ig sjö samfeðra systkini sem eru látin. Anna giftist 10.12. 1955 Sveini Steinssyni frá Hrauni á Skaga, f. 8.9. 1929. Foreldrar hans voru Steinn Leó Sveinsson, f. 17.1. 1886, d. 27.11. 1957, og Guðrún Sigríður Kristmunds- 2004, og Bríet Bergdís, f. 2008. Anna flutti að Sólheimum í Grímsnesi árið 1937 ásamt systkinum sínum Lárusi og Mál- fríði og ólst þar upp til 16 ára aldurs og flutti síðan til Reykja- víkur. 18 ára gömul fór hún að Hrauni á Skaga og vann þar sem kaupakona. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Sveini Steinssyni. Eftir veruna á Hrauni lágu leiðir þeirra beggja til Reykjavíkur,1953 fluttu þau að Sólheimum í Grímsnesi, 1954 fluttu þau til Reykjavíkur, 1961 fluttu þau aftur að Sólheimum. Þau fluttust að Geitagerði í Skagafirði 1965 og bjuggu þar til ársins 1991 en þá flutti Anna til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Anna sinnti ýmsum störfum í lífinu s.s., var í vist hjá Óttari Möller, vann við gæslu og umönnun á Sólheimum, bónda- kona í Geitagerði, vann við umönnun á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, á sláturhúsi á Sauðárkróki, í þvottahúsi að Hrafnistu í Reykjavík og síðustu árin í gæslu á sambýli fatlaðra í Láglandi. Alla tíð lét hún sér málefni fatlaðra og þeirra sem minna mega sín miklu varða og vann af alúð að velferð þeirra. Á barnsaldri var hún gjarnan köll- uð prakkarakúla og lýsir sú nafngift henni betur en mörg orð. Útför Önnu fer fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 20. apríl 2015, kl. 13. dóttir, f. 12.10. 1892, d. 24.10. 1978. Börn Önnu og Sveins eru: 1. Erla Hrönn, f. 1955, fyrrverandi sam- býlismaður Jón Magnússon, f. 1954, börn þeirra: Magn- ús, f. 1976, sam- býliskona Sigurrós Jakobsdóttir, eiga þau tvo syni, og Anna Katrín, f. 1982, hún á eina dóttur. 2. Steinn Leó, f. 1957, g. Kristínu Dís Kristjánsdóttur, f. 1973, börn þeirra Kristján Leó, f. 2009, og Ragnheiður Anna, f. 2009, börn Steins frá fyrra hjónabandi með Ágústu Sigurð- ardóttur, f. 1961: Sigríður Halla, f. 1980, g. Gunnlaugi Má Sig- urðssyni, eiga þau þrjú börn, Ír- is Dröfn, f.1981, sambýlismaður Guðni P. Sigurjónsson, eiga þau tvö börn, og Sveinn, f. 1987, sambýliskona Ana Vanessa, eiga þau eina dóttur, þá á Sveinn aðra dóttur með Hafdísi Þórs- dóttur. 3. drengur f. og d. 1963. 4. Birgitta, f. 1968, sambýlis- maður Stefán G. Indriðason, f. 1972, börn þeirra Hákon Ingi, f. 1997, Vala Rún, f. 1999, Hulda Ósk, f. og d. 2001, Óskar Aron, f. Elsku mamma. Nú er ævin þín öll en minningin um glaða, kraftmikla og skemmtilega konu lifir að eilífu. Þú hafðir alla tíð sterkar taugar til Sólheima þar sem að þú ólst upp hjá Sesselju Sig- mundsdóttur (ömmu). Rómað eðlislægt glaðlyndi þitt hjálp- aði þér örugglega mikið bæði þar sem alltaf seinna í lífinu. Hugsið að vera send með tveimur eldri systkinum sínum að Sólheimum á Þorláksmessu aðeins tveggja ára gömul, án foreldra og hafa nánast engin tengsl við þau öll uppeldisárin. Að koma svona heil út úr þessu er ekki sjálfsagt og eiginlega kraftaverk. Þó að amma (Sess- elja) hafi verið góð kona þá veit ég að oft var hart í ári og erfitt hjá ykkur. Ég upplifði það líka sjálfur að hún gat verið ströng og kannski stundum ósann- gjörn. Ég veit að þetta bitnaði stundum á þér sem varst að eigin sögn prakkarakúla sem lét ekki segja sér allt. Þrátt fyrir það þá elskaðir þú ömmu alla tíð og varst henni ávallt trygg og trú. Á Sólheimum lærðir þú ým- islegt mjög nytsamlegt svo sem að elda mat, spila á hljóð- færi, þýsku, bera ábyrgð og umfram allt að umgangast og annast fatlað fólk. Ást þín og tryggð við vistmenn á Sólheim- um var mikil. Sem dæmi um það vil ég nefna alla þá sem komu og dvöldu hjá okkur í Geitagerði eftir að við fluttum þangað. Gunnar Kára, Sigga Gísla, Reyni Pétur, Óla Ben, Huldu Hermanns, Árna Alex- anders og síðast en ekki síst Önnu Gunnarsdóttur sem var hjá okkur langtímum saman. Örugglega gleymi ég einhverj- um en allt þetta fólk var boðið velkomið í litla húsið okkar í Geitó. Þótt ekki væri verald- legt ríkidæmi á heimilinu á þessum árum, þá bjó þar kona með ríkt og gott hjartalag. Ár- in með ykkur pabba á Sólheim- um 1961-1965 eru mér óenda- lega verðmæt þar sem þú kenndir mér hver eru hin raun- verulegu gildi í lífinu. Þú lést þig litlu skipta veraldleg gæði og fórst ekki í manngreinarálit. Að koma fram við fólk eins og þú vilt að það komi fram við þig og gildir þá einu hvort þú ert af þjóðfélaginu metinn hátt eða lágt. Slíkt mat á manneskjum var ekki til í þínu höfði. Mér eru ofarlega í huga núna síðustu mánuðir lífs þíns. Í október síðastliðnum fékkst þú inni á deild 4 á elliheimilinu Grund, sem er deild fyrir heila- bilaða. Þú varst að sjálfsögðu alltaf á leiðinni heim, hafðir engan tíma til að vera þarna enda ekkert að þér, þurftir að sinna ýmsum störfum, en lést þó vel af veru þinni. Sagðir að það væri þarna afskaplega gott fólk og að allir væru góðir við þig. Ég vil fyrir hennar hönd, minnar og allra vandamanna þakka ykkur starfsfólkinu á Grund fyrir frábæra umönnun og óendanlega góðar móttökur. Þið eruð yndisleg. Síðustu stundirnar sem þú lifðir, mamma, spilaði ég Pres- ley fyrir þig og undarleg værð færðist yfir þig. Þú elskaðir tónlist, sér í lagi með Elvis Presley. Já mamma. Endalausar minningar streyma að og það er erfitt að setja punkt ein- hvers staðar. Ég þakka þér fyrir að hafa verið góð mamma, amma og tengdamamma. Þú varst einstök í öllum hlutverk- um, já þú varst einstök kona. Minning um góða konu lifir að eilífu. Þinn sonur Steinn (Steini). Mig langar í örfáum orðum að minnast mömmu. Hún fór ekki alltaf troðnar slóðir í líf- inu og sagði réttilega sjálf að það væri ekki til annað eins eintak. Mamma var mikill grín- isti og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Mér koma í hug margar skemmtilegar minn- ingar, m.a. um mömmu og Mollý systur hennar, en þær voru afar samrýndar. Eins og þegar mamma manaði Mollý til að stökkva af lyftitækjum trak- torsins yfir stóra skurðinn og Mollý lenti að sjálfsögðu úti í skurðinum miðjum. Það var af- ar kært milli þeirra systkina, mömmu, Mollýjar og Lalla. Ljóst er að uppvöxtur þeirra á Sólheimum skapaði með þeim þráð sem var um margt sér- stakur en afar sterkur og sam- ofinn. Við bjuggum í sveit, í Geita- gerði, en ekki vildi mamma telja sig bóndakonu. Þó tók hún þátt í öllum sveitastörfum. Hún þusaði oft yfir belju- rössum og talaði um að „kúast“ þegar við fórum í fjósið. Hún vann líka utan heimilis og sinnti ýmsum störfum. Þá tók mamma börn í fóstur auk þess sem hún fékk alltaf til sín gamla, góða félaga frá Sól- heimum í öllum fríum. Þau eru mörg börnin sem dvöldu leng- ur eða skemur hjá okkur í Geitó. Mörg þeirra voru nán- ast eins og systkini okkar og hélt mamma sambandi við sum þeirra allt fram á síðasta dag. Má þar nefna Rósu Mjöll, Elv- ar, Magga Garðars. og Erlu Líneyju. Ég held að við systk- inin megum vera afar þakklát fyrir að hafa alist upp í svo fjölbreyttu mannlífi sem var í kringum okkur í Geitó. Mamma var mikil félagsvera og átti marga góða vini. Hún var dugleg að stunda heim- sóknir og var alltaf mikill gestagangur í Geitó. Einhvern tíma heyrðum við í útvarpinu orðið „skotaskreppa“. Það var réttnefni á mömmu, hún þurfti oft að skreppa eitthvað og var skotfljót að taka ákvarðanir þar um. Þegar mamma og pabbi fluttu norður á sínum tíma, fengu þau einstakar við- tökur í sveitinni og eignuðust fljótt marga, góða og trausta vini sem fylgdu þeim alla tíð síðan. Það var mikið og náið samband milli nágrannabæj- anna Geitagerðis, Reynistaðar, Mels og Holtsmúla. Oft var a.m.k. ein ef ekki fleiri ferðir milli bæjanna daglega. Þá var einnig mikið og gott samband við marga aðra góða granna. Ég minnist margra góðra vina mömmu og fjörsins sem fylgdi samveru þeirra. Það var nokk- uð sérstakt að mamma átti auðvelt með að eignast vini í hvaða aldurshópi sem var. Hún var ótrúlega nösk að vinna traust unglinga og þá gjarnan þeirra sem áttu kannski aðeins erfiðara uppdráttar eða rákust ekki vel í hópi. Eins var mömmu annt um þá sem minna máttu sín og lét henni afar vel að vinna með eldra fólkinu á sjúkrahúsinu. Hún vann m.a. á heilabilunardeild þar og hafði þá mjög sterkar skoðanir á því hvernig átti að umgangast fólkið. Hún tók það upp á sitt eindæmi að fara með harmon- ikkuna með sér í vinnuna og spila fyrir fólkið. Þetta rifjað- ist upp seinna þegar mamma dvaldi sjálf sem vistmaður á deild fyrir heilabilaða á Grund og hélt enn uppi fjörinu með því að spila á nikkuna, sér og öðrum til skemmtunar. Minningar um elskulega móður munu ylja mér alla tíð. Ástarþakkir fyrir allt, elsku mamma. Birgitta Sveinsdóttir. Okkur langar í nokkrum orð- um að minnast elsku ömmu okkar. Við söknum hennar mikið og það verður skrýtið að geta ekki heimsótt hana í fram- tíðinni. En það er gott að eiga margar góðar minningar að ylja sér við. Það er ekki hægt að hugsa um ömmu öðruvísi en að tengja hana við fjör og ein- hverja tónlist. Hún var alltaf með harmonikkuna við höndina og oft spilaði hún fyrir okkur, eða fékk okkur til að spila með sér eða fyrir sig. Meira að segja síðustu heimsóknirnar til ömmu, eftir að hún var komin á Grund, einkenndust meira og minna af hljóðfæraleik, þar sem við spiluðum saman í sparistofunni eða amma spilaði fyrir okkur í herberginu sínu. Alltaf þegar við komum í heimsókn til ömmu og afa á Bjargó spiluðum við á hljóm- borðið hennar og héldum tón- leika saman. Amma átti alltaf pepsi max og prins póló handa okkur og svo var öruggt að amma og afi lumuðu á ís í frystinum. Þegar við hugsum til heim- sókna ömmu norður í land til okkar, þá er margs að minnast. Það var alltaf mikið tilhlökk- unarefni þegar amma og afi voru væntanleg í heimsókn. Jólin komu ekki fyrr en amma og afi voru komin til okkar og við gerðum laufabrauðið sam- an. Þá minnumst við þess að amma var alveg hreint ótrú- lega heppin og fékk oftast möndluna í jólagrautnum á að- fangadagskvöld. Við fengum þá að njóta möndlugjafarinnar með henni. Þegar amma kom í heimsókn fékk hún lánað her- bergi hjá einhverju okkar systkinanna og borgaði alltaf „herbergisleigu“, þ.e.a.s. gaf okkur klink fyrir og þótti okk- ur það afar mikill heiður. Við munum eftir heimsókn- arferðunum með ömmu til vin- kvenna hennar, þegar við döns- uðum við harmonikkuspil með krökkunum í Litla-Dal og amma og Valdís skemmtu sér og þegar við fórum til Dísu á Dúki að gera bjúgu. Þegar amma var að kenna okkur hvar hún byggi í Reykjavík, þá sagði hún okkur að muna bara – „amma bjargar sér, hún er svo sexý“ en amma átti heima á Bjargarstíg 6. Svona var hún amma alltaf, gerði grín, var kát og hress og til í allt. Amma kallaði Óskar alltaf „bangsa sinn“ og voru þau al- veg sérstakir vinir og miklir sprelligosar saman. Og amma sagði alltaf að Bríet væri svo lík sér þegar hún var lítil – lítil, kná og ákveðin (frek). Já, það er ekki leiðum að líkjast! Bríet minnist þess í síðustu heim- sóknum ömmu norður til okk- ar, að hún sat hjá ömmu sinni og reyndi að kenna henni á spjaldtölvuna, en amma var víst miklu betri í að spila á spil og hljóðfæri en að spila á tölv- ur. En báðar skemmtu þær sér við þessar tilraunir. Við erum afar þakklát fyrir hana ömmu okkar og geymum góðar minningar um hana. Við trúum því, að nú líði ömmu vel og hún sjái um fjörið og hljóð- færaleik á nýjum slóðum. Kannski er hún búin að hitta hana Huldu Ósk systur okkar. Við vonum að góður Guð geymi hana ömmu vel. Hákon Ingi, Vala Rún, Óskar Aron og Bríet Bergdís. Amma í Geitó eða amma langa stutta, líkt og synir mínir kalla hana, lést síðastliðinn páskadag. Þessi yndislega, hjartgóða og umfram allt lífs- glaða kona var mér um margt fyrirmynd, hún skildi umfram marga að maður ætti að lifa líf- inu lifandi, aldrei að sjá eftir neinu og fyrst og fremst að njóta þess að vera til. Við amma áttum mörg sam- tölin í Geitagerði á sínum tíma en þar var ég öll sumur og frí í hlýjum faðmi ömmu og afa í Geitó. Hún var ávallt einstak- lega einlæg og sagði hlutina eins og þeir voru við mann þrátt fyrir ungan aldur. Hún kom fram við mann eins og fullorðinn að mörgu leyti og það fannst mér ávallt virðing- arvert og hafði þroskandi áhrif á ungan dreng. Ég man eitt sinn, þegar ég var rúmlega fermdur, að við amma vorum á leið norður í land á Lödunni góðu að hún sagði við mig á miðri leið að ég ætti að taka við akstrinum. Ég hváði við, þrátt fyrir að vera þaulvanur að aka fákinum á túninu í Geitó, en spenntur tók ég við stýrinu og ók norður. Ég þaut um þjóðveginn á norður- leið og allt fór vel, amma var hin rólegasta í farþegasætinu. Hún var ekkert að mikla hlut- ina fyrir sér. Einlægni hennar og for- dómaleysi var aðdáunarvert og líklega var það á sínum tíma í sveitinni mjög óvenjulegt enda rótgróið og íhaldssamt bænda- samfélag. Hún amma mín var sko ekki keypt í búð og lét ekki skoðanir annarra hafa áhrif á það hvernig hún lifði sínu lífi. Amma var alltaf til í tuskið og t.d. þegar að litlu guttarnir mínir hittu hana yngdist hún um mörg ár, meira að segja í veikindunum, lék á als oddi og heillaði ungviðið upp úr skón- um. Reyndar tók það ávallt dá- góðan tíma að ná þeim niður eftir slíka hittinga en það var ávallt þess virði. Amma langa stutta, var sko ekkert blávatn. Í sorginni hlýjar maður sér við allar þær yndislegu minn- ingar sem við eigum saman og ég verð jafnframt að segja að maður brosir í gegnum tárin við þá tilhugsun að þú sért nú komin á stóra sviðið í efra með kónginum sjálfum. Nikkan og stóra brosið alls ráðandi. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Hvíl þú í friði. Magnús. Pálína Anna Jörgensen  Fleiri minningargreinar um Pálínu Önnu Jörg- ensen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrv. auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins, lést á Dvalarheimilinu Grund 27. mars. Útför hennar fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Grundar, reikn. 0311-13-700371, kt. 580169-1209. . Baldvin Ársælsson, Ása Baldvinsdóttir, Albert Jónsson, Baldvin Albertsson, Arna Þorleifsdóttir, Auður Albertsdóttir, Jóhann Ólafsson, Tjörvi Baldvinsson og Ólafur Jóhannsson. Ástkær móðir og tengdamóðir okkar, amma og langamma, ANNA G. BECK, Árskógum 6, Reykjavík, lést hinn 16. apríl sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.00. Þeim er vildu minnast hennar er bent á minningarkort Hringsins. . Steinar Beck, Þórólfur Tómasson, Bryndís H. Kristjánsdóttir, Hans Jakob Beck, Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Minningar- og bænastund um KJARTAN TRAUSTA SIGURÐSSON fararstjóra, sem lést 12. apríl sl., verður haldin í Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. apríl kl. 17.00. . Vinir og vandamenn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 4. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 22. apríl kl. 13. . Kolbrún Þórðardóttir, Stefán Jónsson, Steinunn Stefánsdóttir, Sverrir Olsen, Matthías Þórðarson, Guðrún Harðardóttir, Jón Henrik Bartels, Soffía Melsteð Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.