Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Sigurjón Ás-björnHjartarson býr á Brjáns- stöðum í Gríms- nesi og vinnur við fjölskyldufyrir- tækið Suðurtak ehf. ásamt sam- býliskonu sinni, Björk Baldurs- dóttur og Baldri syni sínum. Sigur- jón er fæddur og uppalinn á Brjánsstöðum. Foreldrar hans eru Hjörtur Jóns- son bóndi þar, f. 1. mars 1926, d. 4. júlí 2005, og Sonja Jónsdóttir, f. 9. nóv. 1937. Synir Sigurjóns og Bjarkar eru Baldur og Jó- hannes Geir. „Við vinnum mikið tilboðsverk fyrir Vegagerðina og sumarhúsaeigendur. Núna erum við í styrkingu á Biskupstungnabraut við Geysi og vorum að vinna við gerð plans við Hakið á Þingvöllum, en sú vinna er langt komin.“ Suðurtak var stofnað árið 2008, en Sigurjón hafði unnið á sínu nafni frá 1995. „Ég var þar áður hjá Ræktunarsambandinu Ketilbirni, oftast á jarðýtu og fór vítt og breitt um Suðurlands- undirlendið.“ Hvað um áhugamál? „Það er nú bara vinnan, svo fylgist maður með pólitíkinni náttúrlega, en hún er nú hálfleiðinleg á köflum eins og er. Svo ferðast ég um landið, maður sér alltaf nýja vinkla á því. Við höfum farið í dagsferðir í vetur, bæði vestur á firði, og um Suð- ur og Vesturland. Svo getur verið að maður fari í kringum landið í sumar, en það er samt mest að gera í vinnunni á þeim tíma. Það hef- ur sjaldan verið jafn lítið að gera og í vetur, sökum veðurs. Þegar blaðamaður ræddi við Sigurjón var hann ekki með neitt á prjónunum í tilefni dagsins. „Þetta er eins og hver annar dagur, lífið líður hjá.“ Sigurjón Hjartarson er sextugur í dag Grímsnesingur Sigurjón hefur alla tíð búið á Brjánsstöðum í Grímsnesi. Duglegur að ferðast um landið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Sölvi Brynjar Sveinsson fæddist 4. febrúar 2015. Hann vó 5.000 g og var 56,5 cm langur. Foreldrar hans eru Birta Björnsdóttir og Sveinn Logi Sölvason. Nýr borgari N inna fæddist á Akra- nesi 20.4. 1975 þar sem hún ólst upp til sjö ára aldurs. Þá skildu foreldrar hennar og hún flutti til Reykjavíkur með móður sinni og systur, bjó fyrst í Árbænum en lengst af í Vestur- bænum þar sem hún var í Melaskóla og Hagaskóla. Um skeið einnig í Ár- ósum í Danmörku: „Það var frábær tími og æ síðan hef ég elskað Dan- mörku og allt sem er danskt.“ Eftir Hagaskóla fór hún í MH og útskrifaðist þaðan sem stúdent 1995 af náttúrufræðibraut: „Á sumrin var ég alltaf góðan tíma hjá pabba sem þá bjó á Seyðisfirði. Ég var 12 ára þegar ég fékk að vinna í Norðursíld. Síðar vann ég í Landsbankanum Reykjavík á sumrin og enn síðar á leikskólum. Ég var alltaf staðráðin í að verða læknir en veikindi á fram- Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur og bæjarfulltrúi – 40 ára Fjölskyldan Ninna Sif og Daði Sævar með börnunum sínum, Svavri, Sæmundi Daða, Hallgrími og Kristínu Sif. Prestur og pólitískur oddviti með fjögur börn Kátir guðsmenn Ninna Sif með Kristjáni Vali Ingólfssyni sem vígði hana. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. ÞREKHJÓL FRÁBÆR LEIÐ TIL HEIMAÞJÁLFUNAR Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is F A S T U S _ H _ 2 9 .0 4 .1 5 • Þrekhjól Cardio XTR • Stærð 95x55x129 cm • Þyngd 32kg • Hámarksþyngd notanda 130kg • Þjálfunarálag 35-260 Wött • Hægt að stilla inn efri mörk hjartsláttar • Púlsmælir í handföngum • Skjár sýnir: Vegalengd, tíma, hraða, snúning/mín., hitaeiningar og púls. Verð kr. 99.000,- m.vsk. HAMMER CARDIO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.