Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu það vera að elta uppi ein- hverja hluti sem færa þér enga innri gleði. Talaðu æsingalaust um hlutina. Sýndu kjark og leyfðu hæfileikum þínum að blómstra. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur verið varasamt að fara um ókunnar slóðir án nokkurs undirbúnings. Heimilið er þitt vígi og þú mátt ekkert spara til þess að það sé griðastaður þinn og vandamanna þinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Á þessum árstíma er nauðsynlegt að tryggja undirstöður sínar og finna út úr því hvað aðrir eiga inni hjá þér. Kannski fær makinn launahækkun eða annan bón- us. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur til þrasgirni í samskiptum við foreldra og yfirboðara. Allt sem tengist listum, eða leik við börn, sem og skemmt- anir, mun veita þér mikla ánægju. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Manstu hvernig það var að vera ekki umsetinn? Það er munaður sem þú þarfn- ast núna. Mundu að ást er að taka þarfir einhvers annars fram fyrir sínar eigin og þá gengur allt að óskum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þegar þú sérð hlutina í öðru ljósi en félagi þinn er það kallað „slagur“, en stundum „fallega fjölbreytt álit“. Vinur þinn upplifir samband ykkar svo að leiti beri í milli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú verður þú að taka á málum heima fyrir áður en þau fara úr böndunum. Finndu jafnvægi á öllum sviðum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér ætti að ganga vel að vinna með vinum þínum og kunningjum í dag. Leitaðu ráðgjafar ef þörf krefur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Taktu til hendinni og berðu þig rétt að, ljúktu verki í eitt skipti fyrir öll. Sestu niður, kannaðu stöðuna og leiktu svo þeim leik sem þér þykir bestur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allgóðar aðstæður eru til að koma skikk á fjármálin í dag. Kaldhæðnin er að þær eru ekki eins skyndilegar og sýn- ist. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum kemst þú bara ótrú- lega vel að orði og ert fyndnari en flestir aðrir. Notaðu peningana skynsamlega. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki ástæða til annars en að vera léttur í lund og láta lífið leika við sig. Gerðu glöggan greinarmun á raunveruleika og hugmyndaheimi. Ég fékk góða kveðju frá ÓlafiStefánssyni sem er í sólar- löndum sér til hvíldar og hress- ingar: Þó í fjarlægð fljúgi burt er fjarska lítil von að þorni, kemur á borðið kalt og þurrt kampavín á hverjum morgni. Hallmundur Kristinsson orti á Boðnarmiði: Hann er svo hugmyndaríkur að hæfni til engum líkur. Hvert sem hann fer og hvar sem hann er hvergi finnst annar slíkur. Auðvitað fór ég strax að velta fyrir mér, um hvern þetta væri ort, en það vafðist fyrir mér. En aftur og aftur kom sjálfslýsing Sölva Helgasonar upp í hugann: Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur, ég er djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur. Sem auðvitað kallar fram brag- hendu Bólu-Hjálmars: Heimspekingur hér kom einn á húsgangsklæðum, með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að síðum. Það er alltaf gaman að rifja upp umsagnir skálda um skáld. Þór- bergur Þórðarson skrifar á einum stað: „Maður sá, er eg tel eigi aðeins gáfaðastan allra skálda vorra, held- ur jafnvel gáfaðasta manninn, sem með þjóð vorri hefur verið, kemst svo að orði um hrumleik sinn og vesaldóm: Finnst mér orðið fremur stirt um ferðastjáið; alltaf blaktir ýlustráið, ekki getur Hjálmar dáið. Hjálmar karlinn veigrar sér ekki við að láta ýlustráið tala, og mun þá ritdóma-taðskegglingum vorum þykja nógu langt farið út úr land- helgi röksemdanna.“ Sjálfur orti Þórbergur og birtist í Hálfum skósólum: Ég er mikið mæðugrey, má því sáran gráta, af því forðum ungri mey unni eg fram úr máta. Sigurður Breiðfjörð orti: Sannast var að sopinn þótti Sigga góður. Kallaður var hann kvennamaður sem kannski hefur verið slaður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort um sjálfan sig og skáld um skáld Í klípu „ÞAÐ ER GOTT AÐ VIÐ UPPGÖTVUÐUM ÞETTA SNEMMA. ÞAÐ ER AUÐVELDARA AÐ MEÐHÖNDLA ÞETTA Á LIRFUSTIGINU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VERTU KJURR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera með þinn eigin mannlega hitapoka. GRETTIR, ÞÚ ERT MEÐ LEIÐAN ÁVANA ÞÚ SKILUR ÍSKÁPINN EFTIR OPINN ÉG ER AÐ REYNA AÐ SPARA ORKU! ÉG LÍKA! ÞETTA ER DÝFLISSAN ÞAR SEM FANGARNIR ERU GEYMDIR... JA HÉRNA! TALANDI UM FÓLK SEM ELSKAR TÓNLISTINA SÍNA! Aukin félagsleg þátttaka og meiribaráttuandi fyrir því að góð mál nái fram að ganga er ein skarpasta breytingin sem orðið hefur á ís- lensku samfélagi síðustu ár. Fólk er ekki lengur ragt við að stíga fram fyrir skjöldu og veita valdhöfum að- hald og krefjast úrbóta af þeirra hálfu. Í því efni hafa flokksbönd brostið. Í borgarsamfélaginu nálgast fólk þessi mál gjarnan út frá hags- munum barna sinna, það er að grunnskólinn sé góður og íþrótta- aðstaðan sömuleiðis. Það var í krafti þess sem íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti í Reykjavík fjölmenntu í síðustu viku á fund með borgar- stjóra sem þar kynnti að flýta ætti framkvæmdum við hús hvar verður skóli, íþróttastarf Fram, bókasafn, sundlaug og fleira. Hafist verður handa á þessu ári og eftir sjö ár og tíu milljarða króna verður hin 15.500 fermetra bygging komin í gangið. x x x Það viðhorf Úlfdæla og Grafhylt-inga um að seint miði er skiljan- legt. Á fundinum var bent á að frum- byggjar hverfisins hefðu komið þangað um aldamótin og að öll nauð- synleg þjónusta yrði komin í hverfið fyrst um aldarfjórðungi síðar. Slíkt væri tæplega bjóðandi. x x x Í fyrrahaust voru kynntar niður-stöður samkeppni hönnuða um borgarbygginguna nýju. Um tillög- una sem byggt verður samkvæmt sagði dómnefnd að með þessu fengi hverfið „nýjan aðlaðandi jaðar sem ljær honum nýja ásjón frá dalnum og tengir saman náttúru og byggð á ljóðrænan hátt“. Ennfremur að styrkur tillögunnar fælist í „frjórri útfærslu útivistarsvæða og innirýma og innbyrðis tengslum þeirra“. x x x Ekkert vantar upp á skrúðmælgi íumsögninni hér að ofan. Stað- reyndin er samt sú að í úthverfið þarf aðeins byggingu fyrir grunn- þjónustu. Tíu þúsund milljónir og bygging sem lýsingin bendir þó til að verði eins og konungshöll í ævin- týralandi? Væri ekki hægt að kom- ast af með eitthvað ódýrara og ein- faldara svo kröfum íbúa væri mætt? Spyr sá sem ekki veit. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. (Orðskviðirnir 16:3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.