Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 ✝ Valdimar Lár-us Guðmunds- son fæddist 16. mars 1958 í eld- húsinu hjá Láru ömmu sinni á Skagaströnd. Hann lést 4. apríl 2015. Foreldrar hans voru Erla Valdi- marsdóttir, f. 8. júní 1934, d. 29. sept. 2008, og Guðmundur Lárusson, f. 5. júní 1929, d. 15. okt. 2002. Systkini Valdi- mars eru Sigríður Þórunn, f. 1954, Lára Bylgja, f. 1955, Guðmundur Viðar, f. 1957, Kristinn Reynir, f. 1960, Sig- urður Brynjar, f. 1960, Þórdís Elva, f. 1961, Hjörtur Sævar, f. 1963, Soffía Kristbjörg, f. 1964, og Sigur- björg Stella, f. 1971. Fyrri kona Valdimars var Ástríður Helga Erlendsdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru 1) Erla, f. 1977. Hennar maður er Atli Gilbert Sigurðs- son, f. 1975. Börn þeirra eru Ívar Hrafn, f. 2006, og Þórar- inn Aske, f. 2008. 2) Erlendur Guðlaugur, f. 1980. Börn hans eru Dagur, f. 2009, og Esja, f. 2010. Móðir þeirra er Lind Hilmarsdóttir, f. 1979. Seinni kona Valdimars var Ólöf Óskarsdóttir, f. 1964. Börn þeirra eru 1) Óskar, f. 1991. Unnusta hans er Unnur Margrét Unnarsdóttir, f. 1990. 2) Silja Þorbjörg, f. 1996. Kærasti hennar er Viktor Jó- hann Hafþórsson, f. 1994. Valdimar fluttist til Skaga- strandar með foreldrum sínum og systkinum árið 1961 og ólst þar upp. Hann var lærður skipa- og húsasmíðameistari og fyrstu árin starfaði hann hjá föður sínum í skipa- smíðastöð Guðmundar Lárus- sonar á Skagaströnd. Um nokkurra ára bil vann hann í Slippstöð Akureyrar og stund- aði sjómennsku. Lengst af vann hann sem sjálfstæður verktaki við smíðar. Útför Valdimars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 20. apríl 2015, kl. 13. Valdi bróðir er látinn aðeins 57 ára að aldri. Hann er búinn að kveðja okkur og eftir standa hugsanir um góðan dreng sem átti fjölbreytt lífshlaup sem var að mörgu leyti markað af þeim erfiða sjúkdómi sem hann glímdi við og fylgdi honum lengst af á lífsleiðinni. Á sínum yngri árum var hann efnilegur íþróttamaður en gerði lítið af því að nýta þá hæfileika. En þegar við hugsum til baka minnumst við Valda, eins og hann var oftast kallaður sem smátöffara. Hann átti flotta am- eríska bíla sem við yngri bræð- urnir fengum oft að keyra þeg- ar vantaði bílstjóra þegar farið var á dansleiki eða á rúntinn sem oft enduðu á Sauðárkróki eða Akureyri. Enda var hann hrókur alls fagnaðar og hafði gaman að því að skemmta sér. Valdi lærði skipasmíði í skipasmíðastöðinni hjá föður okkar á sínum yngri árum og var með meistararéttindi í þeirri iðn og síðar fékk hann sömu réttindi í húsasmíði. Þeg- ar Valdi var að læra skipasmíð- ina vann hann mikið í innrétt- ingum á stýrishúsum og lúkörum, það gerði Valda að mjög vandvirkum smið sem nýttist honum vel síðar á lífs- leiðinni. Eftir að hann lauk námi flutti hann til Akureyrar þar sem hann vann í Slippstöð- inni ásamt því að vera með hausaverkun um tíma. Eftir dvöl sína á Akureyri flutti Valdi til Reykjavíkur þar sem hann fór á sjó fyrst á Örn KE, loðnu- bát úr Keflavík og síðar á Frera RE og Sjóla HF þar sem hann var í nærri 4 ár ásamt Guð- mundi bróður, Jóa mági okkar og Bödda frá Löngumýri en þeir voru miklir félagar og réðu sig síðar saman á Gugguna frá Ísafirði. Valdi reyndi fyrir sér í trillu- útgerð um tíma og gerði trillu út frá Þórshöfn hluta ársins. Það var gaman að fylgjast með hvað hann lifði sig inn í líf trillusjómannsins. Valdi varð fyrir því að slasast illa þegar ekið var á hann á gangbraut. Eftir það þurfti hann að hætta til sjós og fara að vinna í landi. Þá gerðist hann sjálfstæður verktaki í smíðum og stundaði hann þá vinnu lengst af. Valdimar kom víða við í smíðabransanum m.a. að smíði einangrunarstöðvar fyrir kjúklingabændur í Skorra- dal í Borgarfirði og uppbygg- ingu tónlistarskóla í Mos- fellsbæ. Valdi vann þó lengst af sem undirverktaki hjá Eykt byggingarfélagi, þar sem hann kom m.a. að smíði Grafarvogs- kirkju, skrifstofum Alþingis í Austurstræti, brú yfir Kol- grafafjörð og fleiri stórum verk- efnum. Valdimar var sérstaklega vandvirkur og úrræðagóður smiður. Hann var oftar en ekki fenginn af eigendum Eyktar til að laga það sem betur mátti fara áður en verk voru tekin út og þeim skilað af sér. Valdimar var hörkuduglegur og góður stjórnandi á vinnustað enda var hann oft fenginn til að stjórna verkum þar sem hann átti gott með að segja til og leiðbeina öðrum til verka. Vegna heilsubrests þurfti Valdi að draga sig í hlé frá vinnu smátt og smátt þar til hann hætti störfum fyrir nokkr- um árum. Elsku Erla, Elli, Óskar, Silja og fjölskyldur, vottum ykkur okkar innilega samúð og megi góður guð fylgja ykkur. Sigríður, Lára, Guðmundur, Sigurður, Kristinn, Þórdís, Hjörtur, Soffía og Sigurbjörg. Hann kemur keyrandi á móti mér á Skania-vörubílnum, bílr- úðan skrúfuð niður til hálfs. Skælbrosandi í bláköflóttu vinnuskyrtunni sinni með ca- melinn í annarri. Svona er ein af mínum síðustu minningum um Valdimar Lárus Guðmunds- son sem nú er fallinn frá. Þessi góða minning er vitnisburður um tímabil í lífi Valdimars þeg- ar hann reyndi sem best hann gat að rjúfa vinskap sinn við Bakkus, þann harða húsbónda sem snemma hafði tekið við stjórnartaumunum. Þetta tíma- bil var öllum gleði og dró fram allt það besta í fari Valdimars og samskiptum hans við sína nánustu. En þrátt fyrir bænir og ýmsar tilraunir tókst honum ekki að rjúfa vinskapinn sem hélst allt þar til yfir lauk. Eftir situr minning um hóg- væran, ljúfan og dagfarsprúðan mann sem vildi allt fyrir alla gera. Hann var einstaklega handlaginn og í allri vinnu var hann bæði útsjónarsamur og vandvirkur. Valdimar var afar stoltur af börnunum sínum og barnabörnum og það skipti hann miklu máli að vera í góðu sambandi við þau og fólkið sitt. Við þessi leiðarlok er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum ljúfa og góða manni og fyrir þá miklu lífsreynslu sem fylgdi samskiptum okkar. Hvíl í friði, kæri Valdi. Ástríður Helga Erlendsdóttir. Valdimar Lárus Guðmundsson ✝ Stefán Skafta-son fæddist á Siglufirði 18. febr- úar 1928. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 9. apríl 2015. Foreldrar hans voru Skafti Stef- ánsson, f. 6.3. 1894, d. 27.7. 1979, útgerðarmaður, skipstjóri og síldarsaltandi á Siglufirði, og Helga Sigurlína Jónsdóttir hús- freyja, f. 16.10. 1895, d. 11.6. 1988. Systkini Stefáns eru Jón, fv. sýslumaður, f. 1926, Gunn- laugur Tryggvi, fv. skrif- stofumaður, f. 1930, og Jó- hanna, bókasafnsfræðingur, f. 1933. Fyrri kona Stefáns var Ingi- björg Alda Bjarnadóttir, f. 2.5. 1929, d. 1.8. 2009, þau skildu. Dóttir þeirra er Hauður Helga, f. 10.6. 1958, rekstrarfræð- ingur í Reykjavík, sambýlis- maður Hafberg Þórisson garð- yrkjufræðingur. Börn Hauðar Helgu; Edda María Vignis- dóttir, f. 1975, byggingar- og tölvunarfræðingur, og Helga Sigrún Hermannsdóttir, f. 1997. Hinn 2.9. 1961 kvæntist Stef- án eftirlifandi eiginkonu sinni, Maj Vivi-Anne Skaftason, f. Iv- landi, Svíþjóð og Danmörku. Stefán starfaði sem læknir í Þýskalandi, Svíþjóð og Dan- mörku á árunum 1956 til 1969, er hann tók við nýstofnaðri háls-, nef- og eyrnadeild á Borgarspítalanum sem yfir- læknir og starfaði þar til loka starfsferils síns árið 1996. Sam- hliða starfrækti Stefán ásamt konu sinni, Maj, lækningastofu og heyrnarrannsóknarstöð í Kópavogi. Þá tók hann þátt í stofnun Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands. Stefán stund- aði kennslu í háls-, nef- og eyrnalækningum í Kalmar í Svíþjóð á árunum 1963-1967 og við Háskóla Íslands 1976-1997. Árið 1993 var hann skipaður prófessor við læknadeild. Dokt- orsritgerð hans fjallaði um 1.001 eyrnaaðgerð (skurð- aðgerðir í smásjá) sem hann framkvæmdi á árunum 1970 til 1980 og varði ritgerðina við Háskóla Íslands 1987. Hann gegndi fjölmörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna og Lions á Íslandi, var m.a. formaður í norrænum samtökum háls-, nef- og eyrna- lækna og fékk æðstu viður- kenningu Lionshreyfingar- innar. Eftir Stefán liggur fjöldi greina í erlendum og inn- lendum læknaritum, ásamt blaðagreinum, um málefni heyrnarskertra. Útför Stefáns fer fram frá Digraneskirkju í dag, 20. apríl 2015, kl. 13. arsson, f. 2.3. 1933, skurðhjúkrunar- fræðingi. For- eldrar: Ivar Nils- son, kaupmaður og framkvæmdastjóri í Bäckebo í Sví- þjóð, f. 28.3. 1901, d. 14.2. 1977, og kona hans Marga- reta (Greta) Nils- son, f. Anderson, mjólkurfræðingur, f. 24.5. 1905, d. 14.2. 2001. Börn Stefáns og Maj eru 1) Anna Marie Ingeborg, f. 19.7. 1962, geislafræðingur og leið- sögumaður í Kópavogi. Maki: Guðni Ragnar Björnsson, f. 29.6. 1959, menntunarfræð- ingur. Börn þeirra eru Katrín, f. 1998, Sara, f. 2001, og Stef- án, f. 2004. Fyrir átti Guðni Margréti Björgu, f. 1983, arki- tekt Árósum. 2) Ívar Jóhann Skafti, f. 19.11. 1966, arkitekt í Stokkhólmi. Maki: Hanna- Maria Kauppi, f. 7.1. 1966, raf- magnsverkfræðingur. Börn þeirra eru Daniel Alexander, f. 1999, og Silja Maria, f. 2001. Stefán ólst upp á Siglufirði og varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1948. Hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1956 og stund- aði framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Þýska- Elskulegur pabbi minn, tengdapabbi og afi er horfinn af sjónarsviðinu. Það er sárt til þess að hugsa að geta ekki lengur hringt í hann, spurt frétta eða leitað góðra ráða. Samtímis er svo margs að minnast af langri ævi hans. Pabbi var læknir af lífi og sál og hélt ungur út í lönd til að sérhæfa sig í háls-, nef- og eyrnalækningum. Hann vildi að mölbúinn beindi sjónum sínum út á við og tileinkaði sér lækn- isfræðikunnáttu annarra þjóða eins og Þjóðverja, Dana og Svía. Ákvörðunin að snúa aftur heim til Íslands að sérhæfingu lokinni og taka við háls-, nef- og eyrnadeildinni á Borgarspít- alanum var hlutur í því ferli. Pabbi ferðaðist víða um lönd bæði í námi og í starfi. Hann var vel að sér í tungumálum, talaði sænsku, dönsku, þýsku auk ensku. Hann var ætíð mik- ill Norðurlanda- og Evrópu- sinni og vel að sér í sagnfræði. Kunni kóngaættir Svíþjóðar og Danmerkur jafn vel og nöfn síldarbátanna á æskuslóðunum á Siglufirði. Á ferðalögum sín- um gafst honum tilefni að kynnast matar- og kökumenn- ingu mismunandi landa, sem hann nýtti sér óspart. Hann glímdi við ófáar Sacher-, hnetu-, Esterhazsy-, Napóle- ons- og prinsessutertur á meg- inlandi Evrópu, svo nokkrar tegundir séu nefndar. Á ferða- lögunum birgði hann sig einnig upp af bæklingum hjá mismun- andi ferðaskrifstofum, svo hann ætti nægt lesefni yfir veturinn. Pabbi var mikill söng- og óp- eruunnandi, en jazz og rokk átti ekki upp á pallborðið hjá hon- um. Á námsárunum var hann með í MA-kvartettinum á Ak- ureyri. Ég man þegar við feðg- ar fórum til Vestur- og Austur- Berlínar á tímum kalda stríðs- ins og fórum í óperurnar beggja vegna múrsins. Í Deutsche Oper í Austur-Berlín varð pabba á að rífa niður býsnin öll af kampavínsglösum fyrir framan liðsforingja í al- þýðuhernum. Varð þá undirrit- uðum nóg um! Pabbi var rausnarlegur og gjafmildur. Ég get ekki minnst þess að hafa nokkurn tímann þurft að tuða í honum útaf pen- ingum sem unglingur. Síðar meir þegar ég var orðinn full- orðinn gat það verið skömminni erfiðara að fá að borga fyrir hann og mömmu og beita varð klækjum til að ná því fram. Pabbi var ævifélagi í Lions- klúbbnum Nirði. Sem strákpolli tók ég margsinnis þátt í að selja jólapappír í anddyri Borg- arspítalans með honum. Salan gekk yfirleitt vonum framar enda sölumaðurinn glaðbeittur og traustvekjandi. Ágóðinn rann til tækjakaupa fyrir Borg- arspítalann/HNE og var góð búbót fyrir spítalann. Pabbi var einnig meðlimur í öllu óvenju- legri klúbbum eins og Dein- hard-klúbbnum sáluga. Megin- markmið þess félagsskapar var að dreypa á eðalvínum frá Mo- sel- og Rínarhéruðum í góðra vina hópi. Þá hélt hann alla tíð tryggð við Skötuklúbbinn sem hittist á Þorláksmessu ár hvert. Pabbi var barngóður og vin- sæll afi. Barnabörnunum þótti m.a. spennandi að sjá hvernig hann breyttist í Júrí Gargarín þegar hann fór að sofa. Hellti fyrst vatni í kæfisvefnsvélina, fór í næturgallann, silkihettu sem og vettlinga og setti að lokum upp grímuna. Pabbi/afi hefur nú haldið áfram för og við skiljum við hann í sárum söknuði. Jóhann, Hanna-Maria, Daníel og Silja. Í dag kveð ég með söknuði góðan tengdapabba og vin. Stefán var mikill lífskúnst- ner sem hafði einlægan áhuga á fólki, sögu, menningu og list- um, auk þess sem læknisfræði átti hug hans allan. Alla tíð fylgdist hann með því nýjasta í greiningu sjúkdóma, sótti ráð- stefnur og las læknarit, ekki aðeins í háls-, nef- og eyrna- lækningum heldur náði innsýn hans og þekking yfir flest varð- andi líkama og sál. Stefán hafði sterka nærveru, var sagnagl- aður, mann- og ættglöggur með afbrigðum – náði vel til fólks. Æskuheimilið varð einn æv- intýraheimur þegar fram liðu stundir enda mikið líf og fjör í síldinni á Siglufirði og margar sögur urðu til og Stefáni tamt frá fyrstu tíð að segja frá. Sem barn og unglingur drakk hann í sig litríkt mannlífið sem fylgdi síldinni, verkafólkið, útlending- arnir, skipin og bæjarbragur- inn var ein heljarinnar hringiða sem mótaði líf ungs spjátrungs. Glettni og glaðværð á uppvaxt- arárunum fylgdi alla tíð sem rauður þráður og sögurnar héldu ferskleika ævintýranna ljóslifandi. Nálægð við hafið hafði mót- andi áhrif í æsku og siglingar föður Stefáns við ysta haf á milli Siglufjarðar og Skaga- fjarðar voru fyrstu utanlands- ferðirnar. Siglingar á þessum árum voru hættulegar en ávallt skiluðu bátar Skafta á Nöf þeim að landi og stundum með ævintýralegum hætti. Siglinga- leiðin var eini vegurinn til og frá Siglufirði og til náms sigldi Stefán inn Eyjafjörðinn í Menntaskólann á Akureyri. Sjómennska átti þó ekki við unga manninn, sjóveikin kom í veg fyrir slík áform. Stefán vann á síldarplaninu, lék sér í bryggjufótbolta, var á skíðum og öðru sem ungir drengir tóku sér fyrir hendur á Siglufirði, lærði aflatölur utan- að, nöfnum bátanna og fólksins gleymdi hann aldrei, og tók þátt í lífi stórfjölskyldunnar á Nöf. Heimilið, eða Nöfin, stóð við bryggjuendann og breyttist í verstöð í hvert sinn sem síldin kom að landi. Meðfram síld- aratinu á Sigló lærði Stefán um gang heimsstríðsins og var æ síðan að velta fyrir sér ýmsum hliðum þess hildarleiks sem gjörbreytti heiminum á skömmum tíma. Pólitíkin var aldrei langt undan og unga fólkið kallaði á breytingar sem gætu leitt til víðsýnni og frið- samlegri heims. Stefán tók af- stöðu til málanna og var alla tíð Norðurlanda- og Evrópusinni. Stefán menntaði sig og tók læknisfræðina utanskóla að hluta til og náði góðum tökum á efninu. Ungur sigldi hann til náms í Þýskalandi, kynntist þar nýrri menningu og tungu- máli auk þess að nema hjá fær- ustu læknum Þjóðverja í eyrna- lækningum. Þessi kynni hans af þýskri menningu fylgdu hon- um allar götur og við samferða- fólk sitt á þeim árum myndaði hann sterk vinabönd sem héld- ust alla ævi. Óbilandi áhugi Stefáns á fræðunum og með- fæddur hæfileiki til að læra tungumál, hugtök og ný vinnu- brögð í lækningum skiluðu sér í skjótum frama og velgengni í faginu, fyrst í Svíþjóð og Dan- mörku og árið 1969 tók hann við nýrri háls-, nef- og eyrna- deild á Borgarspítalanum sem yfirlæknir. Því starfi gegndi Stefán á meðan starfskraftar leyfðu. Vertu sæll, félagi og vinur. Guðni Ragnar Björnsson. Elsku Stefán afi er dáinn. Hann sem alltaf var skemmti- legur, hress og kátur, mikill húmoristi og uppfinningasamur grallari. Það var alltaf svo gaman að spjalla við hann, hann fræddi okkur og sagði sögur og kom manni oft til þess að hlæja. Það var gaman að hlusta á afa segja sögur frá Siglufirði þar sem hann ólst upp. Ein sagan var um hann og Jón bróður þegar þeir hringdu stóru kirkjuklukkunni á að- fangadagskvöldi, að hans mati hafði klukknahljómurinn aldrei varað svo hátt og lengi. Afi hafði gaman af að segja sögur af prakkarastrikunum og oft sömu söguna aftur og aftur, með smá breytingum þó, eins og þegar þeir horfðu í gegnum skráargat í bíóhúsinu til að sjá bíómyndir, sem síðan voru bannaðar bíómyndir. Ein uppá- haldssagan var um Grýlu sem stal saltkjötinu frá fólkinu á Nöf, æskuheimili afa. Félagar þeirra skutu þá rakettu í rass- inn á Grýlu svo hún kæmist ekki upp með þetta. Þá var sko mikið hlegið. Ég á góðar minningar af því þegar hann skutlaði mér í tón- fræðitíma og við töldum á leið- inni götuljósin í Kópavogi og hraðahindranir sem urðu á vegi okkar, það var enginn smá- fjöldi. Að ég tali nú ekki um sjálfstýrða bílinn þeirra ömmu og afa, bíllinn hafði ekið svo oft þessa leið að afi þurfti ekki að stýra lengur, bíllinn rataði al- veg sjálfur, eða það sagði afi. Og ég man eftir svo mörgu; hversu hátt afi hnerraði, maður fékk nánast hjartaáfall í hvert sinn, þegar afi raddaði alltaf af- mælissönginn og þegar hann var að raka sig og söng óperur fullum hálsi á sama tíma, eða þegar við fórum í úlfaleikinn þar sem hann elti okkur með úlfagrímu og við krakkarnir hlupum í felur, brugðum okkur í dulargervi og hann þóttist ekki þekkja okkur. Við krakk- arnir byggðum hótel úr sófap- úðum og kom hann reglulega til okkar og spurði hvernig hót- elreksturinn gengi. Hann fylgdist vel með tón- listarnáminu mínu, spurði mig oft um hvort mér fyndist skemmtilegra að spila á píanó eða horn (get ekki ennþá svar- að því). Og hann fræddi mig oft um hin og þessi tónskáld, sem hann vissi mikið um. Hann var líka duglegur að mæta á tón- leikana í SK, lét sig aldrei vanta á stóru tónleikana þótt hann væri ekki alltaf í góðu ásigkomulagi. Nú er hann afi farinn en minning um frábæran afa lifir með okkur áfram. Katrín, Sara og Stefán. Stefán Skaftason  Fleiri minningargreinar um Stefán Skaftason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.