Morgunblaðið - 22.04.2015, Side 1

Morgunblaðið - 22.04.2015, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. A P R Í L 2 0 1 5 Stofnað 1913  93. tölublað  103. árgangur  TÓNLISTAR- HÁTÍÐ Í HEIMAHÚSUM GUÐJÓN OG ARON GÆTU MÆST Í ÚRSLITUM HÚN ER ALLTAF ÓAÐFINNANLEG Í KLÆÐABURÐI ÍÞRÓTTIR FLAGÐIÐ CLAIRE Í SPILABORG 10EIVÖR Í HAFNARFIRÐI 30 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leki Vatnið streymir út í Fnjóská.  „Þetta er ekki það sem við ósk- uðum okkur og mun klárlega tefja verkið,“ segir Einar Hrafn Hjálm- arsson, staðarstjóri Ósafls, aðal- verktaka Vaðlaheiðarganga, um nýjasta vatnslekann í göngunum. Þar streyma nú út austan megin um 500 lítrar á sekúndu af köldu vatni. Valgeir Bergmann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir auðvelt að vera vitur eftir á og segja að bora hafi mátt fleiri rannsóknarholur í bergið, en það hafi hins vegar ekki verið hægt að sjá sprunguna fyrir sem opnaðist núna. Til greina kemur að færa bormenn yfir í Eyjafjörð, eftir að stórum blásara hefur verið komið upp í göngunum þeim megin. »9 Framkvæmdir tefj- ast í Vaðlaheiði Deilur harðna » 16 félög í SGS hafa sam- þykkt verkföll frá 30. apríl. » Kjaradeilum nær allra ASÍ- félaga vísað til sáttameðferðar. » Lítið sem ekkert þokaðist á sáttafundum í gær. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hugmyndir um hækkun og breyting- ar á persónuafslættinum eru meðal þess sem komið hefur óformlega til tals í samtölum viðsemjenda á al- menna vinnumarkaðinum og við stjórnvöld um leiðir til að koma kjara- viðræðunum í gang. Til tals hefur komið skv. heimildum blaðsins að í tengslum við samkomu- lag í kjaramálum verði persónuaf- slátturinn hækkaður um tiltekna upp- hæð og mögulega yrði einnig gerð sú breyting á skattkerfinu að afsláttur- inn færi stiglækkandi eftir því sem of- ar drægi í tekjustiganum. Engin stað- festing hefur þó fengist frá ríkisstjórninni á þessu. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, staðfestir það eitt að menn hafi velt vöngum yfir hvort og þá með hvaða hætti breytingar á persónuafslætti gætu komið að gagni í viðræðunum en það sé allt mjög óformað. Töluverð umræða hefur einnig far- ið fram um eflingu starfsmenntunar m.a. í verslun og ferðaþjónustu sem geti skilað starfsfólki meiri launa- hækkunm og aukið framleiðni. MLeita að þráðum »4 Persónuafsláttur skoðaður  Óformlegar hugmyndir um breytingar í skattakerfinu og um eflingu starfs- menntunar taldar geta liðkað fyrir í kjaradeilum  SGS samþykkir verkföll Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, (þegar komið var fram á nótt í Melbourne í Ástralíu, þar sem hún er stödd á jarðhitaráðstefnu) að það lægi fyrir að frumvarp hennar um náttúrupassa yrði ekki afgreitt sem lög á þessu þingi og hún hefði engin áform um að leggja frum- varpið fram aftur á næsta þingi. Ráðherra sagði að leita yrði ann- arra leiða til þess að tryggja að staðinn yrði vörður um þær nátt- úruperlur sem væru á forræði rík- isins. „Viðfangsefnið fer ekki frá okkur þótt náttúrupassinn verði ekki að veru- leika. Við ber- um enn ábyrgð á því að upp- bygging á inn- viðum fari fram á ferða- mannastöð- unum. Þá ábyrgð munum við axla, óháð örlögum þessa frumvarps,“ sagði Ragnheiður Elín. Ráðherra sagði að stjórnvöld yrðu að hugsa uppbyggingu þeirra ferðamannastaða sem ríkið bæri ábyrgð á út frá þeirri ábyrgð. „Það er það sem við erum að skoða núna og þá fjármögnun sem við verðum að afla til verkefnisins munum við tryggja úr ríkissjóði reynist ekki samstaða um aðrar fjármögnunarleiðir,“ segir Ragn- heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. MNáttúrupassi » 15 Fjármögnun úr ríkissjóði líkleg  Ráðherra gefur náttúrupassa upp á bátinn  Leitað verður annarra leiða Ragnheiður Elín Árnadóttir „Við hefðum aldrei þorað að vona að svona vel færi. Þetta er í raun kraftaverk,“ segir Bjarni Einarsson, faðir drengjanna Einars Árna og Hilmis Gauta sem voru nær drukknaðir við Reyk- dalsstíflu í Hafnarfirði. Aðeins viku eftir slysið eru þeir hins vegar hinir hressustu og skarta sín- um breiðustu brosum, hlaupa um gangana og nán- ast ómögulegt er að greina að þeir hafi verið í lífs- hættu fyrir aðeins fáeinum dögum. Í ítarlegu viðtali við fjölskylduna á mbl.is vildi fjölskyldan öll koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa hjálpað þeim að ná bata eftir slys- ið; björgunaraðilum, starfsfólki Landspítalans, lögreglunni og öðrum sem komu að fyrstu hjálp. if@mbl.is Kraftaverkabræður sem brosa nú við lífinu Morgunblaðið/RAX Hlýr fjölskyldufaðmur Frá vinstri Einar Árni, Hafdís Jónsdóttir, Bjarni Einarsson, Hilmir Gauti, Jón Axel og Kristjana Júlía.  Jón Helgi Egilsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að rannsaka beri viðskiptin með danska bankann FIH á sínum tíma. Hann bendir á að traust veð hafi verið fyrir láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings, seðlabankastjóri hafi gefið það út að skýrsla yrði gerð um málið í febrúar í vetur. »12 Vill rannsókn á við- skiptunum með FIH  Ferðamönnum sem leggja á Sól- heimajökul fjölg- ar ár frá ári og fara margir að honum án leið- sagnar. Leið- sögumaður segir „frumskógarlög- mál“ gilda við jökulinn. Sveinn Krist- ján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, kveðst hafa áhyggjur af ferðamönnum á svæðum á borð við Sólheimajökul og Breiðamerkur- sand. »4 Án leiðsagnar á Sólheimajökul Hætta Fjölmargir leggja á jökulinn. Laun á Íslandi þau 7. hæstu í Evrópu  Útborguð laun á Ís- landi umreiknuð í evr- ur hafa hækkað mikið síðan árið 2009 og voru þau orðin þau sjöundu hæstu í Evr- ópu við síðustu ára- mót, samkvæmt hag- stofu ESB, Eurostat. Hagfræðingur segir þetta sýna að Ísland sé ekki lág- launaland. »12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.