Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 VITA léttir þér lífið VITA er lífið Vaxtalaus ferðalán til allt að 12mánaða ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 74 07 9 4/ 20 14 Fjölskyldan kemst í sólinameðVITA fyrir aðeins 25.900kr. ámánuði*Vaxtalaust VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 *M.v. 2 fullorðna og 2 börn til Mallorca eða Calpe á völdum dagsetningum. Skráðu þig í netklúbbinn -VITA.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nú þegar allir bíða í ofvæni eftir vorinu er um að gera að flikka svolítið upp á útlitið og létta á hárvextinum. Hundurinn Nökkvi var einn þeirra sem fóru í hársnyrt- ingu á dögunum hjá Sunnu Dís, hundasnyrti á hunda- snyrtistofunni Gæludýr.is. Væntanlega hefur Nökkvi fisléttur tekið til við lipur hlaup þegar út var komið. Nökkvi fór í hársnyrtingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott er að létta svolítið á skrokknum fyrir vorhlaupin Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra segir það nú vera ljóst að Evrópusambandið taki mark á bréfi íslenskra stjórnvalda þar sem sagði að Ísland væri ekki lengur umsókn- arríki um aðild að ESB og segir hann að sambandið muni bregðast við bréfinu. Vísar hann þar til ákvörðunar sem tekin var á fundi ráðherraráðs ESB um almenn málefni, um að Evrópu- sambandið fari yfir ákveðna verk- ferla í kringum aðildarviðræður um- sóknarríkja ESB. Tillagan var lögð fram af utanrík- isráðherra Lettlands á fundi ráðsins í gær og er tillagan komin til vegna þess sem fram kom í umræddu bréfi utanríkisráð- herra en þar fóru íslensk stjórnvöld fram á að sam- bandið færi yfir verkferla í kring- um aðildarvið- ræður. „Þetta verður ekki skilið öðru vísi. Þeir taka mið af því sem íslensk stjórnvöld segja í sínu bréfi og telja svo þarna að þeir ætli að fara í gegn- um sína verkferla og annað,“ segir Gunnar Bragi. Mikið var deilt um bréfið í síðasta mánuði og sögðu þingmenn stjórn- arandstöðuflokkanna að Evrópu- sambandið gæti ekki tekið mark á bréfinu þar sem ekki lægi fyrir þingsályktun um afturköllum ESB- aðildarumsóknarinnar. Gunnar segir þessa ákvörðun ráðherraráðsins taka af allan vafa um hvort ESB hyggist bregðast við bréfinu. „Ég tel þetta vera mjög gott svar. Þetta er niðurstaða þessa ráðs og ég geri ráð fyrir að þetta verði svarið sem við munum fá frá þeim form- lega. Þegar það kemur þá geri ég ráð fyrir að þetta verði innihaldið,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist ekki eiga von á því að neitt komi frá Evrópu- sambandinu til íslenskra stjórnvalda nema staðfesting á þessu. „Síðan förum við að tínast af list- um,“ segir Gunnar og bætir við að með þessu sýni ráðherraráðið og sanni að það ætli sér að virða vilja ís- lenskra stjórnvalda. „Enda kom ekk- ert annað til greina,“ segir hann. ESB tekur ákvörðun vegna bréfs ráðherra Gunnar Bragi Sveinsson  Utanríkisráðherra segir ljóst að ESB taki mark á bréfinu Heppinn áskrifandi Morgunblaðsins eignast glænýja Toyota Corolla- bifreið í dag. Dregið verður í áskrif- endahappdrætti Morgunblaðsins fyrir hádegið. Strax verður haft samband við vinningshafann þegar nafn hans hefur verið dregið út. Vinningurinn er Toyota Corolla af nýjustu kynslóð og hlaðin auka- búnaði. Verðmæti bílsins er 4.899.000 krónur. Mörgum les- endum er í fersku minni þegar happdrættið um þennan bíl var kynnt 27. febrúar sl. og Morgun- blaðinu var snúið við. Leikurinn með blaðið og happdrættið er sam- starfsverkefni Morgunblaðsins og Toyota á Íslandi. Toyota fagnar því á þessu ári að liðin eru 50 ár frá því að fyrsta Toyota-bifreiðin var flutt til landsins. Þetta er í annað skiptið á árinu sem Morgunblaðið efnir til áskrif- endahappdrættis þar sem bifreið er í vinning. Hjónin Einar Guðmunds- son og Ásdís Svava Hrólfsdóttir frá Bolungarvík unnu Volkswagen e-Golf bifreið að verðmæti 4.490.000 krónur þegar dregið var í áskrif- endahappdrættinu 20. febrúar sl. Einar þakkaði konu sinni að þau unnu bílinn og sagði: „Hún vildi ekki segja Morgunblaðinu upp á meðan við skruppum til Kanarí.“ Allir sem greiða áskrift að Morgunblaðinu, hvort heldur í prentútgáfu eða rafrænni útgáfu, eru sjálfkrafa þátttakendur í happ- drættinu. Áskrifendahappdrætti Morgun- blaðsins heldur áfram og verður nýr bílavinningur kynntur í lok mán- aðarins. gudni@mbl.is Dregið í áskrifendahapp- drætti Morgunblaðsins í dag Ljósmynd/Torfi Agnarsson Vinningur Einhver áskrifandi Morgunblaðsins eignast þennan bíl.  Glæný Toyota Corolla í vinning „Við vorum með tæp 47 tonn í ár á móti 23 tonnum í fyrra,“ segir Þórð- ur Birgisson á Mána ÞH 98 sem stímdi hægt og rólega í átt að heima- bryggju á Húsavík eftir grásleppu- vertíð. Aflinn í lokatúrnum var 5,6 tonn. Þórður ætlar að huga að vélar- skiptum nú þegar hann er búinn með veiðidagana sína en alls mátti veiða í 32 daga. „Ég er með Daewoo- vél í bátnum, hún eyðir nánast engri olíu þannig að ég er aðeins að melta þetta.“ Grásleppuveiði hefur verið víða góð fyrir norðan. „Það er alveg bölv- að að þurfa að taka upp í svona mok- veiði,“ sagði Þórður. benedikt@mbl.is Bölvað að þurfa að taka upp Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Banaslys varð í gærdag þegar fólks- bíll og jepplingur sem mættust á Biskupstungnabraut skullu saman nokkuð ofan við Borg í Grímsnesi. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, Ís- lendingur á sjötugsaldri, sem var einn í bílnum, lést en erlend hjón í jepplingnum voru flutt á slysadeild Landspítala. Endurlífgunartilraunir sem vegfarendur, þ.m.t. ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar hófu á vettvangi og var fram haldið á leið á sjúkrahús af sjúkraliði báru ekki árangur og var maðurinn úr- skurðaður látinn fljótlega eftir komu þangað. Þetta er fimmta banaslysið í um- ferðinni í ár. Banaslys í Grímsnesi Sumardagurinn fyrsti verður held- ur kaldur samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Spáð er norðanátt með éljum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Þá er reiknað með frosti víða um land en á Suðurlandi á þó að hald- ast þurrt og hitinn þar nokkrar gráður yfir frostmarki yfir daginn. Þar ætti auk þess að sjást til sólar. Reiknað er með að kuldakastið standi fram í næstu viku. Sumardagurinn fyrsti verður kaldur Huginn VE-55 er væntanlegur til Vestmannaeyja seinni partinn í dag með um 1.850 tonn af kolmunna. Afl- inn verður unninn í mjöl og lýsi. Um tugur íslenskra skipa var að kol- munnaveiðum í gær syðst í færeysku lögsögunni við landhelgismörkin að þeirri skosku. Tólf íslensk skip mega vera þar samtímis að veiðum. Ein- hver voru farin í land með afla. Fjöldi skipa af ýmsu þjóðerni var á kolmunnaveiðum beggja vegna lín- unnar í gær. „Ég taldi þarna um sjö- tíu skip um daginn. Það voru Fær- eyingar, Rússar, Íslendingar og Norðmenn,“ sagði Guðmundur Hug- inn Guðmundsson, skipstjóri á Hug- in. Hann sagði að ekki hefði verið mikill kraftur í veiðum. „Við þurftum að draga lengi og það gaf eitthvað bara part úr sólarhringnum. Það var lítið á kvöldin og nóttunni. Það veiddist aðallega á morgnana og eitt- hvað yfir daginn. Stundum var þetta ágætt en það var eins og gengur þeg- ar svona margir eru að veiðum.“ Guðmundur segir að aflinn sé ágætis kolmunni en aðeins blandað- ur. Hann segir að þeir ætli að bíða aðeins með að hefja kolmunnafryst- ingu um borð. Þröng á kolmunna- miðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.