Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 7
DaviÖ Gislason.
Aður en ákveðið er, hvernig eigi að með-
höndla ofnæmi, þarf að finna ofnæmisorsak-
irnar. Mest af starfsemi göngudeildarinnar fer
í þetta. Þó verður að segjast eins og er, að
þótt flestir, sem á göngudeildina koma, telji
sig vera með ofnæmissjúkdóma, þá sýnir þó
reynslan, að minna en helmingur sjúklinga
hafa ofnæmi. Hinir eru með sjúkdóma, sem að
flestu leyti líkjast ofnæmissjúkdómum, en hafa
þó aðrar orsakir. En þegar ofnæmisorsökin
finnst, er um Jtrjá möguleika að ræða, í sam-
bandi við meðferð. Það er lang bezt fyrir
sjúklinginn, ef hann getur forðazt ofnæmis-
valdinn. Þetta er í mörgum tilfellum hægt,
t. d. Jiegar gæludýr á heimilum valda ofnæmi.
Með sérstökum aðferðum er einnig hægt að
forðast rykmaura að miklu leyti og minnka
hættu á ofnæmi, t. d. með viðgerðum á
liúsum eða með Jjví að skipta um húsnæði.
En sé J)etta ekki hægt, þá er um tvennt að
ræða, annað hvort lyfjameðferð eða svokallaða
afnæmismeðferð. Afnæmismeðferð er sprautu-
meðferð, sem er mjög tímafrek og talsvert
vandasöm. Hún gerir miklar kröfur til sam-
vinnu sjúklingsins við lækninn, sem veitir með-
ferðina. Þetta er eina meðferðin, sem nú getur
talizt gefa varanlega lækningu. Árangurinn er
])ó afskaplega mismunandi, eftir því, hvert of-
nærnið er. Beztur er árangur við ofnæmi fyrir
frjókornum og rykmaurum. Þessi mcðferð virð-
ist einnig gefa nokkurn árangur við dýraof-
næmi, en mjög vafasaman árangur við annað
ofnæmi.
Lyfjameðferð miðar að Jjví að halda ein-
kennunum niðri, en gefur hins vegar ekki var-
anlega lækningu. Á síðustu árum liefir lyfja-
nteðferðin batnað mjög mikið og ný lyf eru
nú í könnun í sambandi við ofnæmissjúkdóma.
RtVKJALUNDUR