Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 42

Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 42
SIGURJÓN SIGURJÓNSSON Fœddur 12. mai 1915. Dáinn 5. sept. 1979. í síðasta tölublaði Reykja- lundar var sagt frá andláti Sigurjóns Sigurjónssonar, aðalbókara á skrifstofu Reykjalundar. Þess var jal'n- framt getið að hans yrði minnst síðar í þessu riti. — Það var þann 5. sept 1979, sem Sigurjón lést eftir langt og átakamikið stríð við þann, sem ævinlega hefur betur að lokum. Fannst okk- ur samferðafólkinu máttar- völdin þar svo sannarlega ekki sýna sanngirni, því svo ríflega voru þau búin að úthluta honum af heilsuleysi og þjáningu áður. Sigurjón var fæddur þann 12. maí 1915 á ísafirði, var hann því 64ra ára þegar kall- ið kom. Foreldrar hans voru hjónin, Snjáfríður M. Árna- dóttir, fædd 20. október 1891 og Sigurjón Guðmundsson, fæddur 24. maí 1885, dáinn 7. desember 1963. Sigurjón var þriðja barn jteirra hjóna (Árni, fæddur 1911, Guð- mundur, fæddur 1913, svo var Svanhildur, fædd 1917, dá- in 1922). Móður sína misstu Jjau í spönsku veikinni 28. nóvember 1918. Sigurjón er jtá 3ja og hálfs árs tekinn í fóstur al ömmusystur sinni Gróu Sigurðardóttur og manni hennar Jóni Kristjáns- syni. Þau áttu einn son Guð- mund, fæddur 1909. Árið 1925 fluttu |)au suður og setj- ast að í Hafnarfirði. Þar bjuggu þau síðan og J)ar lauk Sigurjón námi við Iðnskól- ann 1933. Einn vetur nam liann við Flensborgarskólann, en sökum fjárskorts gat ekki orðið af frekara námi, enda kreppan í hámarki og [)eir, sem böfðu vinnu einn dag í viku, máttu vel við una. Hann sagði, að ekki liefðu þau beinlínis liðið hungur, en j)að hefði orðið að halda vel á öllu matarkyns, til að svo hefði ekki verið. Nítján ára gamall veiktist hann af berklum og fer [)á á Reykja- hæli í Ölfusi. Síðan kynntist hann sorgarsögu berklasjúkl- inga j)essara ára og sífelldri baráttu þeirra við veikina: Fólk var útskrifað löngu áð- ur en það í raun og veru var fært um J)að, til J)ess að taka ekki rúm frá ennj)á veikara fólki. Svo J)egar heim kom, J)á voru aðstæður ekki J)að góðar, að hægt væri að bæta einum á þann naurna skammt, sem fyrir \’ar, og J)á var að fá sér eitthvað að gera. Ekki var úr mörgu að velja á Jtessum tíma, yfirleitt bullandi þrældómur og vos- búð, ef menn ekki unnu eins og vitlausir, ])á voru þeir reknir. Þá var hægt að fá nóg vinnuafl fyrir lítið. Það getur hver sem er séð, að J)etta hefur engan veginn ver- ið hollt fyrir fólk, nýkontið af bæli og oft á tíðum nteira og minna veikt. Því varð ntargra leiðin sú að fara aft- ur og aftur á hælið og J)á oft- ast verr á sig komið við hverja innritun en áður. Þeir voru líka margir, sem féllu í ])essu stríði. Þessu öllu kynnt- ist Sigurjón vel og fór hann í höggnignu til Guðmundar Karls á Akureyrarspítala 1941. Hann mun hafa farið með skipi norður, J)ví að í þeirri ferð hittir hann Krist- mund, hálfbróður sinn, fyrst á Isafirði. En alls eignaðist hann 5 hálfsystkini. Þessi Ak- ureyrardvöl reyndi mikið á hann og mátti víst ekki miklu muna að hann lifði. Svo mik- ið var víst að hann bar menj- ar aðgerðarinnar alla tíð og J)oldi afar illa alla áreynslu. Á J)essum hælis- og spítala- árum kynntist hann Ármeyju Björnsdóttur — Emmu — eins og hún var ævinlega kölluð. Þau giftu sig á Akureyri 16. 40 REVKJALUNDUK

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.