Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 26
H?iHíuhx)iá & .yiriBJVöáum.
VIFILSSTAD AS PITALI
70,flRA
Vífilsstaðaspítali, eða Heilsuhælið á Vífils-
stöðum, eins og það hét þá, var byggt á hálfu
öðru ári, byrjað í öndverðum apríl 1909 og
tók til starfa 5. september 1910. Hœlið var
byggt af Heilsuhcelisfélaginu, sem stofnað
var í nóvember 1906. Byggingarliostnaður
Hœlisins var kr. 274.701,23 og húsbúnaður
og áhöld kr. 29.672,71. Hcelið var í upphafi
ætlað fyrir 75—80 sjúklinga og bjó þá allt
starfsfóllúð einnig á Hælinu.
Heilsuhælisfélagið rak Hælið til 1. janúar
1916, að ríkið tók við rekstri þess. 1973 var
nafni Hælisins breytt og er það nú rekið sem
spítali og heitir Vífilsstaðaspítali.
A þessum tíma hafa yfirlæknar verið þrír.
Fyrst próf. Sigurður Magnússon, frá 1910 til
1930, þá Helgi Ingvarsson til 1968 og síðan
Hrafnkell Helgason.