Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 43

Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 43
desember 1944 og liófu þar búskap við ákaflega þröngan kost, í einu herbergi með að- gang að eldhúsi og fengu lán- aðan dívan, sögðu þau mér. Sigurjón var þarna í vinnu og búinn að ná sér ofurlítið eftir höggninguna, þá bilaði lteilsan ennþá einu sinni og leiðin lá á hælið enn á ný. En þar verður vendipunktur í baráttunni, því nú er kom- ið það afl til sögunnar, sem lengi hafði vantað til að stiiðva þessa sífelldu göngu inn á hælin aftur, Reykja- lundur er tekinn til starfa. A Reykjalund kom Sigurjón fyrst 29. desember 1946 og Jtar vann hann til æviloka, fyrst sem vistmaður en 15. nóvember 1948 útskrifast hann og ])au Emma hefja bú- skap í sumarbústað í ná- grenni Reykjalundar, við Svartafoss. Síðar byggðu Jtau húsið Lyngás, ásamt Hjálm- ari Stefánssyni og konu hans. Þeir unnu Jrá báðir á tré- snn'ðaverkstæðinu á Reykja- lundi. Sigurjón og Emma áttu þrjú börn, Björn, Ernu og Sigurð. Emma lést 10. septcmber 1960 eftir stutta legu, aðeins 39 ára (f. 1. okt. 1921). Þá seldi Sigurjón sinn hlut í Lyngási og börnin fóru sitt í hverja áttina. Björn, J)á 16 ára, fór til Reykjavíkur og var að einhverju leyti á eig- in vegum. Erna fór til Sæ- bergs Þórðarsonar og Magn- ýjar Kristinsdóttur í Mos- fellssveit, Sigurður J)á tæpra 5 ára fór til Sveins Indriða- sonar og Sigrúnar Árnadótt- ur í Reykjavík. Sigurjón veitti lorstöðu húsgagna- bólstrun, sem starlrækt var á Reykjalundi í tæpan áratug. Fór sú starfsemi fram í her- mannabröggum til ársins 1959. Þá tók hann við starfi á skrifstofunni og J>ví starfi gegndi hann á meðan heilsa og kraftar entust eða um 20 ára skeið. Sigurjón var með afbrigðum samviskusamur og vandvirkur maður, sama hvaða starf J)að var, allt var ])að jafnvel af hendi leyst. Þó tel ég að honum hafi lall- ið skrifstofuvinnan best, og sto mikið er víst, að í ])ví starfi var hann óvenju af- kastamikill og ómetanlegur starfskraftur fyrir Reykja- lund. Sigurjón var fáskiptinn maður en átti góða vini, sem liann gat ævinlega leitað til, og langar mig til að nefna eitt nafn, æskuvin hans, Kristján Eyfjörð í Hafnar- firði. Eftirtektarvert var þeim, sem ræddu við Sigurjón, hversu víða hann var heirna í hinum ýrpsu málum, enda var hann sílesandi og mundi |)að sem hann hafði .lesið. Hann langaði á unga aldri til Jress að ganga menntaveg- inn eins og langskólanám Jress tíma var kallað. Ég er viss um að hann hefur ver- ið búinn að viða að sér meiri fróðleik í gegnum bækur en margur langskólagenginn maðurinn. Hann hafði mikið dálæti á Þórbergi og Hall- dóri Laxness. Kenndi mér að meta Þórberg og fræddi mig um ýmislegt í lræðum sósíal- ista á þeim árum, sem ég leigði hjá honum í Lyngási. Þann 26. júlí 1969 gekk Sigurjón að eiga eltirlifandi konu sína, Ragnhildi Þórar- insdóttur. Þau áttu heimili sitt á Reykjalundi, kynntust J)ar og störfuðu á sama vinnu- stað, munu ])etta hafa verið Sigurjóni gleðidagar á með- an heilsan var Jtolanleg, en hann lést eins og fyrr sagði 5. september 1979 eftir mjög erfiðar sjúkdómslegur, sem kona hans létti honum J)ó eins og í hennar valdi stóð með sérstakri ástúð og fórn- fýsi. Hér kveðjum við félaga okkar Sigurjón, J)ó seint sé, og ])ökkum honum fyrir samfylgdina. I ágúst 1980. Runólfur Jónsson. GUÐMUNDLR H. JÓHANNESSON Framh. á bls. 39) liann var; ])ar kom góðleiki mannsins skýrast í Ijós. Þess vegna kveðjum við ungir sem aldnir J)ennan góða vin með söknuði. Eftirlifandi konu hans Ingigerði Sigfinnsdóttur, er Iiann gekk að eiga í byrjun mars 1962, sendum við bestu samúðarkveðjur. Július Raldvinsson. ItEY KJALUNDUR 41

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.