Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 45
björtum augum til framtíð-
arinnar, þrátt fyrir fjötra þá,
sem hinn livíti dauði felldi
liann í. Og Björgvin fór með
sigur af hólmi. Hann komst
út í lífið og heim í Hrísey.
Heimabyggð sinni unni hann
heils hugar og mun á
bernskudögum hafa lieitið
henni tryggðum, og jaað heit
var efnt með ágætum. Hjá
útibúi KEA í Hrísey vann
Björgvin við verslunarstörf
næstu fjögur árin. Lengur
voru ekki gefin grið, skuggi
heilsubrestsins lá í leyni og
féll yfir að nýju. Arið 1957
varð Björgvin að fara á Krist-
neshæli öðru sinni og gista
innan veggja þess um hríð.
Var hann öðru hverju mikið
veikur, og varð að gangast
undir aðgerð. En hugarstyrk-
urinn brást honum ekki
fremur en fyrr, né heldur
bjartsýnin eða starfsviljinn.
Tók liann virkan þátt í fé-
lagslífi hælisbúa, vann í
skemmtinefnd og var í ýms-
um störfum á vegum félags-
ins Sjálfsvarnar við góða
hylli.
Sigurvonir Björgvins rætt-
ust, sem í hið fyrra skiptið.
Enn komst hann út af hæl-
inu og heim í sína góðu eyju.
Var hann eitt sumar hjá for-
eldrum sínum í Lambhaga,
en síðan lá leiðin á Vinnu-
heimili SÍBS að Reykjalundi.
Gekk hann þar að störfum
eftir föngum. Förin til
Reykjalundar varð örlaga-
spor á ævigöngu Björgvins
Jónssonar, því að jiar mætti
hann lífsförunaut sínum,
Áslaugu Kristjánsdóttur frá
Hlíð í Köldukinn. Hún hafði
eins og hann, horfið til
Reykjalundar eftir sigur í
sömu baráttu, en einnig
lienni hafði um hríð verið
búin vist á Kristneshæli. Vor-
ið 1960 fluttust Jjau alfarin
heim til Hríseyjar. Lílið var
með björtum blæ. Enn gekk
Björgvin til starfa hjá úti-
búi KEA — nú á skrifstofu.
Síðar varð Jtað hlutverk lians
að taka við stjórn útibúsins,
og við fjölmörgum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir sveitar-
félagið. Var hann t. d. allt í
senn oddviti lneppsnefndar,
hreppstjóri og sýslunefndar-
maður. Hann hafði brenn-
andi áhuga fyrir allri upp-
byggingu í eynni og sérhverju
{dví, sem fengi stuðlað að
heill hennar og hagsæld. Hér
naut hann öruggrar liðveislu
konu sinnar, sem virti hans
áhugamál, vann markvisst við
hlið hans og gekk inn í niörg
af störfum hans, jjegar Jjess
Jrurfti við. Heimili Jjeirra var
og gestkvæmt, glatt og hlýtt
og sem miðpunktur mann-
lífs eyjarinnar. Nutn J>au
Björgvin og Áslaug trausts
og vinsælda í hvívetna. Þetta
voru hamingjurík ár, sem
Jjau áttu þarna í liinu grósku-
mikla og fjöljiætta starfi, á
meðal vina og vandamanna.
Sólargeislar voru synirnir
tveir, Narfi og Teitur, og
aðrir sem næstir stóðu. Þarna
var mikið til að lifa fyrir.
Elfur lífsins streymdi fram
með hrífandi niði og takt-
sláttur starfs og hugsjóna var
stemmdur til samræmis.
En ennþá syrti að. Árið
1978 varð Björgvin fyrir al-
varlegu hjartaáfalli, sent
kostaði hann margra mánaða
sjúkrahúsvistir, og eftir Jjetta
varð eigi fengin sú heilsubót,
sem treysta mátti. Þau Björg-
vin urðu að yíirgefa sín verk-
efni og vé í Hrísey. Fluttu
Jiau til Akureyrar sumarið
1979 og bjuggu sér heimili að
Áshlíð 4. Þrátt fyrir afar
veika heilsu Björgvins stóðu
vonir til, að Jjau fengju, í
fylgd heilladísa sinna, gengið
veginn saman enn um sinn.
Það fór á aðra lund. Þann
16. desember sl. var Björgvin
allur. Þann 28. desember fór
fram í Akureyrarkirkju fjöl-
menn og hátíðleg minningar-
athöfn, og sama dag var út-
för hans frá Hríseyjarkirkju,
Jjar sem hvert sæti var skipað.
Hinn trúi sonur var kom-
inn heim til hinstu náða.
Lokið var minnilegri,
reynsluríkri göngu, sem
Jjreytt hafði verið með dáð
og hetjubrag. Eftir lifir
minningin um vorhugann ...
minning merluð ljósi.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
REYKJALUNDUR
43