Fréttablaðið - 09.11.2015, Page 6
Búin að kjósa
Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Búrma, tekur við blómum úr hendi stuðningsmanns.
Hún heimsótti kjördæmi sitt eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum í landinu, þeim fyrstu í aldar-
fjórðung. Niðurstaðna er vænst í dag. Fréttablaðið/EPa
stjórnsýsla Séra Geir Waage,
sóknar prestur í Reykholti, sagði á
Kirkjuþingi í október að fjármunir
sókna í landinu hefðu verið „teknir í
nokkuð stórum stíl á undanförnum
árum til að launa presta og til þess
að greiða ýmsan kostnað á biskups
stofu,“ eins og Geir orðaði það.
Geir vísaði til Jöfnunarsjóðs sókna.
Í hann rennur hluti sóknargjalda sem
meðlimir þjóðkirkjunnar greiða til
sinna söfnuða. Kom fram í máli Geirs
að á tímabilinu eftir hrun hefðu sam
tals runnið 175 milljónir króna úr
jöfnunarsjóðnum til Biskups stofu.
Það sagði Geir óheimilt samkvæmt
lögum og reglugerðum. Það hafi
þó verið gert vegna hagræðingar
kröfu ríkisins á hendur þjóðkirkj
unni, sem eftir hrun hefur ekki fengið
fullt afgjald samkvæmt kirkjujarða
samkomulagi. Því afgjaldi er ætlað að
standa undir launum presta og starfs
manna á Biskupsstofu.
„Og menn spyrja sig vitaskuld;
hvert hafa þessar greiðslur runnið
þaðan og til hvaða verkefna?“ sagði
Geir. „Jafnvel þó að um einhvers
konar neyðaraðstæður hafi verið
ræða vegna peningaástandsins
í kirkjunni í kjölfar hrunsins þá
verðum við að breyta þessu strax og
ekki síðar en nú, hér á þessu þingi,
því þetta gengur ekki.“
Geir undirstrikaði að lögin leyfðu
ekki að peningum jöfnunarsjóðs
væri ráðstafað í annað en í þágu
sóknanna og starfsemi þeirra. „Það
er hvergi nokkurs staðar opnuð leið
í lögunum eða reglugerðinni til þess
að taka fé úr þessum sjóði til þess að
kosta prestsþjónustu eða til annars
kostnaðar heldur en einhverrar
umsýslu sjóðsins á Biskupsstofu,“
sagði Geir.
Séra Gísli Gunnarsson, sem situr
í fjárhagsnefnd Kirkjuþings, svaraði
Geir og sagði alveg ljóst að frá hruni
hefði þurft að fjármagna rekstur
þjóðkirkjunnar á dálítið annan hátt
en fyrir hrun. Eina leiðin sem hefði
verið fær til að brúa bilið á þeim
tekjulið sem Biskupsstofa og þjóð
kirkjan heyrir undir á fjárlögum hafi
verið farin með samþykki Kirkju
þings og með samþykki ríkisendur
skoðunar. „Það var að taka fé úr jöfn
unarsjóði, taka fé úr Kirkjumálasjóði
og selja eignir,“ skýrði séra Gísli.
Gísli Jónasson, formaður fjár
hagsnefndar Kirkjuþings, tók í svip
aðan streng og Gísli Gunnarson.
„Við getum sjálfsagt gert ágreining
um það hvort það hafi verið rétt
Prestur segir
sóknargjöld
nýtt án leyfis
Um 175 milljónir af félagsgjöldum meðlima Þjóð-
kirkjunnar voru nýttar til á biskupstofu og í laun
presta án lagaheimildar sagði séra Geir Waage á
Kirkjuþingi. Var gert til að koma í veg fyrir fækk-
un starfsmanna. Framkvæmdinni verður hætt.
Ég treysti því að nú
veitist kirkjuráðinu
ráðrúm til að verja eftirleiðis
fé til verkefna í samræmi við
heimildir í
lögum.
Geir Waage,
sóknarprestur í
Reykholti
MenntaMál Framhaldsskóla
nemendur vilja fjölbreytt náms
umhverfi, meiri sveigjanleika og
brjóta upp gömlu skólastofuna sem
þeir hafa setið í frá sex ára aldri.
Þetta kemur fram í niðurstöð
um rannsóknar Önnu Kristínar
Sigurðardóttur sem hún gerði um
námsumhverfi framhaldsskóla
nema. 56 nemendur voru spurðir
hvað þeim fyndist ákjósanlegt
umhverfi til náms og hvaða mögu
leika þeir hefðu til áhrifa á náms
aðstæður sínar.
Helstu niðurstöður eru að fram
haldsskólanemendur vilja hafa
umhverfi sitt á allt annan veg en
það er í allflestum framhaldsskól
um í dag.
„Í fyrsta lagi eru nemendur ekki
spurðir álits en þeir vilja gjarnan
hafa meira til málanna að leggja. Í
öðru lagi kjósa þeir námsumhverfi
þar sem þeir geta setið í hópum án
þess að hópavinnu sé þröngvað upp
á þá. Þeir kjósa síður námsumhverfi
sem er í föstum skorðum eða inn
rammað, eins og í hefðbundnum
skólastofum,“ segir Anna Kristín.
Aðspurð hvort einbeiting nem
enda verði ekki minni ef þeir fá slíkt
frelsi segir Anna Kristín nemendur
þvert á móti vilja meiri ramma með
breyttu umhverfi. „Í stórum stofum
og fyrirlestrasölum geta nemendur
lokað sig af úti í horni, farið á netið
eða sofnað. Nemendurnir vilja
einmitt meiri aga og ramma sem
heldur þeim við efnið, þeim fannst
breytt fyrirkomulag bjóða upp á
það. Þeir voru alls ekki að biðja um
umhverfi þar sem þeir geta slegið
slöku við.“
Nýir framhaldsskólar hafa verið
byggðir eftir hugmyndafræði um
opna skóla. Anna Kristín bendir
á að eldri skólar geti brotið upp
umhverfið með nýjum kennslu
háttum, líkt og margir grunnskólar
hafa gert. „En hefðin er afar sterk í
þessum málum,“ segir hún. –ebg
Nemendur vilja láta halda sér við efnið
noregur Norska matvælastofn
unin segir stjórnendur laxeldiskvía
í Nordmöre í Noregi hafa misst
stjórn á aðstæðum. Í sumum kvíum
sé magn lúsa sem herja á fiskinn 20
sinnum meira en stofnunin sam
þykkir.
Ástandið þykir sérlega alvarlegt
þar sem vandinn hafi verið mikill
um langt skeið. Ekki hafi tekist að
vinna bug á honum.
Matvælastofnunin norska hefur
varað við að hún muni krefjast þess
að 1,3 milljónum laxa verði á næst
unni slátrað í tveimur kvíum við
Kornstad og Leite. – ibs
Alvarlegur
lúsafaraldur
ákvörðun eða ekki en hún var alla
vega gerð til þess að forða því að
fækka starfsmönnum meira en
orðið hefur,“ útskýrði Gísli sem dró
í efa fullyrðingu Geirs um að þessi
aðferð væri ekki í samræmi við lög
og reglur.
„Allavega var sá gjörningur í það
minnsta samþykktur af Kirkjuþing
um og þeir ársreikningar sem gerðir
hafa verið upp á þessu tímabili hafa
nú verið áritaðir af ríkisendurskoðun
þannig að ég tel nú hæpið að tala um
kannski lögbrot en þetta er auðvitað
ekki mitt svið svo sem að túlka það
í smáatriðum,“ sagði Gísli Jónasson.
Þegar upplýst var að kirkjuráð
Þjóðkirkjunnar hefði samþykkt í
sumar að ekki yrði fært frekara fé
milli sjóða og að fengnum svörum
Gíslanna tveggja kvaðst Geir vera
sáttur.
„Og ég treysti því að nú veitist
kirkjuráðinu ráðrúm til að verja
eftirleiðis fé til verkefna í sam
ræmi við heimildir í lögum,“ sagði
sóknarpresturinn í Reykholti við
lok umræðna um fjármál Þjóðkirkj
unnar. gar@frettabladid.is
Hlutverk jöfnunarsjóðs
a Að veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa
umfram aðrar sóknarkirkjur.
b Að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir
þar sem lögmæltar tekjur skv.
2. gr. laga þessara nægja ekki
fyrir nauðsynlegum útgjöldum að
dómi sóknarnefndar og sóknar-
prests og að fenginni umsögn
héraðsnefndar.
C Að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum.
D Að styrkja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi.
Úr lögum um sóknargjöld.
Þeir kjósa síður
námsumhverfi sem
er í föstum skorðum eða
innrammað, eins og í hefð-
bundnum skólastofum.
Anna Kristín
Sigurðardóttir,
menntunarfræðingur
9 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 M á n u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
E
-6
4
B
4
1
6
E
E
-6
3
7
8
1
6
E
E
-6
2
3
C
1
6
E
E
-6
1
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
8
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K