Fréttablaðið - 09.11.2015, Blaðsíða 8
Ef þú ert að leita að rúmgóðum bíl er Golf Variant Metan svarið. Hann er umhverfisvænn, fær frítt í stæði, gengur bæði fyrir metani
og bensíni og kemur þér allt að 1.300 km á áfyllingunni. Skiptu yfir í Golf Variant Metan og láttu fara vel um þig og þína.
UPPFÆRSLUBÓNUS
VOLKSWAGEN
+120.000 kr.
www.volkswagen.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Golf Variant Trendline 1.4 TGI Metan beinskiptur:
3.190.000 kr.
Sjálfskiptur: 3.390.000 kr.
Spar á krónurnar
– örlátur á kílómetrana.
Egyptaland Flestir virðast nú
komnir á þá skoðun að sprengja
hafi grandað rússnesku farþega-
þotunni, sem hrapaði á Sínaískaga
fyrir rúmlega viku.
Egypsku sérfræðingarnir, sem
hafa unnið að rannsókn hrapsins,
segjast vera orðnir 90 prósent
öruggir um að sprengja hafi orsak-
að það.
Rannsóknin beinist nú að hljóð-
upptöku frá síðustu sekúndum
flugsins, og hafa meðal annars sér-
fræðingar frá bandarísku alríkislög-
reglunni, FBI, verið fengnir til þess
að skoða upptökuna. Rússneskir
sérfræðingar hafa einnig haldið til
Egyptalands til að taka þátt í rann-
sókninni.
Flugvélin, sem var af gerðinni
Airbus A321, hrapaði skyndilega
23 mínútum eftir flugtak frá ferða-
mannabænum Sharm el-Sheikh,
sem er syðst á Sínaískaga. Um borð
voru 224 manns, flestir Rússar, og
fórust þeir allir.
Fjölmennar minningarathafnir
hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir
þar þjóðarsorg vegna atburðarins.
Vitni sögðu vélina hafa brotnað
í sundur áður en hún hrapaði og á
upptökunni má greina hljóð, sem
virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu
áður en vélin hrapaði.
Liðsmenn öfgasamtakanna Ísl-
amskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á
árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing
þeirra ekki trúverðug.
Öryggismálum á flugvellinum í
Sharm el-Sheikh þykir ábótavant,
en athyglin hefur einnig beinst að
flugvöllum víðar í löndum þar sem
öfgahópar vaða uppi.
Öryggiseftirlit á flugvellinum í
Sharm el-Sheikh er sagt mein gallað,
þannig að auðvelt sé að koma
óleyfilegum farangri um borð.
Fjölmargir ferðamenn eru
strandaglópar í Sharm el-Sheikh
eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóð-
ir hættu flugi þangað af öryggis-
ástæðum í kjölfar þess að rússneska
vélin hrapaði.
Nú um helgina hófu Rússar að
senda flugvélar til Sharm el-Sheikh
til þess að ná í rússneska ferðalanga
þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir
ferðamenn þar og er meiningin að
koma þeim öllum burt innan nokk-
urra daga. Á einum sólarhring voru
11 þúsund farþegar fluttir heim til
Rússlands nú um helgina.
Þá eru Bretar einnig byrjaðir að
senda flugvélar til að ná í 20 þús-
und breska ferðamenn þangað,
en stefnt er að því að þeir verði
allir komnir til Bretlands innan tíu
daga.
Þá hefur mörgum Rússum sárnað
skopmyndir í nýjasta hefti franska
tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem
gert er grín að flughrapinu. Margir
Rússar hafa af þessu tilefni sent
skilaboð á Twitter með yfirlýsing-
unni: „Ég er ekki Charlie.“
gudsteinn@frettabladid.is
Þúsundir sóttar til Sharm el-Sheikh
Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar á Sínaískaga. Öryggismál á flugvellinum í Sharm el-Sheikh sögð hafa verið í ólestri. Mikil reiði
í Rússlandi í garð franska skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem gerði grín að flughrapinu í hefti sínu. ÍSIS hefur lýst ábyrgð á árásinni.
Ferðafólk í Sharm el-Sheikh notfærir sér afþreyingarmöguleika meðan beðið er eftir flugvélum til að flytja það heim.
Fréttablaðið/EPa
224
fórust með rússnesku far-
þegaflugvélinni á Sínaískaga
laugardaginn 31. október
9 . n ó v E m b E r 2 0 1 5 m Á n U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
E
-B
D
9
4
1
6
E
E
-B
C
5
8
1
6
E
E
-B
B
1
C
1
6
E
E
-B
9
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
8
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K