Fréttablaðið - 30.11.2015, Side 1

Fréttablaðið - 30.11.2015, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 0 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 3 0 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri skrifar um föstudaginn ranga. 11-12 sport Frá Hetti í ensku úrvals- deildina á þremur árum. 14 lÍfið Glowie gefur út nýtt lag og eyðir jólunum á Barcelona. 24-26 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Í síðasta sinn Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli í gær. Borgarstjórnin í Ósló hefur ákveðið að senda ekki fleiri tré. Það var Birkir Elías, sjö ára, sem tendraði ljósin á trénu. Héðan í frá mun jólatréð á Austurvelli því verða höggvið í Norðmannalundi í Heiðmörk. Fréttablaðið/Ernir landbúnaður Slátrun á hrossum hefur verið í algjöru lágmarki síðustu mánuði eftir að Rússlandsmarkaðir lokuðust á árinu. Sláturleyfishafar geta því ekki tekið inn hross til slátrunar og sitja margir bændur uppi með hross sem þeir vonuðust eftir að geta losað sig við. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir fáa vera að slátra hrossum í einhverju magni þessa dagana. Ágúst segir markaði í Rússlandi hafa verið einkar hagfellda fyrir útflutning á hrossum. Bæði hafa þeir markaðir tekið við öllu kjöti af skrokknum og gott verð fengist. Síðustu mánuði hefur síðan lítið sem ekkert komist á þá markaði. „Því eru menn aðeins að vinna inn á lítinn innanlandsmarkað,“ segir Ágúst. „Við höfum verið að leita fyrir okkur á öðrum mörkuðum, svo sem í Japan, og það gæti farið að gefa góða raun. Hins vegar er sá markaður ekki fyrir allt kjöt af hrossi og því þyrftum við að komast á Rússamarkað áður en langt um líður.“ Nú fer í hönd tími þar sem hrossa- bændur fara að gefa stóðum sínum og því er ærinn kostnaður í að halda hrossum á fóðrum sem bíða slátrunar. Vitað er í sláturhúsi B. Jensen í Eyjafirði að hrossabændur sumir hverjir séu að bíða með hross sem þeir pöntuðu inn til slátrunar í júní í sumar. Um 9.300 hrossum var slátrað á landinu í fyrra og ljóst er að sú tala verður mun lægri á þessu ári. Rúmlega 70.000 hross eru til í landinu hverju sinni. Aukinn fjöldi hrossa mun auka heyþörf hrossa- bænda til muna. „Nú verðum við að treysta á að sláturleyfishafar finni markað fyrir afurðina. Það er bagalegt í þessu árferði nú að geta ekki afsett hross. Nú eru bændur komnir í þá stöðu að þurfa að gefa hrossum á útigang og það kostar peninga á meðan,“ segir Sveinn Stein- arsson, formaður félags hrossabænda. sveinn@frettabladid.is Slátrun hrossa hefur hrunið á hálfu ári Hrossaslátrun í algjöru lágmarki þar sem ekki finnast markaðir fyrir afurðirnar. Bændur eiga í erfiðleikum með að losa sig við gripi. Lokun Rússlandsmarkaða skipt miklu máli fyrir hrossabændur. Nýrra markaða er leitað og horft til Japan Við höfum verið að leita fyrir okkur á öðrum mörkuðum, svo sem í Japan, og það gæti farið að gefa góða raun. Hins vegar er sá markaður ekki fyrir allt kjöt af hrossi. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS saMfélag „Hún sagði við mig að hún hefði ekki flúði frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á mig í Noregi,“ segir Khamshajiny Gunarat- nam, 27 ára varaborgarstjóri Óslóar, um símtal sitt við móður sína eftir að hún slapp lifandi frá hryðjuverkaárás Breiviks þann 22. júlí 2011. „Foreldrar mínir koma frá landi þar sem staðan er þannig að ef þú ert Tamíli og þátttakandi í stjórnmálum þá verður þú vafalaust drepinn. Þegar ég sagði mömmu minni að ég hefði áhuga á stjórnmálum varð hún áhyggjufull. Það er nokkuð kaldhæðið í ljósi þess að ég eyddi miklum tíma í að segja henni að í Noregi er öruggt að vera í stjórn- málum.“ -srs / sjá síðu 8 Í stjórnmál þrátt fyrir áhyggjur mömmu sinnar Þegar ég sagði mömmu minni að ég hefði áhuga á stjórn- málum varð hún áhyggjufull. Khamshajiny Gunaratnam, varaborgarstjóri Óslóar 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -1 4 D 0 1 7 2 D -1 3 9 4 1 7 2 D -1 2 5 8 1 7 2 D -1 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.