Fréttablaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 2
Enn snjallara heyrnartæki heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Nýja Beltone Legend heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Pantaðu ókeypis heyrnarmælingu í síma 568 7777 og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýriker. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypisheyrnarmælingsíðan 2004 Norðan 10-18 m/s og snjókoma fyrir norðan í dag og er útlit fyrir að hún verði nokkuð þétt í kringum Tröllaskaga. Hægari vindur sunnanlands og að mestu léttskýjað, en líkur á dálitlum éljum síðdegis og undir kvöld. Áfram kalt í veðri. Sjá Síðu 18 Veður  Gengið í þágu grænni heims StjórnSýSla „Það eru alltaf að koma upp mál þar sem sakborningar, sér- staklega útlendingar, eru óánægðir með þá verjendur sem lögregla hefur skipað þeim,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Afstaða hefur sent formlegt bréf til Lögmannafélags Íslands þar sem óskað er eftir því að félagið fari fram á að mótaðar verði verklagsreglur um tilnefningu verjenda til handa sak- borningum. Verklagið eigi að tryggja að ekki skapist tortryggni um að óeðlileg hagsmunatengsl séu á milli lögreglu og lögmanna. Í bréfinu segir að fangar kvarti yfir því að illa gangi að ná í lögmenn og þeir séu illa undirbúnir fyrir dómsmál. Lögmenn gleymi mikilvægum atriðum í málinu og skorti reynslu af verjenda- störfum. Þá segir: „Fangar hafa tekið svo til orða að lögmenn þeirra líti á þá sem „fasta greiðslu“ frá ríkissjóði.“ Lögmannafélag Íslands er með svo- kallaðan bakvaktarlista sem ætlaður er fyrir lögreglu til að hringa í verj- endur. Samkvæmt Afstöðu er þessi listi nær aldrei notaður heldur sér lögregla um að hringja í verjendur sem hún velur sjálf, óski sakborningur ekki eftir einhverjum sérstökum. Afstaða segist í tvígang hafa bent Lögmanna- félaginu á að úr þessu þurfi að bæta en án árangurs. „Örfáir útvaldir lögmenn fá meiri- hluta allra sakamála, ekki síst mjög stórra sakamála, í svo miklum mæli að óeðlileg hagsmunatengsl hljóta að vera fyrir hendi. Félaginu hafa borist ábend- ingar um að sama gildi að einhverju leyti um réttargæslumenn brotaþola,“ segir í bréfinu. Þá segir í bréfinu að umtalsverðum fjármunum sé með þessu skammtað af hálfu lögreglu til lögmanna. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir að þetta standi til bóta. „Menn eru misviljugir að taka verjendastörf að sér. Bakvaktarlisti Lög- mannafélags Íslands hefur einhvern veginn ekki virkað almennilega og þess vegna styðjast menn minna við hann en þeir ættu að gera,“ segir Friðrik. Hann segir að nú eigi sér stað sam- ræður á milli lögreglunnar og Lög- mannafélagsins um að koma bakvakt- arlistanum í betra horf, svo listinn sé uppfærður og verjendur séu tilbúnir að sinna útköllum. snaeros@frettabladid.is Segja örfáa útvalda lögmenn í náð lögreglu Félag fanga hefur sent formlega kvörtun vegna verjendavals lögreglu. Félagið segir óeðlileg hagsmunatengsl vera fyrir hendi. Lögreglan boðar úrbætur. Borið hefur á því að sakborningum finnist verjendur sínir illa undirbúnir fyrir mál- flutning og gleymi jafnvel mikilvægum atriðum fyrir dómi. FréttaBlaðið/Vilhelm Þess var krafist í loftslagsgöngunni, sem farin var í miðborg Reykjavíkur í gær, að stjórnvöld axli ábyrgð, virði skuldbindingar um samdrátt í losun gróður- húsalofttegunda. Sams konar göngur fóru fram meðal annars í New York, Kaupmannahöfn, Lundúnum, Róm, Tókýó og víðar. FréttaBlaðið/ernir lögreglumál Tuttugu og sjö ára gamall Hollendingur sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni er kominn á Kvíabryggju. Maðurinn, sem er greindarskertur, sætir gæslu- varðhaldi vegna aðildar að smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. „Það fékkst heimild frá Fangelsis- málastofnun til að flytja hann upp á Kvíabryggju,“ segir Ómar Örn Bjarn- þórsson, verjandi mannsins. Hann segir að Hollendingnum hafi verið ekið þangað á föstudaginn og hann dvelji nú í húsi með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnúsi Guðmunds- syni, fyrrverandi forstjóra Kaup- þings í Lúxemborg. „Þeir hafa tekið mjög vel á móti honum,“ segir Ómar og bætir við að það sama eigi við um aðra fanga á Kvíabryggju. „Hann er ótrúlega sáttur við að vera kominn þangað og líður vel,“ segir hann. Ómar býst við að rannsókn á fíkniefnamálinu ljúki fljótlega. - jhh Í varðhaldi á Kvíabryggju Hann er ótrúlega sáttur við að vera kominn þangað og líður vel. Ómar Örn Bjarnþórsson verjandi. Guðmundur ingi Þóroddsson veður Þrjú snjóflóð féllu í gær á norðan verðum Tröllaskaga. Tvö flóð féllu í Ólafsfjarðarmúla norðan Dal- víkur og eitt flóð í Almenningum vestur af Siglufirði. Lögregla og Vegagerð lok- uðu þeim vegum í gær og verður ekki athugað með opnun fyrr en í dag. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofan- flóða vár hjá Veðurstofu Íslands, sagði snjóalög veikburða í Ólafsfjarðarmúla og að með nýjum úrkomubakka sem kom upp að Tröllaskaga í gærkveldi yrði staðan tekin aftur í dag. „Það er mikil hætta á frekari snjóflóðum á svæðinu. Þó að vegir verði opnaðir beinum við til fjallafólks að fara varlega þar sem ótraust snjóalög gætu leynst undir nýföllnum snjó,“ segir Harpa. Mikil ofankoma var á svæðinu um helgina og spáð er framhaldi þar á. - sa Snjóflóð einangruðu Fjallabyggð tyrkland Jarðneskar leifar rúss- neska flugmannsins Oleg Peshkov verða fluttar frá Tyrklandi til Rúss- lands. Peshkov fórst þegar tyrknesk- ar hersveitir skutu flugvél sem hann flaug  niður í síðustu viku. Tyrkir telja að vélin hafi farið inn í tyrk- neska lofthelgi í óleyfi. Rússar neita því. Atvikið hefur valdið ósætti á meðal ráðamanna ríkjanna tveggja og Rússar hafa sett viðskiptabann á Tyrki. - jhh Lík flugmannsins til Rússlands 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m á n u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -2 8 9 0 1 7 2 D -2 7 5 4 1 7 2 D -2 6 1 8 1 7 2 D -2 4 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.