Fréttablaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 12
Í kjölfar styttingar framhaldsskól-ans í þrjú ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt til róttækar breytingar á umfangi námsgreina í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að umfang flestra námsgreina muni minnka um 15 til 20 prósent í kjölfar styttingar námstímans. Frá þessu er þó sú undantekning að umfang námsgreinarinnar „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ minnkar um 65%. Framhaldsskólaeiningar í náms- greininni „Íþróttir, líkams- og heilsu- rækt“ voru átta í gamla kerfinu og síðar þrettán einingar þegar annað einingakerfi var tekið í notkun árið 2008. Í þessum tillögum er lagt til að einingar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ verði að lágmarki fjórar og hámarki sex. Í fjögurra ára framhaldsskóla- kerfinu fengu nemendur að jafnaði tvær kennslustundir á viku í náms- greininni „Íþróttir, líkams- og heilsu- rækt“. Í nýjum tillögum ráðuneytisins er lagt til að framhaldsskólarnir geti skipulagt þessar sex einingar í náms- greininni þannig að nemendur fái eina kennslustund á viku í sex annir. Kennslustundum fækkar enn frekar í námsgreininni ef skólastjórnendur velja að hafa fjórar námseiningar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Framhaldsskólarnir geta sem sagt með þessu fyrirkomulagi haft alla kennslu í „Íþróttir, líkams- og heilsu- rækt“ á þremur eða fjórum önnum. Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi hefur framhaldsskólanám í marga áratugi verið þriggja ára nám og í aðalnámskrá framhaldsskóla þar kemur skýrt fram að lögbundið sé að nemendur fái tvær kennslustundir í námsgreininni á viku öll þrjú árin í framhaldsskóla. Mennta- og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa einn- ig lýst því yfir að þau vilji fjölga kennslu- stundum í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á komandi árum. Þessi afstaða er mjög skiljanleg þar sem tveir tímar í heilsurækt á viku fyrir þennan aldurshóp verður að teljast algjört lágmark út frá lýðheilsusjónar- miðum, en í ráðleggingum Embættis landlæknis er lagt til að framhalds- skólanemar hreyfi sig að minnsta kosti í 60 mínútur daglega. Óráðlegt og óskiljanlegt Það verður að teljast mjög óráðlegt og í raun óskiljanlegt að mennta- og menn- ingarálaráðuneytið leggi til að fækka kenndum stundum í þessari náms- grein umfram aðrar greinar í kjölfar styttingar náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar breytingar eru í hrópandi andstöðu við þá þróun sem boðuð hefur verið í menntamálum undanfarin ár þar sem heilbrigði og velferð eru mikilvægar stoðir. Í þessu samhengi er skólakerfið mikilvægur vettvangur til að fylgja eftir þessum markmiðum og stuðla að jákvæðari þróun. Þessar tillögur eru einnig mjög á skjön við niðurstöður rannsókna á heilsu, hreyfihegðun og velferð íslenskra framhaldsskólanema. Í nýlegri íslenskri rannsókn sem fram- kvæmd var 2011 af vísindamönnum og framhaldsnemum á Menntavísinda- sviði HÍ var þróun og breytingar á hreyfivirkni íslenskra ungmenna skoðuð á átta ára tímabili. Í rann- sókninni var hreyfing níu ára barna og fimmtán ára unglinga fyrst skoðuð 2003 og sömu einstaklingar voru svo mældir aftur þegar yngri hópurinn var 17 ára og sá eldri 23 ára. Á þessu átta ára tímabili minnkaði hreyfing beggja aldurshópa um 60%. Þessar rannsóknarniðurstöður eru mjög sambærilegar við aðrar alþjóða- rannsóknir sem sýna að hreyfivirkni ungmenna minnkar um u.þ.b. 7% á hverju aldursári. Samfara þessu eykst kyrrseta ungmenna mikið. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein kemur fram að eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á framhaldsskólaaldri upp- fyllir ráðleggingar um daglega hreyf- ingu. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tækifæri framhaldsskóla- nema til hreyfingar og heilsuræktar. Að lokum skora ég á menntamála- ráðherra og samstarfsfólk hans að endurskoða þessar tillögur og setja fram nýjar sem byggja á þeim veru- leika sem ungt fólk lifir við í nútíma þjóðfélagi. Sennilega er enn mikil- vægara nú en áður að standa vörð um heilsu og velferð íslenskra ung- menna. Aðför mennta- og menningar- málaráðuneytis að heilsu og velferð íslenskra ungmenna Nú líður að Parísarfundi þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að sam- komulagi um að sporna við lofts- lagsbreytingum á Jörðinni. Hér er um alheimsverkefni að ræða sem hefur áhrif á okkur öll og er jafn- framt á ábyrgð okkar allra. Samfélagið okkar hér á Akureyri og nágrenni, sem telur um 20.000 manns, er lítið á heimsvísu en samt sem áður má finna hér flest sem einkennir milljónasamfélög, svo sem sjúkrahús, framhalds- skóla, háskóla, orkuframleiðslu, iðnað, matvælavinnslu, ferða- þjónustu sem og ýmsar stofnanir. Ef hægt er að taka metnaðarfull skref í útblástursmálum á Akur- eyri, þá er engin afsökun að gera það ekki annars staðar. Í hugmyndafræðinni um kol- efnis hlutlaust samfélag eru heim- ilin notuð sem miðpunktur. Ef ekkert gerist á heimilum er lítil von um árangur á öðrum sviðum. Til einföldunar má segja að á Vestur löndum séu fjögur risakol- efnisspor í rekstri heimila: A) vegna raforkunotkunar tækja, B) vegna upphitunar húsnæðis, C) vegna urðunar á lífrænu sorpi, D) vegna samgangna. Kolefnisspor A tengist raforku- notkun en þar njótum við þess, sem og aðrir landsmenn, að raf- magn á Íslandi kemur ekki úr ósjálfbærum kolefnislindum held- ur úr vatnsafli og jarðvarma. Akur- eyringar fóru í mjög metnaðarfull orkuskipti á áttunda áratugnum þegar dýr hitaveita var lögð um bæinn eftir ítrekaðar og erfiðar boranir. Þetta voru kostnaðarsöm og erfið orkuskipti, enda jarðhita- leitin talsvert flóknari en víða á Suðurlandi. Í dag njóta Eyfirðingar afraksturs þessarar djörfungar og búa við hræódýra og kolefnisfría upphitun og þurfa ekki að hafa áhyggjur af kolefnisspori B. Hvað kolefnisspor C varðar þá er ekki sama hvernig lífrænn úrgang- ur er meðhöndlaður því að ef hann er einfaldlega urðaður þá myndi hvert kíló af slíkum úrgangi mynda 1,6 kg af gróðurhúsalofttegundum við rotnun á urðunarstað. Í Eyja- fjarðarsveit er hins vegar starfrækt verksmiðja sem tekur við lífrænum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæti með miklum umhverfisávinningi. Fyrirtækið heitir Molta og er líklega ein vanmetnasta umhverfishetja landsins í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Með stýrðu niðurbroti minnkar moltu- gerðin útblásturinn niður í 0,3 kg fyrir hvert kíló af úrgangi eða einn fimmta af því sem losnar við urðun. Öll heimili þátttakendur Molta tekur við lífrænum úrgangi úr öllum Eyjafirði. Það að moltu- gera lífrænan úrgang í stað þess að urða dregur úr losun gróðurhúsa- loftegunda um 10-15 þúsund tonn á ári. Öll heimili eru þátttakendur í þessari aðgerð og til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi þá eru þetta svipuð áhrif og ef 5.000 raf- bílar væri keyptir á svæðið til að draga úr mengun. Bílar eru einmitt uppistaðan í kolefnisspori D og þar er verk að vinna. Norðurorka hefur nú reist metan- stöð, þar sem hægt er að fá norð- lenskt gas unnið úr lífrænum leifum gamla Glerárdalshaugsins. Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrir- tækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingarolíu og fituafskurði. Stefnt er á að virkja bæjarbúa til að safna notaðri matarolíu sem til fellur á heimilum til að auka framleiðsluna. Fyrstu hraðhleðslustöðvarnar eru svo væntanlegar þannig að ekkert mun vanta upp á innviði til að fara í orkuskipti í samgöngum. Helst vilj- um við þó flesta út úr bifreiðunum á lappir og hjól, enda vegalengdir í lágmarki innanbæjar á Akureyri. Í Eyjafirði hefur svo verið plantað ógrynni af trjám síðustu áratugi sem hjálpar mikið upp á kolefnisbók- haldið og ættu þau að hirða síðustu leifar kolefnis sem munu koma frá heimilum á næstu árum. Akureyrarbær og Norðurorka stofnuðu fyrirtækið Vistorku ehf. í maí á þessu ári. Tilgangur félags- ins er meðal annars að vinna að markmiðinu um kolefnishlutlaust bæjarfélag. Hvetjum við bæjarbúa og aðra landsmenn að fylgjast með framgangi mála á Facebook og vef- síðu félagsins. Kolefnishlutlaus Akureyri Eina ástæðuna fyrir þeirri hrinu hryðjuverkastarfsemi sem hefur gengið yfir heimsbyggðina undan farið má rekja til tilvistarkreppu íslams í nútímanum. Sú lífseiga þula að voðaverk hryðjuverkamanna hafi ekk- ert með íslam að gera er röng. Vanda- málið kristallast þar sem nútíminn og íslömsk trú og menning, sem byggist á fornum grunni, mætast. Sá veruleiki birtist ekki bara í Mið-Austurlöndum heldur einnig í vestræna heiminum þar sem múslímum hefur fjölgað ört á undanförnum áratugum. Þrátt fyrir að íslamskar fjöldahreyf- ingar séu með milljónir hófsamra karla og kvenna innan sinna vébanda er þar einnig að finna fjölmarga íhaldssama múslíma sem telja að vestræn áhrif séu siðspillandi. Þeir eiga erfitt með að fóta sig í nútímanum, bregðast við áhrifum hans eða höndla hann, og sjá þann kost vænstan að hverfa aftur til fortíðarinnar. Þessir íslamistar óttast um trúar- lega sjálfsmynd sína í samfélögum nútímans og að gagnrýnin umræða muni ná að sá fræjum efa í hjörtum manna. Til að vinna gegn áhrifunum dæma þeir samfélög sín til sjálf- skipaðrar einangrunar í ákveðnum hverfum evrópskra borga þar sem þeir leitast við að framfylgja ævafornum lífs- háttum og viðhorfum. Þar lifa margir múslímar lífi sem er nánast algerlega aðskilið hversdagslífi annarra í sam- félaginu og neita að aðlagast. Innan þessara samfélaga vænisýki og aðskilnaðar eru fjölmargir sem halda á lofti úreltum hugmyndum um rétt- indi kvenna, menn sem telja að rétt- indi samkynhneigðra séu óguðleg, láta sig tjáningarfrelsi litlu skipta og ala á skipulögðu gyðingahatri. Í sumum moskum kynda öfgafullir múslímar undir hatri á því umhverfi sem þeir telja ógna sér og boða heilagt stríð og heimsyfirráð. Í því skyni halda þeir á lofti herskáum tilvitnunum úr Kóran- inum á kostnað þeirra friðsamlegu þar sem stríð og ofbeldi eru vegsömuð og skipað er fyrir um dráp á vantrúuðum. Sjálfskipuð einangrun og firring Skýringarinnar á uppgangi íslamista og hatri þeirra á Vesturlöndum er frekar að leita í þessari sjálfskipuðu einangr- un, firringu og íhaldssamri kreddu- hyggju en í yfirdrottnunarstefnu vest- rænna stórvelda þó að hún sé notuð sem átylla. Ekki er ósennilegt að þetta hatur endurspegli viðbrögð ráðandi afla á meðal múslíma, viðbrögð sem stafa af ótta við að allar breytingar raski högum þeirra og hagsmunum. Til að verja stöðu sína ala þeir á skipulegri andúð á Vesturlöndum og vestrænum gildum í sumum moskum sem ungt fólk er sérstaklega móttækilegt fyrir. Þessi boðskapur er rótin að hryðju- verkastarfsemi þar sem ungir múslímar stíga yfir mörk hins siðlega og grípa til þess ráðs að drepa. Það er sárgrætilegt að fólk á Vesturlöndum sem telur sig til- heyra frjálslyndari armi stjórnmálanna og jafnvel vestrænir femínistar skuli slá skjaldborg um þennan hugmynda- heim kredduhyggju og kvennakúgunar með því að stimpla alla þá sem vilja gagnrýna hann sem rasista. Það eru ekki allir múslímar íslam- istar. Fjölmargir þeirra vilja lifa með öðrum hætti en þeir sem eru fastir í trúarlegu og stöðnuðu feðraveldis- fyrirkomulagi. Þessir múslímar bíða mestan skaða af íslamskri öfgahyggju. Þeir þurfa að fara að líta í eigin barm, átta sig á hver hinn eiginlegi óvinur þeirra sé og beina bræði sinni að þeim sem raunverulega eru að kúga þá í stað þess að festa sig eingöngu í orðræðu um glæpi Vesturlanda. Þeir þurfa að snúa baki við boðberum hatursins og gera upp við sig hvers konar íslam þeir vilja lifa við. Salman Rushdie telur að umbóta- hreyfingu þurfi til að laga mikilvægustu trúarsetningar íslams að samfélögum nútímans, múslímsk siðaskipti til að berjast gegn þeim hugmynda- fræðingum sem boða heilagt stríð (jihad) og hatur. Það þurfi ný fræði í stað bókstafstrúarlegra kennisetninga og kredduhyggju sem þjaki hugsun margra múslíma nú á dögum. Fyrst í stað sé tímabært að múslímar læri um opinberunina í trúarbrögðum sínum sem sögulegan atburð en ekki atburð sem sé hafinn yfir vísindalega sögu- skoðun á einhvern yfirskilvitlegan hátt. Hryðjuverkastarfsemi íslamista Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrirtækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingar- olíu og fituafskurði. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tæki- færi framhaldsskólanema til hreyfingar og heilsuræktar. Það eru ekki allir múslímar íslamistar. Fjölmargir þeirra vilja lifa með öðrum hætti en þeir sem eru fastir í trúarlegu og stöðnuðu feðraveldisfyrir- komulagi. Erlingur Jóhannsson prófessor íþrótta- og heilsufræði Menntavísinda- svið, Háskóla Íslands Laugarvatni Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku ehf. Stefán Karlsson stjórnmála- fræðingur og guðfræðingur 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -1 4 D 0 1 7 2 D -1 3 9 4 1 7 2 D -1 2 5 8 1 7 2 D -1 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.