Fréttablaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 17
|FólkMenntun Áhugafólk um minímalískan lífsstíl heitir nýstofnaður hópur á Facebook sem þegar er skipaður rúmlega átta þúsund meðlim- um. Þar deilir fólk ráðum um hvernig megi einfalda lífið í víðum skilningi og minnka bæði veraldlegt og andlegt áreiti. Þar er mikið rætt um jólin fram undan og hvernig megi draga úr jólaneyslunni og efnislegum gjöfum. Margir leggja til að gefin séu gjafabréf og þá gjarnan á einhvers konar upplifun. Hér eru nokkrar hugmyndir sem hafa verið viðraðar í hópnum. Þær eru að gjafabréfum sem er hægt að kaupa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum. Auk þess má útbúa heimagerð gjafabréf upp á ýmiss konar samveru- stundir. Einn helsti kostur gjafabréfa er að gjöfin lifir lengur og það er hægt að njóta hennar þegar hægist um eftir jól. Helsti ókosturinn er að þau vilja gleymast og jafnvel týnast. Gefðu: l Gjafabréf eða miða í leikhús, á tónleika, íþróttaleiki eða bíó. Þá er hægt að gefa gjafakort á midi.is, tix.is og harpa.is svo dæmi séu nefnd. l Gjafabréf á námskeið. Til dæmis hjá Mími símenntun, Endurmenntun Há- skóla Íslands, Tækniskólanum, Myndlistarskólanum í Reykjavík, á handa- vinnunámskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og matreiðslunámskeið hjá Salt eldhúsi svo dæmi séu nefnd. Eins gjafabréf í söng- eða dansskóla. l Gjafabréf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn l Gjafabréf í laser tag, Bogfimisetrið, Adrenalínsetrið, klifurhúsið, Go- kart, keiluhöllina og í Smáratívolí. l Gjafabréf á tonlist.is. l Gjafabréf á veitingastað. l Gjafabréf í ísbúð. l Gjafabréf í flug. l Gjafabréf í dekur. JólagJöfin í ár? Óteljandi MöGuleikar Hægt er að útfæra gjafabréf með ýmsum hætti og þau geta verið ávísun á nánast hvað sem er. Það eru mörg spennandi nám-skeið í boði á vorönn,“ segir Áslaug Thorlacius, skóla- stjóri Myndlistarskólans í Reykja- vík. „Við seljum gjafabréf á nám- skeið. Það er bæði hægt að kaupa ákveðið námskeið og opið bréf fyrir ákveðna upphæð. Við mæl- umst til að fólk byrji á grunnáfanga í teikningu. Það er undirstaða fyrir öll önnur námskeið en við hjálpum fólki að sjálfsögðu að finna nám- skeið við hæfi.“ Námskeið skólans eru fyrir alla aldurshópa. Barna- og unglinga- deildin er fyrir 4-15 ára nemendur, eftir það tekur fullorðinsdeildin við og fólk getur sótt skólann svo lengi sem það vill. Námskeið fyrir fullorðna fara flest fram á kvöldin en við bjóðum líka námskeið á morgnana og um eftirmiðdaginn. Flest standa í heila önn þar sem þátttakendur mæta einu sinni í viku en einnig er boðið upp á styttri námskeið, t.d. í listasögu. Kennarar við skólann eru starf- andi myndlistamenn, hönnuðir og listfræðingar og námskeiðaflóran er afar fjölbreytt að sögn Áslaugar. „Við bjóðum námskeið í teikn- ingu, málun, vatnslitamálun, lita- fræði og formfræði. Leirrennsla og mótun eru sívinsæl námskeið. Módelteikning og módelmótun er krefjandi og skemmtilegt viðfangs- efni og mikilvægt fyrir fólk sem ætlar sér lengra í listinni. Á vorönn er líka hægt að fara í portrett- teikningu og -mótun. Við verðum með nýtt og spennandi námskeið í myndasögum og skopmynda- teikningu sem Hugleikur Dagsson og Halldór Baldursson kenna. Á laugardögum bjóðum við aðra nýjung, 6 vikna námskeið fyrir 4-6 ára börn og foreldra þeirra. Það er skemmtileg samverustund og góð jólagjöf. Við vorum að endurbæta myrkraherbergið okkar og verðum með námskeið í filmuljósmyndun, bæði unglinganámskeið og annað fyrir fullorðna. Fyrir unglingana er margt nýtt í boði, m.a. nám- skeið í kvikmyndagerð og annað þar sem áhersla verður lögð á að fara lengra með teikninguna, t.d. prenta á flíkur, hjólabretti og fleira. Skólinn heldur af og til ,,mast- er class“ námskeið fyrir fagfólk, t.d. í keramik, textíl og teikningu, og alltaf er hægt að óska eftir sér- sniðnum námskeiðum fyrir hópa, til dæmis vinnustaði eða vinahópa sem vilja gera eitthvað saman. Þau geta verið stutt eða löng, allt eftir því hvað fólk vill.“ Skráning á námskeið á vorönn hefst í desember og lýkur um miðjan janúar. „Þeir sem fá gjafabréf í jólagjöf geta nýtt það á vorönn eða næstu haustönn,“ segir Áslaug. MyndlistarnáMskeið er GÓð Gjöf MyndlistarskÓli reykjavíkur kynnir Myndlistarskólinn í Reykjavík býður upp á fjölda spennandi námskeiða bæði á vor- og haustönn fyrir alla aldurshópa. Gjafabréf á myndlistarnámskeið við skólann er skemmtileg gjöf sem gleður. fjölbreytt náM áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistarskóla reykjavíkur, segir fjölbreytt námskeið í boði á hverju ári. mynd/vilhelm Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum. Augnhvílan er auðveld í notkun og vermir í 10 mínútur í hvert sinn. Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur í örbylgjuofni og lögð yfir augun. Sniðug jólagjöf! Augnhvílan Margnota augnhitapoki 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -D A 5 0 1 7 2 D -D 9 1 4 1 7 2 D -D 7 D 8 1 7 2 D -D 6 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.