Fréttablaðið - 30.11.2015, Side 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Finndu okkur
á facebook
Gæði og g
læsileiki e
ndalaust ú
rval af há
gæða flísu
m
Unnt er að
ná sam-
komulagi því
fáir draga
lengur
loftslags-
vísindin í efa.
Hryðjuverkin í París koma ekki í veg fyrir loftslags-ráðstefnuna sem hefst í dag. 150 þjóðarleiðtogar eða þjóðhöfðingjar hafa staðfest komu sína og gert
er ráð fyrir 40.000 þátttakendum. Þessi feiknarlegi áhugi
skýrist af því sem við er að etja: að takmarka hækkun hita
í heiminum við 2 C° svo ekki komi til óafturkræfra lofts-
lagsbreytinga. Unnt er að ná samkomulagi því fáir draga
lengur loftslagsvísindin í efa. Októbermánuður síðast-
liðinn var sá heitasti frá upphafi mælinga.
Þótt öllum beri saman um markmiðin er niðurstaðan
ekki sjálfgefin. Frakkar eru í forsæti ráðstefnunnar og verða
að sætta sjónarmið 195 þátttökuþjóða, bæði á venjulegum
samningafundum og með nýrri nálgun. Eins og gengur á
slíkum ráðstefnum leitar forysturíkið eftir bindandi sam-
komulagi, algildu en löguðu að þróunarstigi landa, bæði til
að draga úr losun til framtíðar og kljást við núverandi vanda.
Samkomulaginu fylgir fjármögnun til þróunarlanda sem
nemur 100 milljörðum USD frá 2020 (62 milljörðum 2014).
Frakkar tóku upp þá nýbreytni að óska eftir að þátttöku-
ríkin gerðu fyrir fram grein fyrir framlagi sínu. Það hafa nú
169 ríki gert, sem samtals standa fyrir 91% af losun gróður-
húsalofttegunda. Þau skera losun verulega niður, þó ekki
nægjanlega: Hlýnunin verður um 3° en ekki 2°, sem var
hámarkið. Aðrir aðilar en ríki voru beðnir að leggja fram raun-
hæfar og tafarlausar skuldbindingar samkvæmt „Líma-Parísar
aðgerðaáætluninni“. 1.600 borgir og 2.000 fyrirtæki hafa nú
skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,
auka endurvinnslu o.s.frv.
Ísland getur gegnt miklu hlutverki. Bæði er landið í návígi
við vandann, því norðurslóðir hlýna örar en tempruð svæði,
en jafnframt stendur það nær lausninni því hér kunna menn
að nýta endurnýjanlega orku, eins og í Reykjavík sem notar
einvörðungu slíkar orkulindir til rafmagnsframleiðslu og upp-
hitunar. Reykjavíkurborg hefur undirritað metnaðarfulla yfir-
lýsingu um loftslagsbreytingar ásamt öðrum höfuðborgum
á Norðurlöndum. Þá hafa 103 íslensk fyrirtæki samþykkt að
draga mælanlega úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps.
Góður árangur í París byggist á málamiðlun milli ríkisstjórna
og enn fremur á skuldbindingum allra borgaralegra aðila.
Það sem þarf til að COP21
ráðstefnan heppnist
Philippe
O´Quin
sendiherra
Frakklands
Hugtakaverðbólgan
Landspítalinn á Hringbraut
er hriplekur og húsnæði
Barna- og unglingageðdeildar
étið af myglusvepp. Því er
kannski ekki að furða þótt
Páll Matthíasson, forstjóri
spítalans, láti í sér heyra. En
málflutningurinn virðist ekki
alveg hitta í mark á réttum
stöðum. Vigdís Hauksdóttir,
formaður fjárlaganefndar,
kvartar sáran. „Það þarf að hafa
sterk bein fyrir þetta áhlaup,“
sagði formaðurinn á Bylgjunni
í gærmorgun. Í kvöldfréttum
bætti hún um betur og sagði
að fjárlaganefnd væri beitt
„andlegu ofbeldi“. Kannski
fullsterkt til orða tekið? Ef ekki,
þá er spurning hvort Páll, sem
er læknismenntaður, geti gert
eitthvað fyrir bein og andlega
líðan þingmannsins.
Kaupir Björgólfur?
Það vakti töluverða athygli
þegar meirihluti borgar stjórnar
ákvað að selja Björgólfi Thor
Björgólfssyni húsnæðið sem
Thor Jensen, langafi hans, reisti
á Fríkirkjuvegi ellefu. Salan
vakti litla hrifningu vinstri-
manna í borgarstjórn, sem vildu
húsið áfram í eigu borgarinnar.
Nú eru breyttir tímar og vinstri-
menn sjálfir hafa ákveðið að
selja annað sögufrægt hús sem
Thor Jensen lét reisa, Korpúlfs-
staði. Og þá hlýtur að liggja
beinast við að langafabarnið
kaupi. jonhakon@frettabladid.is
Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í París í dag. Að öllum líkindum er hér á ferðinni mikilvægasta samkoma þjóðanna frá lokum síðari heimsstyrjaldar; svo brýnt er það erindi sem hvílir á fundinum, svo stór sú vá sem liggur yfir veröldinni. Engin vestræn velmeg-
unarþjóð getur látið sitt eftir liggja og þá síst af öllu þjóð
sem býr á jafn gjöfulu grænorkulandi og Íslandi.
Það var því ánægjulegt að sjá að í gær gengu hundruð
Íslendinga í loftlagsgöngunni í Reykjavík þrátt fyrir frost
og þunga færð. Þessi ganga var ein af um tvö þúsund
sambærilegum göngum víða um heim undir merkjum
Global Climate March sem voru farnar til þess að þrýsta
á ríki sem sækja heim loftslagsráðstefnuna í París um
að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og að iðnríkin
styðji fátækari ríki heims til þess að takast á við breyttar
aðstæður og nýta endurnýtanlega orkugjafa.
Gangan í Reykjavík lagði að sjálfsögðu ríka áherslu á
hvað íslensk stjórnvöld, og þar með við sem þjóð sem
býr við einstakt aðgengi að endurnýtanlegri orku og hátt
þekkingarstig, getur lagt af mörkum til þess að viðunandi
markmið náist í tíma. Og þá skiptir öllu máli að sú orka
sem við beislum sé nýtt með skynsamlegum og sjálfbær-
um hætti en ekki í þágu mengandi stóriðju með stórskað-
legum áhrifum á umhverfið sem og framtíð heimsins.
Gangan setti því fram þá sjálfsögðu kröfu að Ísland
skuldbindi sig til þess að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda um 40 prósent, að tafarlaust verði hætt við
áformaða olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu og loks að
stefnt verði að kolefnishlutleysi fyrir árið 2015. Þetta eru
skynsamlegar og réttmætar kröfur og sjálfsagt að þakka
þeim sem lögðu leið sína í gönguna fyrir sitt framlag.
Hvert skref skiptir máli.
Augu þjóðarinnar verða því vonandi á íslenskum
ráðamönnum sem og valdamönnum heimsins á
næstu dögum. Og að þessu sinni duga engar smáríkis-
afsakanir, barlómur og væntingar um undanþágur. Slíkt
er okkur ekki sæmandi því við einfaldlega búum of vel
af aðstæðum til þess að geta skorast undan því að ganga
með þeim sem lengst ganga og til mestra endurbóta. Það
er ekki hægt að stæra sig af efnahagslegum árangri og
vaxandi velsæld, sem virðist þó ná illa til allrar þjóðar-
innar, að morgni og taka sér svo stöðu aftast í umhverfis-
málunum að kvöldi.
Hugo Chavez, hinn umdeildi forseti Venesúela á
sínum tíma, sagði eitt sinn: „Ef umhverfið væri banki,
væru Bandaríkjamenn búnir að bjarga því.“ Stór orð
og óneitanlega kaldhæðin en við Íslendingar getum að
sönnu tekið þau til okkar eins og aðrar vestrænar þjóðir.
Þjóð sem hefur með sönnu sýnt að hún getur verið í for-
ystu í að bjarga bönkum og endurreisa þá úr öskustónni
ætti nú aldeilis að geta látið ljós sitt skína á loftslagsráð-
stefnunni í París. Það verður vonandi gaman að fylgjast
með þeirri göngu íslenskra ráðamanna þjóð sinni til
sóma.
Hreinsum
loftið í París
Það er ekki
hægt að stæra
sig af efna-
hagslegum
árangri og
vaxandi
velsæld, sem
virðist þó ná
illa til allrar
þjóðarinnar,
að morgni og
taka sér svo
stöðu aftast í
umhverfis-
málunum að
kvöldi.
3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r10 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
2
D
-6
8
C
0
1
7
2
D
-6
7
8
4
1
7
2
D
-6
6
4
8
1
7
2
D
-6
5
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K