Fréttablaðið - 30.11.2015, Page 11
Jólafjör með Góa
& Stórsveit
Reykjavíkur
6. des. kl. 14:00,
Silfurbergi, Hörpu
Miðasala: harpa.is
Jóla
tónleikar
fyri
r alla
f ölskylduna
Snjóblásarar
Snjóblásarar
ÞÓR HF
ÞÓR HF
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 -18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Ég mjakaðist ofurhægt á bílnum inn í austurhluta Reykjavíkur á meðan útvarpið malaði. Það var föstudagur.
Ég flakkaði á milli stöðva; alls staðar voru
óðamála karlmenn að æpa á mig. Þeir
heimtuðu að ég færi út í búð, tafarlaust.
Nú var nefnilega, sögðu þeir, Black Friday.
Og hvað átti ég að gera í því: Jú, stökkva til
og kaupa mér dýnu, topplyklasett, brauð-
rist, saumavél, regnhlíf eða skíði – bara
eitthvað. Ég hrökklaðist skelkaður milli
stöðva, en þeir voru alls staðar, þessi æstu
karlmenn, þar til loks að ég komst í var á
rás eitt ríkisútvarpsins. Því fylgdi mikill
léttir að heyra þar Sigvalda Júlíusson þul
tilkynna í sínum þurrlegasta þulartóni að
nú væri „svartur föstudagur“.
„Skemmtilegt er myrkrið“
Þetta var einmitt hvítasti dagur ársins.
Maður fékk ofbirtu í augun hvert sem litið
var. Kaupmenn voru hins vegar í óða önn
að bjóða okkur upp á innfluttan sorta
frá Ameríku, rétt eins og ekki sé nægilegt
framboð af myrkri hér í skammdeginu. Af
hverju? Það er víst svona sem þetta er gert
í Ameríkunni. Manni skilst að öllu sé hér
til skila haldið frá föstudeginum svarta í
Bandaríkjunum, nema að vísu þessu eina
sem aldrei nær hingað til okkar: sjálfum
afslættinum.
Á íslensku er allt eitthvað svo satt. Allt
hljómar svo raunverulegt á íslensku, sem
getur orðið soldið niðurdrepandi, hún
segir okkur hlutina eins og þeir eru – þetta
gamla mál fólks sem lifði af gæðum lands
og sjávar og var í stöðugum lífsháska
og þurfti að geta talað um veðrið með
þúsund orðum um vindinn til að vita
nákvæmlega hvaða veðra væri von. Það er
svo erfitt að þyrla upp moldviðri á þessu
máli þar sem merkingin vísar af ískaldri
nákvæmni á fyrirbærin og orðin fram-
kalla óðara myndir hjá manni. Svartur
föstudagur: er það ánægjuleg tilhugsun
að eiga hann í vændum? Þetta hljómar
eins og skelfileg vá sem vofir yfir mann.
„Skemmtilegt er myrkrið,“ sagði draugur-
inn í þjóðsögunni en var nokkurn veginn
einn um þá skoðun.
En svo heyrir maður „Black Friday“
og yppir öxlum; það hljómar eins og
merkingarleysa sem smellur í munni.
Eða til hvers vísar hugtakið? Þetta mun
vera upphafsdagur jólaverslunar í Banda-
ríkjunum og vera fyrsti föstudagurinn
eftir Thanksgiving, sérhannaður kaup-
æðisdagur og gefur netið manni ýmsar
skýringar á þessu válega nafni, og maður
er óðara farinn að geispa í miðri útskýr-
ingu – eitthvað um liti í bókhaldi.
Hræranlegar hátíðir
Forlátið mér þetta tuð. Það er svo sannar-
lega ekki í verkahring nokkurs manns
að hlutast til um það hvernig annað fólk
gerir sér dagamun, svo fremi það meiði
ekki aðra. Við horfum brosandi á Hindúa
hér á landi halda upp á sína ljósahátíð,
Diwali, múslímar halda af aðdáunar-
verðu þolgæði út sinn Ramadan, Gyðingar
halda upp á Yom Kippur, kristnir menn
minnast fæðingar frelsarans á jólum og
Íslendingar blóta Þorrann, sem er heiðin
og forn trúarhátíð hvað sem hver segir.
Og svo framvegis. Og fólk sem trúir á
Ameríku heldur upp á Thanksgiving með
kalkúna áti að hætti prótestanta, svo-
nefndra píla gríma, sem litu á sig sem guðs
útvöldu þjóð og færðu guði þakkir fyrir
góða uppskeru.
Okkur hinum kann að vísu að þykja
þetta skyndilega þakkargjörðarstúss svo-
lítið afkáralegt. Hvað erum við að þakka
fyrir hér á landi í lok nóvember? Góða
uppskeru? Töðugjöldin eru samkvæmt
almanakinu hér haldin seint í ágúst.
Eiginlega er álíka nærtækt að fara að taka
upp siði Amish-manna …
Sannast hér sem löngum fyrr að trúar-
siðir missa inntak og merkingu þegar þeir
eru fluttir frá einu svæði með tiltekið nátt-
úrufar til annars með allt aðra landshagi,
en vaxa ekki eðlilega fram í sambýli manns
og Jarðar, endurspegla ekki það samband
eins og öll trú ætti að gera; verða að inni-
haldslausum siðum.
Vanmetum samt ekki innihaldsleysið.
Það er alls ekki jafn slæmt og af er látið.
Það er að minnsta kosti alltaf hægt að ljá
því sitt eigið inntak. Og eflaust er hægt
að finna einhver þakkarefni hér á landi,
sé vel og vandlega leitað. Við höfum svo
sannarlega fengið ótalmargt frá Ameríku
í menningu og siðum: sumt dásamlegt
og auðgandi, eins og alla músíkina og
bíómyndirnar, fötin og auglýsingaskiltin;
sumt hálfskringilegt, eins og þessar undar-
legu íþróttir sem þeir iðka þar vestra,
með hinum innvirðulega kýló sem þar
er kenndur við baseball og einkennist af
gríðarlegu hangsi og óskiljanlegu bauki,
eða handboltann sem þeir kalla fúttboll
þar sem menn hlaupa fram og til baka með
bolta í fanginu og hoppa svo allir í hrúgu
þar sem þeir sprikla og kitla hver annan.
Og sumt leiðinlegt: Þessi tiltekni föstu-
dagur er ekki góð viðbót fyrir skamm-
degisviðkvæmt fólk eins og mig. Good
friday á ensku er kallaður Föstudagurinn
langi. Black friday mætti gjarnan heita á
íslensku Föstudagurinn rangi.
Föstudagurinn rangi
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Í dag
Okkur hinum kann að vísu að þykja
þetta skyndilega þakkargjörðarstúss
svolítið afkáralegt. Hvað erum við að
þakka fyrir hér á landi í lok nóvember?
Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lög-reglan fái aukinn aðgang
að vopnum. Á Íslandi höfum við
getað sagt stolt frá því að almennir
lögreglumenn séu ekki vopnaðir
því þess hefur ekki reynst þörf. Lík-
lega snýr undrun fólks yfir fréttum
síðustu viku ekki síst að því hversu
óljósar upplýsingar er að fá um eðli
og forsendur breytinga á vopna-
búnaði lögreglunnar. Ef verið er
að fjölga geymslustöðum vopna
og vopnbúa lögreglubíla almennt
hefði maður talið eðlilegt að slíkar
breytingar hefðu fyrst verið kynnt-
ar á Alþingi og á meðal almennings,
rökstuddar og útskýrðar.
Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu
gera það sem þarf til að vernda
borgarana og ef til vill eru þessar
breytingar rökréttar í því samhengi.
Um það vitum við hins vegar ekkert
því ákvarðanir og forsendur þeirra
hafa ekki verið kynntar og umfang
breytinganna er ekki enn fullljóst.
Lögregluyfirvöldum ber skylda til
að bera það undir borgarana og
fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri
vernd af þessu tagi og gefa þeim
tækifæri til að vega og meta mögu-
legan ávinning eða tap af slíku.
Vopnabúnaður lögreglu og
aðgangur almennra lögreglu-
manna að vopnum er einn þáttur í
því að tryggja öryggi borgaranna og
öryggi lögreglumanna. Hins vegar
er engin fylgni milli vopnaburðar
lögreglu í öðrum löndum og lágrar
glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er
mat lögreglunnar og sérfræðinga
á áhættu sem fylgir þessari breyt-
ingu? Því það er ekki bara hvítur
sem spilar, heldur á svartur líka
alltaf leik. Hvert getur verið andsvar
glæpamanna við auknum vopna-
búnaði?
Sú ákvörðun að gera vopn
aðgengilegri fyrir almenna lög-
reglumenn er stórpólitískt mál og
á heima á Alþingi Íslendinga og ég
hef óskað eftir sérstakri umræðu
við innanríkisráðherra um málið
þar. Það þarf að upplýsa um hvers
eðlis breytingarnar séu og á hvaða
grunni ákvarðanir um þær hafa
verið teknar. Leynimakk og mis-
vísandi svör um svo viðkvæmt mál
eru löggæsluyfirvöldum ekki sam-
boðin.
Svartur á líka leik
Ef verið er að fjölga
geymslustöðum vopna
og vopnbúa lögreglubíla
almennt hefði maður
talið eðlilegt að slíkar
breytingar hefðu fyrst
verið kynntar á Alþingi og
á meðal almennings, rök-
studdar og útskýrðar.
Árni
Páll Árnason
formaður
Samfylkingingar
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11M Á n u d a g u R 3 0 . n ó v e M B e R 2 0 1 5
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
2
D
-2
8
9
0
1
7
2
D
-2
7
5
4
1
7
2
D
-2
6
1
8
1
7
2
D
-2
4
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K