Fréttablaðið - 30.11.2015, Page 16

Fréttablaðið - 30.11.2015, Page 16
Fólk| gott málefni UNICEF og samstarfsaðilar hafa náð ótrúlegum árangri undanfarna ára-tugi. Aldrei hafa fleiri börn gengið í skóla, stórlega hefur dregið úr barnadauða, margfalt fleiri börn fá meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma ríkir mikil neyð víða í heiminum. Mikill fjöldi barna er á flótta og fer á mis við menntun og reglu- bundna heilsugæslu,“ segir Helga Ólafsdóttir, verkefnastýra hjá UNICEF á Íslandi, Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna. Því telur hún sannarlega mikla þörf á að styðja við þurfandi börn um allan heim. Ein leið til þess er að styðja við baráttu UNICEF. „Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og leggjum áherslu á að ná til allra barna, hvar sem þau eru,“ segir Helga. gjafir sem bjarga lífi Sannar gjafir eru ein leið til að styrkja starf UNICEF. „Sannar gjafir eru lífsnauðsynleg hjálpargögn á borð við bóluefni, teppi, jarð- hnetumauk, moskítónet og vatnshreinsitöfl- ur. Að auki er hægt að kaupa gjafabréf upp á ýmislegt nytsamlegt eins og námsgögn, reið- hjól og ungbarnavigt,“ telur Helga upp. Fólk getur keypt sannar gjafir á netinu. Þær eru síðan sendar úr birgðageymslu UNICEF þangað sem þörfin er mest hverju sinni. „Flest hjálpargögnin fara til fátækustu ríkjanna eða þar sem stríð og náttúruham- farir geysa,“ segir Helga og nefnir þar Sýr- land og nágrannalönd þess, ýmis Afríkuríki og Nepal. Vaxandi áhUgi Sannar gjafir hafa lengi verið í boði í fjöl- mörgum löndum. „Hér á landi var farið af stað með sannar gjafir fyrir nokkrum árum og við finnum fyrir sívaxandi áhuga fólks,“ segir Helga. Hún segir skemmtilegast við sannar gjafir vera hversu marga þær gleðji í einu. „Það er auðvitað alltaf gaman að gefa, svo er gaman að fá gjafabréf með fallegri kveðju en það besta er auðvitað að börn í neyð njóti gjaf- anna, enda þurfa þau mest á þeim að halda.“ Við ýmis tækifæri Langmest er keypt af sönnum gjöfum um jólin. „Einstaklingar hafa keypt gjafabréfin og notað sem jólakort og jólagjafir. Þá hafa einn- ig nokkur fyrirtæki keypt þau í staðinn fyrir jólakveðjur og jafnvel gefið starfsmönnum í jólagjöf. Einnig hafa gjafabréfin verið send til samstarfsaðila og þá oft látin fylgja gjafa- körfu eða einhverju slíku.“ Hún bendir á að fólk sem á ættingja og vini erlendis, eða Íslendingar sem búa úti, hafi sent sannar gjafir á milli landa með fallegum og hlýjum kveðjum. „Í ár bjóðum við einnig upp á gjafabréf á ensku, vegna mikillar eftirspurnar eftir því.“ Leynivinaleikir eru í gangi í fjölmörgum fyrirtækjum. Helga segir gjafabréfin vinsæl meðal leynivina. „Þá eru jólasveinarnir líka farnir að gefa bréfin í skóna og ég hef heyrt að börnin hafi gaman af því,“ segir hún. Sannar gjafir eru þó seldar allan ársins hring og Helga segir færast í aukana að þær séu gefnar sem útskriftargjafir, brúðkaups- gjafir eða fyrir stórafmæli. góð leið til að ræða erfitt mál Fréttir og umræður um flóttamannastraum- inn til Evrópu hefur vakið ugg í hjörtum barna. „Í haust kom til okkar lítill drengur sem leið illa yfir fréttunum sem hann hafði fylgst með. Hann keypti teppi, bóluefni og annað sem nýst gat börnum á flótta,“ segir Helga og telur að það geti hjálpað foreldrum að ræða þessi erfiðu mál við börnin sín ef þeim finnst þau geta gert eitthvað til að að- stoða, eins og að kaupa sannar gjafir. ný Vefsíða UNICEF á Íslandi hefur unnið að því að þróa nýja vefsíðu, www.sannargjafir.is, sem fer í loftið í vikunni. „Þar má sjá allt vöruúrvalið en ýmsar nýjungar verða í boði á borð við sjúkrakassa og neyðartjald. Þá verða þar einnig sérstakir pakkar þar sem búið er að raða saman ýmsum hjálpargögnum.“ gjafir sem bæta líf barna gott málefni Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Gjafirnar eru keyptar í nafni þeirra sem á að gleðja. Viðtakandi fær gjafabréf með mynd og lýsingu á gjöfinni og vitneskjunni um að hún muni koma börnum í neyð til góða. líbanon Börn í flóttamannabúðum í líbanon. nepal Hin tíu ára Rejina sippar við barnvænt svæði UNICEF í Nepal. írak Hinn níu ára Ibrahim reiknar í kAR skólanum í flóttamannabúðunum í Domiz í Írak. Ljómandi jóladagskrá Lifandi tónlist alla laugardaga á aðventunni. Gjafakort Hörpu er gjöf sem gleður og gildir á alla viðburði í Hörpu. www.harpa.is Mikið magn af hjálpargögnum var sent til bágstaddra barna í fyrra sem keypt voru sem sannar gjafir í nafni ástvina. Íslendingar gáfu skólagögn fyrir 7.420 börn, auk 17 kassa sem innihalda allir námsgögn fyrir 40 börn hver. 93 fjölskyldur í Líberíu fengu pakka til varnar ebólu. 80 börn á flótta fengu vetrarföt. Nálægt 400 skammtar af bóluefnum voru keyptir, moskítónet og 340 hlý teppi. 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -9 F 1 0 1 7 2 D -9 D D 4 1 7 2 D -9 C 9 8 1 7 2 D -9 B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.