Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 117
HUNAVAKA
115
er mikið þótti við liggja.. Heima fyrir í sveit sinni og sýslu stóð hann í
mörgu og vildi ekki verða síðastur í framförum hinnar nýju tækni.
Þrátt fyrir nokkra andstöðu annarra ráðamanna heima í sveit sinni
hafði hann fest kaup á fyrstu beltadráttarvélinni, TD6, sem kom í
sýsluna árið 1942 til Búnaðarfélags Bólstaðarhlíðarhrepps.
Á Búnaðarþingi hafði Hafsteinn átt manna mestan þátt í að móta
lögin um Jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum. Voru því
viðbrögð hans skjót og örugg um að vélvæða búnaðarsambandið
samkvæmt lögunum og kom hvert tækið, jarðýtur og skurðgröfur, á
fætur öðru og mikið gerðist. Mun fáa hafa dreymt um það sem gerðist
á því tímabili í byggingum og ræktun í sýslunni. Svo var það árið 1954
að stofnað var til búfjárræktarsamþykktar fyrir sýsluna og olli hún
hliðstæðri framför í búfjárræktinni sem áður greind samþykkt hafði
valdið 10 árum fyrr í húsabyggingum og jarðrækt. En nú fór að líða á
starfsdag Hafsteins á Gunnsteinsstöðum, en enn er nokkru frá að segja.
Árið 1949 fór Hafsteinn Pétursson í framboð til Alþingis fyrir
Framsóknarflokkinn í sýslunni. Fullyrða má að hann gerði það ekki af
eigin framavon heldur fyrir tilmæli vina sinna og samherja í kjör-
dæminu, sem vildu freista þess að ná þingsætinu af Jóni á Akri. En Jón
reyndist, sem fyrr, sigursæll og beið Hafsteinn ósigur í kosningunum.
Varð það ekki oftar að Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum legði út á hinn
pólitíska vígvöll, enda hafði hann ekki ástundað þar vopnaburð, þótt
sótt hefði hann fast til vinnings á öðrum sviðum.
Hér að framan hafa verið dregnir fram, og að nokkru kynntir,
margir uppistöðuþræðir starfsæfi Hafsteins Péturssonar, sem spannar
hálfrar aldar skeið í sögu okkar Austur-Húnvetninga. Margra þráða
sem hann hafði í hendi sér er þó ógetið, þeirra er minna reyndi á um
forustu. Um árabil var hann varaoddviti sýslunefndar A-Hún. og
formaður allsherjarnefndar á sýslufundum. Fól sýslunefnd honum
afskipti af margvíslegum störfum þeim er vandasöm þóttu svo sem
fjallskilamálum, stjórn Sparisjóðs Húnavatnssýslu, hafnarmálum á
Blönduósi og þátttöku sýslunnar um byggingu félagsheimilis á staðn-
um. Með þeim Guðbrandi Isberg og Páli Kolka var Hafsteinn kjörinn,
af sýslunefnd, til þess að vera í undirbúningsnefnd Héraðshælisins á
Blönduósi. Það var á árunum 1947 og 1948. Þá var Hafsteini falið, af
Kaupfélagi Húnvetninga, að koma upp trésmíðaverkstæði í sýslunni
og vélaverkstæði en að því hvoru tveggja stóð einnig búnaðarsam-
bandið. Heima í sveit sinni kom hann víðast við þar sem ráð voru