Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 223
H U N A V A K A
221
náði Eggert Levy jafntefli við
meistarann.
Nokkrir skákmenn fóru á
Skákþing Norðurlands. Þá tefldu
unglingar úr sýslunni á Norður-
landsleikum æskunnar í sumar.
Á haustmánuðum tók sveit frá
USAH þátt í æfingamóti á
Sauðárkróki ásamt 8 öðrum
sveitum víðs vegar af Norður-
landi. Sveitin hafnaði í 7. sæti
með 21 vinning, en Öldunga-
sveit T.A. sigraði, hlaut 35
vinninga. Mót þetta var hugsað
sem æfing fyrir skákfélögin fyrir
deildakeppni Skáksambands Is-
lands.
Fyrri hluti deildakeppninnar
var tefldur í október. Þar mætti
til leiks i fyrsta skipti sveit hún-
vetnskra skákmanna og tefldu
þeir í 3. deild undir merkjum
USAH. Teflt var á sex borðum.
Að þessu sinni voru tefldar þrjár
umferðir og urðu úrslit sem hér
segir:
1. umferð USAH -
Taflfélag Hreyfils 3,5 - 2,5 v.
2. umferð USAH -
Taflfélag Dalam. 4,5 - 1,5 v.
3. umferð USAH -
Taflfélag Vestm. 2,5 - 3,5 v.
Þegar keppnin er hálfnuð er
sveitin í 1.-2. sæti í riðlinum með
10,5 vinninga. Þeir sem skipuðu
sveitina voru Jón Torfason, Egg-
ert Levy, Þorleifur Ingvarsson,
Baldur Daníelsson, Þorfinnur
Björnsson og Bjarni Daníelsson.
Seinni hluti keppninnar verður
tefldur í apríl í Munaðarnesi.
Þann 27. nóvember 1985 var
Taflfélag Blönduóss endurvakið.
í stjórn voru kosnir: Baldur
Daníelsson, Blönduósi, Eggert
Levy, Húnavöllum og Þorleifur
Ingvarsson, Sólheimum.
Meistaramót Taflfélagsins var
haldið á milli jóla og nýárs.
Tefldar voru fimm umferðir eftir
Monradkerfi með einnar stundar
umhugsunarfresti, tvær á
Blönduósi og þrjár á Húnavöll-
um.
Urslit urðu:
1. Jón Hannesson, Blönduósi
hlaut 5 vinninga.
2. Þorleifur Ingvarsson,
Sólheimum hlaut 4 v.
3. Unnar Ingvarsson,
Sólheimum hlaut 4 v.
í unglingaflokki urðu^úrslit
þessi:
1. Magnús Björnsson,
Hólabaki með 3 v.
2. Einar Kolbeinsson,
Bólstaðarhlíð með 3 v.
3. Reynir Grétarsson,
Blönduósi með 3 v.
Teflt var í einum opnum flokki
og voru þátttakendur alls nítján.
Því miður varð ekkert af
sveitakeppninni á milli ung-
mennafélaganna 1985. Þessi
keppni sem verið hefur árlegur