Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 184
182
HUNAVAKA
son, Ragnar Jóhann verkstjóri í Kópavogi, kvæntur Elínu Jónsdóttur,
Grímur Heiðland verkamaður í Reykjavík, kvæntur Magneu Hall-
dórsdóttur, Kristín Ingibjörg húsfreyja á Bakka, en maður hennar er
Jón Bjarnason og Eggert Egill fyrrum bóndi i Hjarðartungu, kvæntur
Hjördísi Líndal hjúkrunarfræðingi.
í Grímstungu var jafnan stórt sveitaheimili og margt heimilis-
manna. Var þar jafnan mikill gestagangur, þar sem þjóðbrautin lá þar
um garða, er komið var ofan af Grímstunguheiði. Höfðu gangnamenn
þar viðdvöl á hverju hausti, er farið var upp á heiði og komið niður.
Var það henni mikið áhugamál að taka sem best á móti þeim og veita
þeim sem best, svo og öðrum gestum er að garði bar.
Átti hún því jafnan annríkt, því að auk barna hennar, dvaldi í
Grímstungu jafnan margt eldra fólk, er hún lét sér mjög annt um. Á
heimilinu dvöldu auk fósturforeldra hennar, foreldrar hennar, Jóhann
og Halla í hárri elli og dóu þar. Einnig dvöldu þar tvö systkini hennar,
en þau voru fjögur og eru nú öll látin. Að öllu þessu fólki vildi hún
hlynna eftir bestu getu.
Hún vildi vinna að öllum þeim framfaramálum, er miðuðu að göfgi
og manndáð. Um langt árabil starfaði hún í kvenfélagi Vatnsdæla og
var kjörin heiðursfélagi þess.
Péturína var mikill skepnuvinur og með afbrigðum fjárglögg. Hún
var yfirlætislaus, vel gefin, allvel lesin og hagmælt nokkuð.
Útför hennar var gerð frá Undirfellskirkju 1. ágúst, en jarðsett var í
heimagrafreit í Grímstungu.
Magnús Kristjánsson Blöndal, frá Gilsstöðum í Vatnsdal, lést 17. ágúst
á Héraðshælinu. Hann var fæddur 20. apríl árið 1905 á Gilsstöðum í
Vatnsdal. Foreldrar hans voru Kristján Lárusson Blöndal bóndi þar,
sýslumanns á Kornsá og Jósefína Magnúsdóttir, Steindórssonar í
Hnausum í Þingi.
Voru foreldrar hans bæði af þekktum húnvetnskum ættum komin,
er stóðu framarlega í röðum framfara- og atorkufólks, er mjög létu til
sín taka á hinum ýmsu sviðum héraðsmála fyrr á tímum.
Hann ólst upp í stórum systkinahópi, á stóru og mannmörgu
heimili er bar svip menningararfleifðar síðustu aldamóta. Gilsstaða-
systkinin voru tíu og eru öll látin, nema Laufey, en hún er búsett á
Selfossi. Hún var gift Þorvaldi Jónssyni, en hann er látinn. Eitt fóst-