Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 221
HUNAVAKA
219
FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU
Á BLÖNDUÓSI.
Sú breyting varð á starfsemi í A-
Hún., að ný félagsdeild var
stofnuð á Skagaströnd þann 2.
október og voru stofnfélagar 18.
Formaður var kjörinn Ólafur
Bernódusson kennari.
Dagana 4.-5. maí heimsótti
Járher Engblom lektor í vina-
bænum Karlstad í Svíþjóð
Blönduós, en hann er nýkjörinn
formaður Norræna félagsins í
Karlstad. Skoðaði hann m.a.
stofnanir og fyrirtæki á staðnum
og sat boð sveitarstjórnar að
Hótel Blönduósi, þar sem hann
söng þjóðlög, en hann er þekktur
þjóðlagasöngvari í heimaborg
sinni.
Dagana 23.-29. júní sóttu fjórir
fulltrúar Blönduósshrepps, þeir
Snorri B. Sigurðsson sveitarstjóri,
Sigmar Jónsson sveitarstjórnar-
maður, ásamt Auðunni Sigurðs-
syni og Theódór Guðmundssyni,
æskulýðsfund í Nokia í Finn-
landi. Á fundinum, sem haldinn
var með þátttöku allra vinabæja
Blönduóss, var m.a. rætt um fyr-
irhugað æskulýðsmót vinabæj-
anna á Blönduósi á sumri kom-
anda.
Sambandsþing Norrænu fé-
laganna var haldið í Munaðar-
nesi dagana 14.-18. október.
Þingið, sem var mjög fjölmennt,
samþykkti m.a. að efna til Nor-
rænnar viku, sem er kynningar-
dagskrá á Norðurlandi vestra á
þessu ári, í samvinnu við Nor-
ræna húsið. Fulltrúi nýstofnaðrar
félagsdeildar á Skagaströnd á
sambandsþinginu var Gunn-
laugur Sigmarsson, og Blöndu-
óssdeildar sr. Árni Sigurðsson,
sem jafnframt var endurkjörinn í
sambandsstjórn félagsins fyrir
Norðurland. Formaður Norræna
félagsins á íslandi er dr. Gylfi Þ.
Gíslason.
Unglingakórinn Gammel Dansk,
frá vinabænum Horsens í Dan-
mörku, heimsótti Blönduós dag-
ana 14.-18. október í boði Blöndu-
ósshrepps. Kórinn, sem var
stofnaður árið 1981, hefir á að
skipa um 40 unglingum á aldrin-
um 13-17 ára. Þar af komu
nokkrir unglingar fram, sem
hljóðfæraleikarar. Hljómleikar
voru haldnir í Félagsheimilinu á
Blönduósi fyrir nemendur
Grunnskólans, á Skagaströnd og
Húnavöllum. Auk þess var farin
hljómleikaferð til Skagafjarðar og
sungið í Grunnskólanum í
Varmahlíð, í Bókhlöðunni á
Sauðárkróki og í Dómkirkjunni á
Hólum fyrir nemendur Bænda-
skólans. Hvarvetna voru undir-
tektir góðar.
Síðasta dag heimsóknarinnar
skoðuðu unglingarnir sig um,
heimsóttu Þingeyrakirkju og
stofnanir og fyrirtæki á staðnum.