Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 261
HUNAVAKA
259
ásamt Grasa-Guddu og Jóni
sterka.
Að lokinni sýningu var komið
saman í kaffistofu leikhússins og
þar mættu ýmsir sem höfðu
áhuga á að hitta okkur, m.a. fé-
lagar úr áhugaleikflokki, for-
svarsmenn bæjarins og Norræna
félagsins og fleiri. Þar var drukk-
inn bjór og kaffi og etið salat með.
Þar fluttu þeir ræður sem vildu
og skipst var á fánum og merkj-
um.
Daginn eftir, 1. júní, var farið í
skoðunarferð um sveitina í kring.
Gestgjafarnir lögðu til rútu og
bílstjóra, sem reyndist vera
virðuleg kona á besta aldri. Var
ekki laust við að efasemdarsvip
brygði aðeins fyrir á andliti rútu-
bílstjórans frá Blönduósi. Hann
settist framarlega, svona til ör-
yggis, en allt gekk eins og í sögu.
Leiðsögumennirnir sögðu frá öllu
því helsta sem fyrir augu bar. Við
ókum til Sunne sem er miðdepill
Vermalands. Á leiðinni var skoð-
aður geysilega fallegur blóma- og
listaverkagarður um 40 hektarar
að stærð. f garðinum var líka
veitingahús og þar snæddum við
kjötbollur. Við heimsóttum
Márbacka, þar sem Selma Lag-
erlöf skáldkona fæddist og bjó.
Þar er nú minjasafn.
Um kvöldið var boðið upp á
leiksýningu hjá áhugaleikhópi
Pulsteatern, sem sýndi „Den
ituságade damen“. Textinn fór
nú fyrir ofan garð og neðan hjá
flestum, en leikurinn var ágætur.
Þarna skildum við betur vanda
þeirra sem komu til að sjá okkar
leikrit. Við höfðum þó gefið út
leikskrá á norsku, þar sem sögu-
þráðurinn var rakinn í stórum
dráttum.
Sunnudaginn 2. júní yfirgáfum
við Karlstad, þennan rúmlega 70
þúsund manna bæ, þar sem sólin
skin meira en á flestum öðrum
stöðum í Svíþjóð, enda sólin í
bæjarmerkinu.
Við fórum heldur ekki var-
hluta af sólskininu, hvorki þar, né
í Noregi. Fólk gekk léttklætt alla
daga. Á stuttbuxum flestir, eða í
léttum kjólum, einnig sáust hné-
buxur. Þeir vöktu athygli íslensku
útilegumennirnir, Skuggi og ög-
mundur, þar sem þeir fóru, á
stuttbuxum einum fata, síðhærð-
ir með skegg niður á bringu.
Karlstad er fallegur bær og
hefur upp á margt að bjóða enda
vinsæll ferðamannabær. Bænum
er skipt niður í hverfi og er eitt
þeirra kennt við Þingvelli. Áin
Klara rennur í gegnum bæinn og
á vesturbakka hennar stendur hið
skínandi fallega leikhús sem vígt
var 1893. Þar voru allir yfir sig
hrifnir þegar þeir sáu húsið, hvað
þá þegar við komum inn og sáum
hringlaga sal með þremur svala-
röðum allan hringinn. Sætin