Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 181
HUNAVAKA
179
konu hans, svo og hjá Sigurði Pálssyni héraðslækni og Þóru Gísla-
dóttur konu hans. Taldi hún sig síðar, hafa haft gott af dvöl sinni á
þessum myndarheimilum og búið að henni síðar á lífsleiðinni.
Vorið 1908 tók fjölskylda hennar sig upp og flutti til Reykjavíkur.
Starfaði Kristín þar lengst af, á einum helsta veitingastað bæjarins,
Hótel fslandi, bæði við matreiðslu og framreiðslu. Árið 1910 missti
hún föður sinn og vorið 1912 verða enn þáttaskil í æfi hennar. Þá réðist
hún, sem kaupakona norður í Húnaþing, að Hnausum í Þingi. Er hér
var komið sögu, höfðu þeir frændurnir Jakob Guðmundsson frá Holti
og Sveinbjörn Jakobsson frá Sólheimum keypt jörðina Hnausa, sem
jafnan hefir verið talin með betri býlum héraðsins.
Þann 4. júní 1916 giftist hún Sveinbirni Jakobssyni. Stjórnaði
Kristín búi þar um 52ja ára skeið með miklum skörungsskap. Mann
sinn missti hún haustið 1958, en stjórnaði búi innanstokks eftir sem
áður hjá Leifi syni sínum, er þá hafði tekið við búi. í mörg horn var að
líta á þessu stórbýli, en ofan á það bættist, að Kristín annaðist síma-
vörslu, er krafðist oft mikillar vinnu. Hér var um að ræða símaþjón-
ustu fyrir Þing og Vatnsdal, auk þess sem Hnausar eru í þjóðbraut.
Var þar því um mikla gestanauð að ræða. Margir áttu erindi í símann,
auk þess að boðum þurfti oft og einatt að koma til skila, jafnt á nóttu
sem degi, er vitja þurfti læknis. Leysti hún þessa þjónustu af hendi
með mikilli röggsemi og prýði, svo sem alkunna er, og nutu þá gestir
gestrisni húsbændanna og höfðingsskapar.
Á Hnausum var jafnan tvíbýli. Áður hafði flust þangað Jakob
Guðmundsson, eins og áður er sagt, en eftir lát hans, flutti Jakobina
kona hans suður. f þeirra stað flutti á hálflenduna Sigurbjörg Þor-
steinsdóttir, frænka Sveinbjarnar, og maður hennar Erlendur Er-
lendsson með stóran barnahóp. Var til þess tekið hve sambýli allt var
gott hjá ábúendum.
Kristín var félagslynd og vildi vekja fólk til starfa í félagsmálum
sveitarinnar, sem annars staðar, því hún var sístarfandi og hafði létta
og glaða lund. Hún var meðal stofnenda kvenfélags Sveinsstaðahrepps
og formaður félagsins um langt árabil.
Þau hjón Kristín og Sveinbjörn voru mjög samhent um það, sem
gera þurfti. Hún kappsfull og mikill skörungur. Hann hægur en dug-
mikill til allra verka.
Sveinbjörn maður hennar var góðum gáfum gæddur og hafði
gengið í Möðruvallaskóla, en þaðan komu margir mestu framfara- og