Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 161
IIUNAVAKA
159
andersdóttur, Einarssonar, bónda á Dynjanda í Jökulfjörðum, og
konu hans Jónu Bjarnadóttur. Voru þau Bjarney og Sigvaldi jafn-
aldra og kynntust á námsárum Sigvalda í Reykjavík. Sótti Sigvaldi nú
um kennarastöðu í Hveragerði. Hlaut hann stöðuna og kenndi í
Hveragerði næstu þrjú árin. Settur var hann skólastjóri veturinn
1944-45.
Vorið 1946 fluttist Sigvaldi með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og
bjó þar æ síðan. Rúmlega fyrsta áratuginn bjó fjölskyldan í leiguhús-
næði, en byggði síðan íbúð á efstu hæð hússins að Gnoðarvogi 82.
Fyrsta veturinn í Reykjavík starfaði Sigvaldi við kennslu, en réðst sem
blaðamaður að Alþýðublaðinu árið 1947. Þar með var braut hans
ráðin og urðu ritstörfin öðru fremur viðfangsefni Sigvalda þaðan í frá.
Við Alþýðublaðið vann hann á þriðja áratug, sem blaðamaður,
fréttastjóri og fulltrúi ritstjórnar. Um tíma var Sigvaldi ritstjóri viku-
blaðsins Fálkans og tímaritsins Úrvals. Einnig vann hann að
þýðingum fyrir sjónvarpið á fyrstu árum þess. Ungur að árum til-
einkaði Sigvaldi sér kenningar jafnaðarstefnunnar og sannfærður
jafnaðarmaður hlaut hann að vera allt til æviloka. Ekki lágu þó leiðir
hans og forustu þess flokks, sem hann jafnan fylgdi, ætíð saman, og
þótt Sigvaldi hefði ætíð bæði ákveðnar skoðanir og mikinn áhuga á
þjóðfélagsmálum, urðu landsmálaskrifin aldrei meginviðfangsefni
hans sem blaðamanns, enda sóttist hann ekki eftir því.
Sigvaldi Hjálmarsson var meðal nafnkenndari blaðamanna sinnar
tíðar. Blaðamennska hans einkenndist öðru fremur af þekkingu og
skilningi á því viðfangsefni sem tekið var til meðferðar hverju sinni.
Einnig sló Sigvaldi oft á léttari strengi og var þá stundum skammt í
glettni og jafnvel hálfkæring. Þá var Sigvaldi i hópi athyglisverðari
ljóðskálda samtímans og verða ljóð hans örugglega meira metin þegar
tímar líða. Alls komu út eftir Sigvalda 9 bækur, ritgerðasöfn, ljóð og
ferðabækur, auk nokkurra þýddra bóka. f einkalífi sínu var Sigvaldi
mikill gæfumaður. Bjarney kona hans bjó fjölskyldunni sérstaklega
ánægjulegt heimili. Einnig tók hún mikinn þátt í ýmsum hugðarefn-
um manns síns og var virkur félagi þess félagsskapar sem honum var
hugstæðastur. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Ólöfu Elfu, f. 12. mai
1944. Bjó hún um árabil austur á Indlandi, en flutti heim aftur. Býr
hún nú í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum. Gift er hún Jóni
Unndórssyni, iðnráðgjafa hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Það fer að líkum að Sigvaldi hafði um ævina afskipti af ýmsum