Húnavaka - 01.05.1996, Page 10
8
HÚNAVAKA
Þórarinn Björnsson skólameistari sagði í rœöu 1962. „Það er hinn mikli
styrkur sveitarinnar að hún viðheldur sambandinu við náttúruna, sem er
uppspretta allra krafta. “ Og nokkru síðar. „ Tengslin við náttúruna mega ekki
rofna. Hið dularfulla samband manns og moldar verður ekki slitið vítalaust.
Utivist og áreynsla er besti heilsubrunnurinn. “ Þótt pessi orð séu sögð fyrir 34
árum, einu ári eftir að fyrsta Húnavakan kom út, eru þau ífidlu gildi enn í
dag. Þrátt fyrir miklar breytingar í pjóðlífmu, fcekkun í dráfbýlinu ogfölgun
í þéttbýlinu, látar bœjarbúinn til landsins. Hann byggir sér sumarbústaði til
að ága friðsœlar stundir farri ys og þys bœjarlífsins. Hann ferðast um há-
lendið, fer par í gönguferðir og hestaferðir til að komast í nánari snertingu við
landið og njóta gróðursins, útsýnisins og veðráttunar. Þess vegna er það svo
mikilvœgt að hvort sem menn búa í svát eða þéttbýli geri þár sér grán fyrir að
bœði þessi lífsform eru nauðsynlegfyrir þessa þjóð. Aðstœður milli dreifbýlis og
þéttbýlis eru á margan hátt misjafnar og verða alltaf. En það á að vera sátt
um það íþjóðfélaginu að lífskjörin séu sem sambærilegust miðað við aðstœður
á hverjum stað. Sú spurning hlýtur ánnig að vakna livort ekki er nauðsyn að
mannabyggð haldist víðast hvar til að nýta og vernda landkosti og sœkja fiski-
mið á sem hagkvæmastan hátt.
Nú er mikið rætt um lífrænan búskap og sjálfbœran gróður og sem minnst-
an kostnað við aðkeypt aðföng. Margir álíta að hægt sé að minnka notkun
ýmissa aðkeyptra og innfuttra vara, sem hafa mengandi áhrif, án þess að um
verulegan samdrátt í framláðslu verði að rœða. Þetta er íhugunarefni. Gildir
þá ekki það sama um sjávarútveginn ? Er þar ekki hægt að spara olíukostnað
með styttri siglingu á miðin frá höfn og til hafnar? Erþetta ekki átthvað tengt
byggðinni í landinu, dráfingu hennar og nágrenni við fiskimiðin? Allir vita
að olíunotkun hefur mengandi áhrif og allt sem hægt er að gera til sparnaðar
íþám efnum með hagræðingu hlýtur að minnka kostnað og bæta umhverfið.
Húnavaka er að þessu sinni með hefðbundnum hætti ef svo má orða það.
Enn sem fyrr erum við þeim þakklátir sem hafa sent okkur eða gefið okkur vís-
bendingar um áhugavert efni. Takið ykkur tíma, stingið niðurpenna og send-
ið Húnavöku efni til birtingar á næsta ári. Það er því betra sem fleiri senda
okkur frásagpiir, fornar eða nýjar, atvik úr daglega lífinu eða átthvað alveg á
vængjum skáldskapargyðunnar. Það mundi stuðla að fjölbreyttara efnisvali
og betri Húnavöku.
Húnavakan þakkar góðan og tryggan stuðning og óskar lesendunum ár-
gæsku til lands og sjávar.
Stefán A. fónsson.