Húnavaka - 01.05.1996, Page 23
HUNAVAKA
21
Núverandi ogjyrrverandi rábherrar íbobi forsœtisrábherra. Fremsta röb f.v.: Þorsteinn Pálsson,
Eggert Þorsteinsson, Halldór E. Sigurbsson, Davíb Oddsson, Jólianna Sigurbardóttir, Gylji Þ.
Gíslason, OlafurG. Einarsson. Mibröb f.v.: Jón Helgason, Sverrir Hermannsson, Halldór As-
grímsson, Fribrik Sófusson, Pálmi Jónsson, Jón Baldvin Hannibalsson, og Hjörleifur Gutl-
ormsson. Aftasta röb f.v.: Ingvar Gíslason, Sighvatur Björgvinsson, Halldór Blöndal, Ossur
Skarphébinsson, Fribjón Þórbarson og Ölafur Ragnar Grímsson.
málum. Þing skyldi kalla saman á eðlilegum tíma og leggja málið fyr-
ir efri deild og afgreiða það ekki þaðan íyrr en undir jól. Það var gert
og málið fór í gegnum efri deild þar sem við höfðum meirihluta. Síð-
an fór það fyrir neðri deild og þegar það kom til atkvæða sátu þing-
menn Sjálfstæðisflokksins hjá. Þeir töldu ekki lengur forsendur til
þess að fella það.
Ef við Friðjón hefðum ekki farið í ríkisstjórnina held ég að hún
hefði fallið á fyrsta þingi, líklega við setningu lánsfjárlaga. Þá hefði
forsætisráðherra rofið þing hvort sem búið heföi verið að reka hann
úr flokknum eða ekki og Sjálfstæðisflokkurinn boðið fram í tvennu
lagi og verið klofmn.
Sömu sögu er að segja ef þessi bráðabirgðalög heföu verið lögð fyrir
neðri deild að kröfu forystumanna Sjálfstæðisflokksins og verið felld.
Þá var fyrirsjáanlegt að óhjákvæmilegt var að rjúfa þing og efna til kosn-
inga. Sjálfstæðisflokkurinn heföi þá boðið fram í tvennu lagi.