Húnavaka - 01.05.1996, Page 34
32
HUNAVAKA
borgfirskra gangnamanna og þarna hafa þeir byggt t\'o skála fyrir
menn og hesta. Veður var svo slæmt að hestar gripn ekki niður og lét-
um við þá inn í hesthúsið. Þarna fór mjög vel um okkur. Við höfðum
haft með okkur lítinn pott og haframjöl og elduðum okkur graut á
prímus. Mjólkin var þrotin og þá bjuggum við okkur til kakó, höfðum
það út á grautinn og þótti gott. Um morguninn höfðum við náð stór-
um silungi í Búðará við Arnarvatn sem við suðum og þótti góður mat-
ur. Uti hamaðist stormurinn og regnið. Við hugsuðum um fólkið
heima sem aumkaði okkur vesalingana sent nú væru lengst fram á
heiðum í stormi og illviðri. Flestir höfðu litið á ferðalagið sem flan og
vitleysu, líkt því við ferð Reynistaðamanna sem urðu úti á Kili og aðr-
ar hrakfarir. Það sá fátt annað framundan blessað fólkið en illviðri og
hrakninga. Nú hafði illviðrisspáin ræst en þrátt fyrir það leið okkur
vel. Við sátnm í rúmgóðum skála, átum hafragraut og nýjan silung,
drukkum kaffi, sungum, mösuðum og hlógum að raunarollu fólksins
heima sem við bæði sáuni og heyrðum í anda.
Um kvöldið stytti upp. Við létum hestana út, gengnm í kringum féð
og lögðumst síðan til svefns. Við höfðum þurft að vaka yfir því fyrstu
nóttina en síðan hreyfði það sig lítið meðan dimmt var og hestarnir
voru oftast rólegir svo við þurftum ekki að vera á ferli á nóttunni.
Morguninn eftir var gott veður. Langjökull og Eiríksjökull blöstu
\dð í austri, kuldalegir en tignarlegir. I suðri og vestri var Arnarvatns-
heiðin. Eg hafði aldrei ferðast þarna áðnr og þótti gaman að kynnast
nýju landi. Við ætluðum að ná Fljótstungu um kvöldið og hlökkuðum
til að komast til byggða. En ferðin gekk hægar en búist var við. Við
fórum austan við Norðlingafljót. Þar eru mýrardrög ntikil og lyngásar
svo að féð vildi rása í burtu. Þegar leið á daginn varð úrkomusamt og
við þurftum oft að vera í regnfötum og vorum því stirðir í hreyfingum
og víða ógreiðfær vegur. Við vorum hálf óánægðir yfir því hversu fáir
menn hefðu verið fengnir til ferðarinnar og mér fannst að ég hefði
orðið önugur í skapi ef nafni minn hefði ekki bölvað, fénu, landslag-
inu og flestu öðru milli himins og jarðar, jafn hressilega og hann
gerði. Hann tók í nefið, spýtti mórauðu og var ýmist kátur, fúll eða
vondur en bölvaði alltaf jafnt og þétt og gekk berserksgang í því að
láta ferðina ganga sem best. Slíkir menn eru ágætir, hann var einn
um það af okkur félögum að liafa áhyggjur út af ferðalaginu. Við viss-
um að á enga aðra en okkur sjálfa væri að treysta meðan við værum
þarna á heiðunum og létum hverjum degi nægja sína þjáningu.
Þetta var ævintýTaferð sem vel hæfði glöðum drengjum. Hallgrímur
var aðalfararstjórinn. Hann var þaulvanur gangnamaður og alltaf kát-