Húnavaka - 01.05.1996, Page 38
36
HUNAVAKA
við Hofmannaflöt, sem er austan undir Ármannsfelli, er ekki gras-
lendi nema smáblettir hér og þar. Víðast er uppblásið land og hraun
sem er sandorpið að mestu. Norðan við Armannsfell eru sandar mikl-
ir. Þar er gróður á völlum sem heita Ormavellir. Þar áðum við, hituð-
um kaffí og borðuðum.
Austur af Armannsfelli gengur mjór hryggur en talsvert hár. Þar er
Meyjarsæti og er þaðan gott útsýni yfir Hofmannaflöt sem er renni-
slétt, grasi gróin og var leikvöllur fornmanna meðan á Alþingi stóð en
kvenfólkið sat uppi á Meyjarsæti og horfði á. Nú er flötin ræktuð sem
tún frá Hrauntúni.
Seint um kvöldið komum við að Svartagili. Það er bær ofarlega í
Þingvallasveit, vestan undir Armannsfelli. Bóndinn þar heitir Markús
Bjarnason og var þá staddur í Reykjavík. Við höfðum heyrt margt sagt
um hann áður því að hann var víða kunnur fjrir „landabrugg“ og
draslaraskap. Við þurftum að fá gistingu og mat. Sonur Markúsar, Jón
að nafni, og ráðskona voru húsráðendur. Við komum inn í eldhúsið
og ráðskonan fór að hugsa fyrir máltíðinni. Hún var ekki ósnotur í
meira lagi og reykti sígarettur í sífellu. Eftir langa bið kom maturinn
á borðin, hafragrautur, hálfmorkinn saltfiskur, nijólk í einni könnu,
brauð og eitthvað fleira. Ekki var hægt að segja matinn góðan. Mjólk-
inni lukum við bráðlega og fengum þá saftblöndu út á grautinn. Hún
fór sömu leið og að lokum var ekki annað eftir á borðum en salt-
físksvellan og strausykur. Ekki voru til rúmföt handa okkur svo við lág-
um í heyhlöðu um nóttina. Jón fylgdi okkur þangað og sagði okkur
sögur um nágrannana. Einnig sagði hann okkur frá því að Magnús
Torfason sýslumaður og Björn Blöndal löggæslumaður hefðu komið
þangað tvisvar um sumarið til þess að leita að bruggunartækjum og
brennivíni og var mjög hróðugur yfir því að auðvitað væri bæði létt og
gaman að sjá við slíkum flónum. Að lokum leiddist okkur masið í
stráknum og rákunt hann burtu.
Morguninn eftir risum \dð snemma á fætur og bröltum niður af hey-
inu. Þegar \dð komum út í dyrnar á hlöðunni stóðu kýrnar þar og
hámuðu í sig töðuna. Það hafði gleymst að láta þær inn um kvöldið
enda þótt frost væri mikið. Flest annað sem við sáum þarna var þessu
líkt. Tveir hundar voru á bænum og hétu Knútur og Hrefna í höfuð-
ið á borgarstjóra Reykjavíkur og frú hans. Við fengum þá lánaða með
því skilyrði að við færum ekki með þá alla leið til Reykjavíkur. Stráksi
sagði að þeir myndu þá skila sér heim. Um kvöldið í niðamyrkri kom-
um við að Svanastöðum í Mosfellsdal. Þar gistum \ið og okkur leið
ágætlega um nóttina.