Húnavaka - 01.05.1996, Page 48
46
HUNAVAKA
blóðþrýstingur 115/70, Hb. 55% og púls 140/mín. Strax var gefið
blóð.
Varðandi atburðarásina lief ég stuðst við nokkrar línur, sem ég skrif-
aði í flýti á bakhlið lyí'seðils, merktum Blönduósshéraði og er enn að
fínna í sjúkraskrá piltsins frá árinu 1961.
Eftirmáli.
Samkvæmt sjúkraskrá var drengurinn með skerta vitund og ruglað-
ur, með hækkaðan blóðþrýsting. Vakti það upp grun um blæðingu
undir heilahimnu (subdural hematoma). Var því leitað ráða hjá dr.
Bjarna Jónssyni á Landakoti. Taldi hann líklegast að hér væri á ferð-
inni heilabjúgur eftir heilahristing. A þriðja degi fór óráðið ört
minnkandi og varð piltur brátt alveg eðlilegur.
Eftir 30 daga var brotið á hægri upphandlegg lagfært og fest með
nagla en Snorri getur þess í aðgerðalýsingu umrædda nótt að hann
teldi óráðlegt að festa með nagla 14 klukkustunda gamalt opið brot.
Lærbeinsbrotið (fractura pertrochanterica) var meðhöndlað með
strekki í 40 daga og greri án skekkju. Svo fór einnig með upphand-
leggsbrotið. Hann fékk heimfararleyfi 19. ágúst, 80 dögum eftir hrap-
ið, með hratt batnandi lireyíingu í vinstri axlarlið en gekk lítið eitt
haltur.
Drengurinn var í skóla næsta vetur á Hellissandi en þar átti hann
heima. Sumarið eftir vann hann við skreiðarverkun og gekk það all-
vel enda þótt dálítið bæri á þreytuverk í \instri handlegg, eins og seg-
ir í sjúkraskrá frá því í janúar 1963, en þá var hann lagður inn að nýju
til lagfæringar á hægri úlnlið vegna vaxtartruflunar í hægra geisla-
beini. Varð þ\i að stytta ölnina um 1,5 sm. Eftir það varð hreyfing í
úlnliðnum eðlileg en framhandleggurinn 1,5 sm styttri en sá vinstri.
Mann þennan sá ég aldrei eftir að við lyftum sjúkrabörunum inn í
flug\'él Björns Pálssonar. Það var svo ekki fyrr en ég fór að rifja þenn-
an atburð upp að ég leitaði eftir nafni hans í gögnum Landspítalans.
Hafði ég samband við hann í síma í júlí á liðnu sumri (1995) til að fá
samþykki hans til þess að segja þessa sögu. Það fyrsta sem hann sagði
var að hann hefði lengi langað til að hitta mig en aldrei mannað sig
upp í það og spurði hvort við ættum ekki bara að hittast úr því ég væri
farinn að sýna honum slíkan áhuga. Við hittumst svo á heimili hans í
Reykjavík. Hann býr í fallegri íbúð ásamt fjölskyldu sinni, hefur lengi
verið húsasmíðameistari en er nýlega hættur smíðum og orðinn næt-
urvörður við Skyggni. Hann breytti til eftir að vinna við smíðar
minnkaði. Hann leyfði mér góðfúslega að taka af sér myndir en á