Húnavaka - 01.05.1996, Page 52
50
HUNAVAKA
bræður mínir, Ólafur og Hjalti, strax af stað að hjálpa pabba að koma
fénu heim og með þeim fór maður að nafni Guðmundur Rafnsson
frá Ketu sem þá var staddur heima á Fjalli.
Þeir fundu strax pabba með allan fjárhópinn en veðrið var mjög
vont, hvasst og mikil fannkoma og færð fór mjög versnandi. En þegar
þeir komu með féð að Stekkjartjörninni fór féð austan \ið hana nema
smáhópur sem fór undan veðrinu vestur með tjörninni. Guðmundur
fór á eftir þeim hóp og rak hann suður með tjörninni að vestanverðu.
Þetta voru gemlingar og hrútar. Er hann rak hópinn aftur upp með
tjörninni að sunnanverðu þá var víkin áðurnefnda orðin full af krapi
og snjó og sást ekki í hríðinni. Kindurnar fóru útá krapið og sátu fast-
ar og þá komu fleiri á eftir og tróðu á hinum. Guðmundur stökk út í
og gat bjargað mörgum. Vatnið tók honum í bringu og krapið var það
þykkt að það var erfitt að hreyfa sig. Hann bjargaði því sem bjargað
varð en vissi þó að eitthvað hafði orðið til í krapinu í víkinni.
Þegar pabbi og þeir bræður voru búnir að koma fénu í hús var Guð-
mundur ekki kominn. Þeir fóru að leita að honum og mættu honum
á Stekkjarholtinu sem er miðja vegu frá tjörninni þar sem hann var að
reyna að koma kindum áfram. En það var erfitt, þær sem höfðu
blotnað voru þungar á sér og hann var ærið stirður til gangs, fötin far-
in að frjósa. Þeir komu kindunum í hús eftir mikið basl. Þegar féð var
talið þá vantaði 13 kindur, ellefu gemlinga og tvo hrúta veturgamla.
Öll él birtir upp um síðir og svo var einnig með þetta krossmessu-
hret. Eftir tvo daga var komin sunnan þíða og gerði gott veður. Þegar
snjór og krap voru farin af tjarnarvíkinni fórum \ið bræður að draga
skrokkana á land. „Það var mér að kenna að þetta óhapp varð,“ sagði
ég við pabba, „ég átd ekki að veiða í tjörninni." „Eg gaf þér leyfið til
að leggja í hana svo það er þá mér líka að kenna,“ sagði hann, „við
skulum ekki tala meira um það. Það eru álög á tjörninni, það má ekki
veiða í henni en ég held að þessi fjárskaði hafi hlotist af krossmessu-
hríðinni en ekki af veiðinni þinni. En við veiðum ekki meira í tjörn-
inni,“ sagði pabbi. „En talan passaði, pabbi,“ sagði ég. ,Já, rétt er nú
það,“ sagði hann.
Þetta er sagan af veiðinni minni í Stekkjartjörninni, síðan hefur
ekki verið veitt í henni að ég veit og ég ráðlegg öllum að gera það
ekki. Það er eftir litlu að sækjast en getur hlotist illt af.
Það var mikið um álagabletd og holt á Fjalli þar sem ekki mátti hreyfa
við neinu, ekki taka þar grjót, rífa hrís eða tína ber. Það var farið efdr
þessum hégiljum til að forðast óhöpp sem gátu hlotist af ef út af var
brugðið.