Húnavaka - 01.05.1996, Page 72
BIRGITTA H. HALLDORSDOTTIR:
Krækilöpp
Þau voru átta og ellefu ára. Hann, karlmaðurinn, var ellefu en hún,
stúlkan, var átta. Þau voru vinir, a.m.k. stundum, enda voru þau búin
að vera saman í sveitinni nokkur sumur. Næstum eins og systkini.
Stundum voru þau dálítið reið hvort við annað. Stelpan var svo voða-
lega frek og hékk utan í heimilisfólkinu, það fannst stráknum. Strák-
urinn var svo montinn og þóttist vita allt betur, það fannst stelpunni.
Þau hétu Siggi og Magga.
Það var að koma kvöld og börnin voru nýbúin að borða. Það var
kominn ágúst og farið að dimma dálítið á kvöldin. Reyndar var þeim
ekkert um að vera mikið úti á kvöldin enda var kerlingardraugur í
hesthúsinu. Það sagði Karl gamli. Hann sagði þeim oft svo skrýtnar
sögur en sagan af Krækilöpp gömlu var mest spennandi. Þau höfðu
nú ekki séð hana en það var betra að vera ekkert að gá að henni held-
ur. Krækilöpp. Nafnið eitt kom hárunum til að rísa á höfðinu á þeim.
Krækilöpp var nafn á kerlingu sem hafði hengt sig í gömlum kofa
sem stóð utarlega á túninu. Þessi kofí var löngu ónýtur en bóndinn,
hann Jón, hafði endilega þurft að byggja hesthúsið þar sem kofinn
stóð. Svo að þessi gamli draugur, hin hræðilega Krækilöpp, hafði fært
sig um set og hélt nú til í hesthúsinu. Sagan sagði að hún héngi í loft-
inu og geiflaði sig og glennti þegar dimmt væri orðið og léti kerlingin
á allan hátt hræðilega ófriðlega. En það var svo undarlegt að þó að
Karl gamli segði svona sögur þá gerðu húsbændurnir ekkert með
þær. Þeir fullyrtu að þetta væri heimskulegt kjaftæði og þau ættu að
vera vaxin uppúr því að láta hræða sig svona. Það var svo rökrétt og
þægilegt að heyra þetta en svo var það ekki lengur eins sniðugt ef
komið var kvöld og dimmt úti. Hvernig gátu þau vitað hvað var satt?
Þó að Jón bóndi segði að aldrei hefði verið kofi þarna og aldrei verið
til nein Krækilöpp, þá var vissara að vera \ið öllu búin.
Það var soðið slátur í matinn og krakkarnir stóðu á blístri. Slátur var
eitt af uppáhaldsmatnum þeirra. Magga var stundum dálítið reið við
Sigga þegar hann borðaði slátur. Þá rak hann svo rosalega \dð og var